top of page
Búbblandi Prosecco hæðir

10 daga ferð. Hér er hægt að taka frá pláss og bóka: https://bit.ly/3FgPkqO

Segja má að landslagið sé eins gómsætt og freyðivínið sem gerði það frægt. Rölt um þessar gjöfulu hæðir er á við vínberja-sinfóníu þar sem gullnu tárin glóa. Sjáðu fyrir þér rúllandi sólkysstar hæðir sem líta út eins og búbblur í ristastóru freyðibaði.

unnamed (7).png

Þetta er létt hreyfiferð. Markhópurinn er fólk sem kann að njóta lífsins og glæða hugarkætina.  Upplagt fyrir saumaklúbba og vinahópa. 


Fræðsluþorsti er staðalbúnaður og kemur sér vel því tækifæri gefst til kynnast allskonar rennandi vökva sem hefur komist á spjöld sögunnar. Listasagan er einnig læsileg við hvert fótmál. Léttleiki og guðaveigar sem lífga sálaryl verða í aðalhlutverki en auk þess reimum við á okkur gönguskóna, sprettum úr spori og tökum aðeins á því.


Það er ekki að ástæðulausu að Aperol Spritz var fundið upp á þessu svæði og bærinn sem dvalið verður í er kenndur við grappa. Hversu hagstætt er það? Við lærum að gera hið fullkomna Spritz sem er stjarna kokteilanna um þessar mundir. Þar ríkir fullkomið jafnvægi bitra kossa Aperol og freyðandi faðmlags Prosecco á sama hátt og Monte Grappa fjallshringurinn sem rammar inn bæinn og Brenta dalurinn sem opnast í hina áttina – fullkomin blanda.


Bassano del grappa er heillandi bær og kennir sig við grappa sem er hinn eini sanni ítalski snaps og rekur uppruna sinn hingað. Annars er Bassano del Grappa fjallaþorp við rætur Dólómítanna í Veneto héraði og stendur beggja vegna við ánna Brenta. Hið forna inngönguhlið í bæinn, Porta delle Grazie, stendur rétt við hótelið og leiðir beint inn í gamla bæinn. Göturnar, torgin, hallirnar og turnarnir kalla fram andrúmsloft fyrri alda og fara með þig í spennandi ferðalag aftur í tímann. Gleðin skín á vonarhýrri brá.


Mörg nöfn listasögunnar tengjast bænum og hafa töfrað fram eilíf listaverk. Þar er eitt af meistaraverkum Andrea Palladio, brúin Ponte degli Alpini. Handverkið á svæðinu er sömuleiðis gegnsósa af hefð sem varðveist hefur fram á þennan dag. Framleiðsla á hlutum úr góðmálmum og leðri, keramik og munir úr tré bera vott um langa listasögu sem staðarlistamenn nýta í sinni listsköpun.


VERÐ: 339.800 á manninn í tvíbýli.

Dvalið er á hótel Bonotto Belvedere í Bassano del Grappa  sem staðsett í jaðri miðbæjarins. Farþegar dvelja á eigin vegum í Verona síðustu tvo dagana á Hotel San Pietro í útjaðri miðborgarinnar. Bæði hótelin eru 4ra stjörnu hótel og morgunverður er innifalinn. Í Verona  gefst færi á að fylla ferðatöskurnar af gourmet-mat í mathöllinni EATALY sem er við hliðina á hótelinu. Einnig stutt í ADIGEO mollið. Hótelið býður upp á skutl inn í miðbæinn og möguleiki er að sjá stórkostlegar uppfærslur í Arenunni.


HÉR er hægt að taka frá bóka tvíbýli:

HÉR er hægt að taka frá bóka einbýli:

Dagskrá er útgefin með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Ítarlegri dagskrá með tímasetningum verður gefin út þegar nær dregur.  


Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en ræturnar hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. 

Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár og hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. 


Innifalið í verði:

Flug til Verona/KEF með Neos air. Skoðunarferðir og rútuferðir skv. ferðalýsingu. Gisting í sjö nætur í bænum Bassana del Grappa á Bonotto Hotel Belvedere. Gisting á Hotel San Pietro í Verona í tvær nætur, með morgunverði. Bæði 4ra stjörnu hótel. Kvöldverðir þrjú kvöld á hóteli. Kvöldverður veitingastað í sveitinni. Hjólaleiga. Tira-mi-su og Spritz námskeið. Vínsmökkun. Grappasmökkun. Ólívuolíu-smökkun. Aðgangur í tvö söfn sem heimsótt verða. Málsverður í skógarlaut. Íslensk fararstjórn og staðarleiðsögn eins og við á.


Ekki innifalið í verði:

Ferðir þá daga sem eru frjálsir. Feneyjaferð. Gistináttaskattur sem greiddur er hótelinum.

28. júní – föstudagur – Dagur 1 – Koma til Bassano del Grappa

Flogið er frá Keflavík með Neos air kl. 10:00 um morguninn og lent í Verona Ítalíu um kl. 16:00 að staðartíma. Þaðan er rétt rúmlega klukkutíma akstur á áfangastað í bænum Bassano del Grappa þar sem dvalið verður næstu vikuna.

Fyrsta verkefni ferðarinnar er að búa til sitt eigið fullkomna Spritz og við fáum kennslu í því hjá fagfólki á hótelinu. Það er ágætis innleiðing í kvöldverðinn sem við borðum á hótelinu.

29. júní – laugardagur – Dagur 2 – Skoðunarferð um bæinn okkar og grappa

Morgunganga til að kynnast þessum dásemdarbæ sem verður heimili okkar næstu vikuna. Við kynnumst sögunni, umhverfinu og helstu gönguleiðum í nágrenninu en komum einnig við í Grappa safninu og brögðum á þessum guðaveigum.

Seinni partinn hittumst við á hótelinu og lærum að gera ekta „Tira-mi-su“ sem lyftir okkur upp fyrir kvöldið.

unnamed.jpg
30. júní – sunnudagur – Dagur 3 – „Asnalegur“ hjóladagur

Uppleggið fyrir þennan dag er forvitnilegt því við fáum kynnast þeim Natalina, Agata, Waira og Tullia sem eru asnar. Við leigjum rafmagnshjól og hjólum skemmtilega leið í gegnum skóginn til Marostoica þar sem við hittum þessa nýju vini okkar. Við leggjum hjólunum og förum í skógargöngu með þessu forvitnilega föruneyti og eigum náðugan dag. Skref fyrir skref kynnumst við skóginum og öllu því sem hann hefur upp á að bjóða og setjumst svo niður í grænni lautu þar sem bestu blómin gróa og brögðum á afurðum svæðisins í mat og drykk.

unnamed (1).jpg
1. júlí – mánudagur – Dagur 4 – Asolo og Villa Maser - vínsmökkun

Við byrjum daginn með akstri til Asolo sem er skemmtilegur bær í nágrenningu. Þar skoðum við okkur úr um morguninn. Síðan höldum við á sögufrægan herragarð, Villa Maser þar sem virðum fyrir okkur verk hins þekkta ítalska arkitekts, Andrea Palladio. Herragarðurinn er jafnframt vínbúgarður og þekktur fyrir vínframleiðslu sína. Við endum daginn á vínsmökkun og njótum umhverfisins á þessum sögulega stað.

Kvöldverður frjáls.

unnamed (4).png
2. júlí – þriðjudagur – Dagur 5 – Prosecco hlíðarnar í Valdobbiadine

Lagt af stað um kl. 10:00 til Verona með fararstjóra. Farþegar dvelja á eigin vegum síðustu tvo dagana á Hotel San Pietro sem staðsett er í útjaðri miðborgarinnar í Verona.
Við komu til Verona fer fararstjóri með hópinn stutta kynnisferð um borgina, gefur góð ráð fyrir næstu daga og kveður með virktum.

Um kvöldið er Carmen á sviðinu í Arenunni og vel þess virði að tryggja sér miða og upplifa óperuflutning á 101. ára afmæli hátíðarinnar.

unnamed (2).jpg
3. júlí – miðvikdagur – Dagur 6 – Frjáls dagur

Fararstjóri aðstoðar þá sem vilja við skipuleggja daginn en svo er auðvitað hægt að taka því rólega, sóla sig við sundlaugarbakkann og kósa sig. Einnig hægt að rölta um nágrennið, leigja hjól eða finna dægradvöl við hæfi.

Kvöldverður frjáls.

unnamed (3).jpg
4. júlí – fimmtudagur – Dagur 7 – Ólívudagur og smakkrölt

Við þurfum að leggja smávegis á okkur til að eiga inni fyrir fræðslu um ólívurækt og smökkun á evo ólívuolíu, ostum og kjötmeti. Lagt af stað gangandi frá hótelinu um kl. 09:00 og framundan er um fimm tíma gönguferð í gegnum bæinn, yfir trébrúna og inni í skóglendið meðfram ánni.

Auðveld 12 km ganga sem tekur um 5 tíma. Hækkun 50m. Reiknum með að vera komin aftur á hótelið um kl. 15:00

Kvöldverður frjáls.

unnamed (4).jpg
5. júlí – föstudagur – Dagur 8 – Verona

Lagt af stað um kl. 10:00 til Verona með fararstjóra. Farþegar dvelja á eigin vegum síðustu tvo dagana á Hotel San Pietro sem staðsett er í útjaðri miðborgarinnar í Verona.
Við komu til Verona fer fararstjóri með hópinn stutta kynnisferð um borgina, gefur góð ráð fyrir næstu daga og kveður með virktum.

Um kvöldið er Carmen á sviðinu í Arenunni og vel þess virði að tryggja sér miða og upplifa óperuflutning á 101. ára afmæli hátíðarinnar.

unnamed (5).png
6. júlí – laugardagur – Dagur 9 – Verona

Frjáls dagur. Upplagt að leggja leið sína í EATALY mathöllinna sem er við hliðina á hótelinu. Einnig stutt að fara í ADIGEO mollið ef kaupmátturinn er í lagi.

Óperan Rakarinn í Sevilla á sviðinu í Arenunni um kvöldið.

unnamed (5).png
7. júlí – sunnudagur – Dagur 10 – Heimferðardagur

Brottför eftir morgunverð. Losa þarf hótelherbergin kl. 10:00. Farþegar verða sóttir á hótelið 2 ½ tíma fyrir flugtak

unnamed (5).png
bottom of page