top of page
Bragðlaukaferð til Marche

HÉR er hægt að taka frá pláss og bóka tvíbýli: https://bit.ly/41yTox0

Vínskólinn við vatnið í samstarfi við Flandrr ferðamiðstöð leggja land undir fót og bjóða upp á bragðlaukaferð þar sem áherslan verður á að kynnast Marche héraði á ítalíu.Vínin frá Marche hafa fengið meiri athygli síðustu ár og í þessari ferð gefst færi á að kynnast þeim betur, smakka og para við mat.

unnamed (7).png

Þar er auðvelt að finna veislur fyrir bragðlaukana í Marche hérað sem er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu. 


Farið verður á tvær vínekrur sem Vínskólinn við vatnið velur sérstaklega og þar smökkum við á framleiðslunni. Boðið er upp á að heimsækja einstakan kastalabæ og einnig verður farið í borgarferð til Ancona sem er höfuðborg héraðsins.


Í ferðinni lærum við að gera einstakan pastarétt, Vincigrassi, sem er upprunnin í Marche og auðvitað reynum við okkur við pizzagerð í leiðinni undir handleiðslu heimafólks sem kann til verka.


Við gerum vel við okkur í mat og drykk og njótum þess sem þetta svæði hefur upp á að bjóða. Þess á milli leiðir fararstjóri þátttakendur um lönd og strönd og setur hlutinina, matinn og víníð í samhengi við söguna.


HÉR fer fram upphitun fyrir ferðina í þar til gerðum facebook hóp.


Marche hérað er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu. Þetta rólega og strjálbýla hérað liggur á milli Adríahafsins og öllu þekktari nágranna þess, Toskana og Umbria. Sumir segja að Marche sé eins og Toskana var fyrir 50 árum síðan, hrátt en undurfallegt. Hér er enn tækifæri til að upplifa Ítalíu án mannfjöldans.

Björn Ingi Knútsson sem á og rekur Vínskólann við vatnið hefur verið vínáhugamaður í yfir 30 ár. Þar er boðið uppá kennslu í vínfræðum hvort heldur eftir vínræktarlöndum og/eða einstaka vínhéruðum. Björn Ingi hefur tekið margar alþjóðlegar víngráður þ.m.t. Italian Wine Scholar sem er próf í ítölskum vínfræðum og víngerð. Þá hefur Björn Ingi einstakt dálæti á vín og matpörun og þar er Ítalía í miklu uppáhaldi.


Ágústa Sigrún er í forsvari fyrir Flandrr sem varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti hennar. Hún er menntaður leiðsögumaður og hefur alla þessa öld fengist við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu. Ferðirnar sem hún setur saman mótast af áhugasvið hennar sem eru hreyfing, menning, tónlist, vín og léttleiki.

Dvalið verður í skemmtilegum bæ, Numana sem er innain Monte Conero náttúrverndarsvæðisins. Hótelið heitir Hotel Muré Numana  og er nýlegt 4ra stjörnu hótel sem opnaði sumarið 2022.  Mikið lagt upp ár góðu andrúmslofti og tengingu við sjóinn og sæfarendur sem og stemminguna í bænum.


Herbergin eru 19-20 m2, mjög skemmtilega innréttuð og nostrað við innanstokksmuni. Það eru litlar svalir á öllum herbergjum. Möguleiki að bóka einbýli, tvíbýli og þríbýli. Góð loftkæling er á hótelinu.


Góð sundlaug er við hótelið og aðstaða til að njóta sólarinnar.


Stutt er að labba niður á höfn þaðan sem farið er í allskonar siglingar en þar er jafnframt að finna góðar strendur með frábærri aðstöðu. Hægt er að finna einstakar strendur á svæðinu sem eingöngu eru aðgengilegar frá sjó. Fallegur miðbæjarkjarni er í Numana þaðan sem er dásamlegt útsýni út á hafið. Einnig er stutt í skemmtilegar gönguleiðir fyrir ofan bæinn á náttúruverndarsvæðinu Monte Conero. Stutt á golfvöll og flest allt innan seilingar. Möguleiki að leigja bíl á frjálsa deginum.


Innifalið í ferðinni er: Flug með Play air til Bologna kl. 15:00 frá Keflavík. Lent í Bologna kl. 21:20. Ein innrituð ferðataska innifalin. Hótel í Numana í 7 nætur með morgunverði. Allar skoðunarferðir og akstur skv. leiðarlýsingu. Tvær ferðir á vínekrur með vínsmökkun hjá vínframleiðendum. Pizzagerðarnámskeið með bjórsmökkun. Matreiðslunámskeið á hótelinu parað við vín. Heimsókn með leiðsögn í bæinn Jesi og til borgarinnar Ancona.  Hádegisverður í Portonovo heimferðardaginn. Íslenskur fararstjóri og vínsérfræðingur alla dagana. Staðarleiðsögn eins og við á.


Verð ferðarinnar

Þríbýli: 332.000 kr. (þarf a senda sérstaka fyrirspurn)

Tvíbýli: 358.000 kr. - Bóka HÉR

Einbýli: 421.000 kr. - Bóka HÉR

1. dagur - ÞRI 17. september - Komudagur

Flogið til Bologna með PLAY kl. 15:00 og lent 21:25. Um 2 ½ tíma akstur er á hótelið í Numana. Ættum að vera komin í ból rétt eftir miðnætti.

2. dagur - MIÐ 18. september – Numana og næsta nágrenni og hin eina sanna pizza

Við litumst um í bænum okkar, áttum okkur á staðháttum og skoðum miðbæjarkjarnann í bæjunum Numana og Sirolo. Í för með okkur verður Daniela sem er staðarleiðsögumaður og býr í bænum. Frjáls hádegisverður í Sirolo.
Síðdegis hittumst við á hótelinu og lærum að búa til hina einu sönnu pizzu. Giordano er kokkurinn sem leiðir okkur í allan sannleikann um ítölsku pizzuna. Við prófum að gera pizzadeig úr hveititegundum frá héraðinu. Síðan verða afurðirnar eldaðar í sérstökum viðarkynntum pizzaofni. Við setjumst að borðum og með afurðum námskeiðsins njótum við þess að smakka á sérstökum bjór sem bruggaður er á svæðinu.

unnamed.jpg
3. dagur FIM 19. september – Jesi og vínsmökkun í nágrenninu

Við byrjum morguninn á skoðunarferð til bæjarins Jesi þar sem við dveljum í um 2 tíma og kynnumst sögu bæjarins. Jesi er fæðingarbær tónskáldsins Pergolesi og Friðriks II, keisara Rómarveldis á 13. öld sem talinn er einn merkasti einvaldur á miðöldum. Bærinn er einnig þekktur fyrir hvítvín sem kennir sig bið bæinn. Verdicchio dei Castelli di Jesi. Áður en haldið er heim förum við til vínbónda í nágrenninu og fáum að smakka þetta nafntogaða vín.

Eftir heimkomu er upplagt að fara í Azzurra, l‘enoteca delle Marche https://www.azzurravini.it/ sem er sælkerabúð rétt hjá hótelinu okkar.

unnamed (1).jpg
4. dagur FÖS - 20. september – Möguleiki á siglingu undan ströndum Monte Conero

Monte Conero er eina fjallið eða höfðinn við Adríahafið allt frá Trieste í norðri þar til á syðst á Ítalíu.
Við skipuleggjum siglingu þennan dag þar sem ætlunin er að verja megninu af deginum. Nánara fyrirkomulag verður kynnt er nær dregur. Stefnt er að því að sigla meðfram strandlengjunni og fá hádegisverð um borð í bátnum.
Siglingin ekki innifalin í verði ferðarinnar.

unnamed (4).png
5. dagur - LAU 21. september – Frjáls dagur að hluta til

Frjáls dagur og upplagt að sinna hugðarefnum eða slappa af. Kannski má athuga hvort kaupmátturinn sé í lagi, fara í golf, sleikja sólina við sundlaugina eða niður á strönd. Einnig einfalt að leigja bíl í einn dag eða skoða hvaða siglingar eða gönguleiðir eru í boði.

Seinni partinn býður Vínskólinn við Vatnið upp á vínsmökkun á hótelinu.

unnamed (2).jpg
6. dagur - SUN 22. september – Ancona og vínsmökkun

Farið í höfðuðborg héraðsins, Ancona, þar sem við dveljum bróðurpartinn úr deginum. Skoðunarferð um borgina með leiðsögn en svo frjáls tími fram að brottför. Þá er hægt að kíkja í búðir og skoða annað það sem borgin hefur upp á að bjóða.
Við endum daginn á vínekru þar sem við skoðum vínekrurnar og boðið verður upp á vínsmökkun.

unnamed (3).jpg
7. dagur MÁN 23. september – Matreiðslunámskeið „Vincigrassi“ og vínsmökkun

Upp er runninn sannkallaður dagur bragðlaukanna. Við byrjum daignn á matreiðslunámskeið á hótelinu með Francesca Frontini þar sem við lærum að gera hinn dæmigerða Vincigrassi pastarétt. Borðum svo það sem við búum til í hádegisverð. Vínþjónninn þeirra, Iva, ætlar að velja vín með matnum og við fáum því vínsmökkun í leiðinni.
Eftirmiðdagurinn frjáls. Sagan um Vincigrassi: https://en.wikipedia.org/wiki/Vincisgrassi

unnamed (4).jpg
8. dagur ÞRI 24. september – Heimferð með viðkomu í Portonovo

Lagt af stað um hádegið og farið á fallegt þorp sem staðsett er við ströndina inn á Monte Conero svæðinu, Portonovo. Við borðum saman veglegan hádegisverð í rólegheitum áður en haldið er á flugvöllinn í Bologna. Einnig hægt að taka því rólega og fara á ströndina í Portonovo sem þykir einstaklega skemmtileg. Síðdegis verður ferðinni áframhaldið á flugvöllinn í Bologna.

Flugtak kl. 22:20 og lent í Keflavík kl. 00:55 eftir miðnætti.

unnamed (5).png

unnamed (5).png

unnamed (5).png
bottom of page