top of page
Maria Callas tónlistarferð

Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk. Við höldum upp á upp á 100 ára fæðingarafmæli Maria Callas og förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu með einum eða öðrum hætti. Möguleiki að fara á stórkostlega nýja uppfærslu af AIDA eftir Verdi á óperulistahátíðina í Arenunni Verona.

unnamed (7).png

Hér er facebook hópur fyrir áhugasama 


Dvöl ferðarnnar verður skipt á milli Garda og Verona. Við förum til Sirmione og kynnumst veru Callas þar í bæ og skoðum þenna stórkostlega tanga sem dregur að sér einn mestan fjölda ferðamanna við vatnið. Verona er staðurinn sem Maria Callas kom fyrst til á Ítalíu og hún debúteraði í Arenunni. Þar göngum við í hennar fótspor og rekjum sögustaði í borginni sem tengjast henni. Einnig heimsækjum við Zevio sem tengist Maria Callas einnig sterkum böndum. Lífshlaup söngkonunnar verður rakið í ferðinni og hennar minnst í öðru hverju orði.

Möguleiki á að bóka miða á besta stað á nýja uppfærslu af AIDA eftir Verdi á óperulistahátíðina í Arenunni Verona. Einnig er möguleiki að sjá fleiri sýningar í Arenunni ef áhugi er fyrir hendi. Í Bardolino, nágrannabæ Garda, eru jafnframt sumaróperutónleikar sem gaman er að hlusta á.


Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið.


Blogg um kvikmynd sem er í framleiðslu um ævi Mariu Callas. Aðalhlustverkið leikur Angelina Jolie.

Dvöl ferðarnnar verður skipt á milli Garda og Verona. Við förum til Sirmione og kynnumst veru Callas þar og skoðum þennan stórkostlega bæ og tanga sem dregur að sér einn mestan fjölda ferðamanna við vatnið.

Verona er staðurinn sem Maria Callas kom fyrst til á Ítalíu og hún debúteraði í Arenunni. Þar göngum við í hennar fótspor og rekjum sögustaði í borginni sem tengjast henni. Einnig heimsækjum við bæinn Zevio sem tengist Maria Callas einnig sterkum böndum.


Tónlistarlífið á þessum slóðum á sumrin er fjölbreytt og viðburðir tíðir. Fararstjóri býður upp á fræðslu um söngdívuna elskuðu sem átti sín bestu ár á þessu svæði. Við munum nota hvert tækifæri til að kynnast lífi og starfi Maria Callas betur og sækja tónlistarviðburði.


Áætlað verð er um 350.000 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið, m.a. miði á óperusýningu í Arenunni og annað sem talið er upp í þessari ferðalýsingu.


HÉR er hægt að lýsa yfir áhuga á ferðinni og taka frá pláss

Dagur 1 – Komudagur

Flogið er síðdegis til Bologna með PLAY. Við höldum rakleiðis til Verona þar sem við gistum fyrstu tvær næturnar.

Dagur 2 – Maria Callas í Verona

Farið verður í fróðlega gönguferð um elsta hluta Veronaborgar sem er á UNESCO heimsminjaskrá. Við rekjum okkur í gegnum fótspor Mariu Callas og þá staði sem hún hafði oftast viðkomu á, þar sem hún bjó og gifti sig. Auk þess kynnumst helstu kennileitum borgarinnar, tónlistarsögu og viðburðum sem hafa komist á spjöld sögunnar. Við heyrum jafnframt um Rómeó og Júlíu og aðrar sögur um þessa borg ástarinnar og njótum mannlífsins.

Við borðum saman í fallegum veitingastað áður en farið er á óperusýningu í Arenunni. Sýningin byrjar kl. 21:30 og lýkur rétt eftir miðnætti. Við sofnum vonandi með enduróminn í eyrunum.

unnamed.jpg
Dagur 3 – Zevio og Garda

Við skiptum um hótel þennan dag og leggjum af stað um morguninn að skoða bæinn Zevio sem einnig kemur við sögu í lífshlaupi Maria Callas. Verjum dagparti þar og skoðum tónlistarskóla sem ber hennar nafn og muni sem eru einskonar vísir að safni um hana.

Við komum síðdegis til Garda þar sem við dveljum næstu 5 næturnar.

Eftir að við höfum komið okkur fyrir fer fararstjóri í kynnisferð um bæinn. Við kynnumst sögunni, umhverfinu og helstu gönguleiðum í nágrenninu. Rómantískir göngustígar liggja meðfram vatningu og fyrir þá sem vilja útsýnisgöngu er möguleiki að rölta út á tangann sem rammar inn víkina sem Garda stendur við. Það má jafnvel bregða sér upp á klettinn fyrir ofan bæinn og njóta útsýnisins yfir allan suðurhluta vatnsins.

unnamed (1).jpg
Dagur 4 – Bardolino

Við bregðum undir okkur betri fætinum og skoðum nágrannabæinn Bardolino sem er m.a þekktur fyrir vín- og ólífurækt. Gangan á milli bæjanna tekur um 45 mínútur. Við kynnumst notalegum miðbæjarkjarna með veitingastöðum, kaffihúsum, smáverslunum og skemmtilegu mannlífi. Einnig skoðum eina af elstu kirkjum á svæðinu, San Zeno, sem er vel falin en kemur á óvart.

unnamed (4).png
18. júní - þriðjudagur - Ferð til norðurhluta vatnsins – Malcesine, Limone, Riva

Heilsdagsferð til norðurhluta vatnsins. Farið með rútu til Malcesine sem stendur við norðausturenda Gardavatnsins þangað er tæplega klukkutíma akstur. Scaligero kastalinn setur sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.

Síðan siglum við þvert yfir vatnið til bæjarnis Limone og kynnum okkur þennan sérstaka bæ. Fararstjóri stingur upp á veitingastað þar sem við getum borðað saman, ef vill. Bærinn stendur við þverhnípt fjallið og var einangraður langt fram eftir síðstu öld.

Þaðan er siglt til bæjarins Riva þar sem við dveljum þar til síðdegis þar til rútan kemur að sækja okkur. Verðum komin aftur heim um kl. 18:30

unnamed (2).jpg
Dagur 6 – Sirmione og Isola del Garda

Við siglum til Sirmione í dag, skoðum bæinn þveran og endilangan og finnum húsið hennar Mariu Callas. Yst á tanganum er að finna áhugaverðar rómverskar menjar sem líklega eru ein stærsta rómverska villa sem fundist hefur. Svo er hægt að njóta stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju götuhorni. Við heyrum um veru Maria Callas í Sirmione og göngum að húsinu sem þau hjónin áttu þar. Fleiri skemmtilegar sögur tengjast þessum stórkostlega bæ sem er einn mest heimsótti bærinn við Gardavatnið.

Eftir hádegið siglum við þaðan út í hina ævintýralegu eyju, Isola del Garda, þar sem við fáum að ganga um og fræðast um sögu þessarar einstöku eyjar og fjölskyldunnar sem þar býr. Þar er ein skemmtileg Íslands-tenging sem við fræðumst um. Við fáum okkur svo fordrykk áður en haldið er aftur heim til Garda.

unnamed (3).jpg
Dagur 7 – Frjáls dagur og óperutónleikar í Bardolino

Dagurinn er frjáls en það er upplagt að endurnýja kynnin við bæinn Bardolino þar sem haldin er óperutónleikaröð yfir sumartímann. Áður en haldið er til baka er upplagt að skella sér á óperutónleika í Bardolino sem haldnir eru í afhelgaðri kirkju.

unnamed (4).jpg
Dagur 8 – Brottfarardagur – Modena og Pavarotti

Við skráum okkur út af hótelinu og eftir hádegisverð leggjum við af stað um hádegið í áttina að Bologna. Á leiðinni stoppum við í Modena og förum við að smakka það sem þekktast er í Modena, eða balsamik edik. Modena er einnig heimabær Pavarotti og ætlunin er að taka hús á honum, þ.e. safninu um hann.

unnamed (5).png

unnamed (5).png


unnamed (5).png
bottom of page