top of page
2025 Gersemar á göngu við Garda

19. - 29. september 2025 | 11 dagar / 10 nætur

Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma inn Gardavatn, stærsta stöðuvatn Ítalíu.

unnamed (7).png

Vatnið teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige og er margrómað fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið en einnig fyrir sögulegar minjar og vínframleiðslu.


Annars er Garda lítill og heillandi bær með rúmlega 4000 íbúa og stendur við fallega, afmarkaða vík eða flóa. Hann er þekktur fyrir fallegan vatnsbakka og hinn sögulega miðbæ. Byggingarnar í bænum bera vott um þróun byggðar á þessum stað og þar er þó nokkra gimsteina að finna. https://www.flandrr.is/post/garda-vid-garda


Dagskrá er útgefin með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Ítarlegri dagskrá með tímasetningum verður gefin út þegar nær dregur.


HÉR: er hægt að taka frá bóka tvíbýli

HÉR: er hægt að taka frá bóka einbýli


Verð fyrir mann í tvíbýli er frá 389.000 kr miðað við 11 daga ferð / 10 nætur.

Gardavatn er staður sem hægt er að koma á aftur og aftur og skoða með nýjum hætti í hvert skipti. 


Markhópurinn fyrir þessa ferð er fólk á besta aldri, sem vill létta hreyfingu og leyfa sér smá í fríinu. Upplagt fyrir þá sem hafa komið áður til Garda en vilja kynna sér efri byggðir og minna heimsótt svæði við vatnið. 


Göngudagarnir eru flestir hálfir dagar og einn lengri göngudagur. Ýmist tökum við strætó til að komast á upphafspunkt fyrir göngu dagsins eða við fáum skutlur til að koma okkur áleiðis.


Gist verður eina nótt á hóteli í Verona eina nótt í upphafi ferðarinnar. Gist verður eina nótt í Verona á Hotel Leopardi í upphafi ferðarinnar.  Við notum tækifærið og skoðum Verona frá ýmsum sjónarhornum. En á öðrum degi ferðarinnar færum við okkur yfir til Garda og göngum síðasta spölinn þangað sem er ógleymanleg upplifun. Farangrinum okkar verður skutlað þangð og við göngum okkur til ánægja og fáum Gardavatnið í fangið.


Það sem eftir er ferðarinnar verður gist á Hotel Bisesti sem er frábærlega staðsett í bænum Garda. Stutt er niður á vatnsbakkann og prýðisgóður staður til að leggja af stað í landkönnun. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða er við hótelið þar sem hægt er að láta líða úr sér eftir göngur dagsins. Á hótelinu við hliðina er boðið upp nudd af ýmsum toga og snyrtimeðferðir.


Veitingastaður er á hótelinu, þar sem hægt er að snæða kvöldverð, nú eða prófa einhvern af fjölmörgum veitingastöðum í bænum. Herbergin eru öll með loftkælingu. Hótelið býður upp á léttan hádegisverð alla daga og veitingastaður er á hótelinu.


Hótelið hefur nokkrum hjólum á að skipa sem hægt er að fá lánuð og hjólaleiga er við hliðina á hótelinu. Allt er í seilingarfjarlægð.

Heimsferðir er með ferðina í sölu og  sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.


Dagskrá er útgefin með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Ítarlegri dagskrá með tímasetningum verður gefin út þegar nær dregur. 


Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en ræturnar hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. 


Ágústa Sigrún er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár og hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamenn.


Hún talar ítölsku og heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt ferðalögum: www.flandrr.is

1. dagur – FÖS 19. sepetember - Komudagur

Morgunflug til Verona með Neos air þar sem við lendum um kl. 14:20 að staðartíma. Þaðan er stuttur akstur á hótelið okkar fyrstu nóttina. Við fögnum komunni til Ítalíu, höfum smá kynningarfund og förum yfir dagskrána framundan. Förum svo í stutta göngu um borgina og helstu kennileiti.

2. dagur – LAU 20. septemer – Gardavatn tekur á móti okkur.

Við tékkum út af hótelinu og byrjum á því að koma okkur nær Gardavatni. Hugmyndin er að ganga síðasta spölinn.

Hálfsdagsferð. Við leggjum af stað eftir hádegið og göngum fallega leið síðasta spölinn að bænum Garda við Garda, þar sem við gistum það sem eftir er. Farangrinum okkar verður ekið á Hotel Bisesti þar sem við komum síðdegis í eigin persónu. Létt ganga og við njótum útsýnisins á leiðinni. Gardavatnið opnar svo faðminn þegar við göngum niður í bæinn okkar. Um kvöldið borðum við saman kvöldverð á hótelinu. Þriggja rétta máltíð. Vín og vatn ekki innifalið.

unnamed.jpg
3. dagur - SUN 21. september – Rocca höfðinn og San Giorgio klaustrið

5 km – 2 klst – 223m hækkun – létt ganga

Við göngum af stað frá hótelinu sem leið liggur upp á höfðann fyrir ofan hótelið okkar, La Rocca, sem býður upp á eitt besta útsýni yfir suðurhluta vatnsins. Við þræðum okkur upp á höfðann eftir einum af fjölmörgum stígum sem liggja fallegum Maríu-styttum og útskotum með fallegu ústýni. Þetta svæði var líka í byggð á forsögulegum tíma og hér er að finna miðaldaborgarmúra ásamt skotgröfum tveggja heimsstyrjalda. Einnig verður komið við í klaustri sem verður á vegi okkar.

unnamed (1).jpg
4. dagur – MÁN 22. september – Prada og skíðalyfta upp á Monte Baldo. Útsýnisganga og hádegisverður

8 km – 4 klst. – 500 eða 1000m hækkun – meðalerfið ganga

Heilsdagsferð. Gott að taka með nesti og nóg af vökva. Við förum í strætó í bítið kl. 08:08 upp til Prada þaðan sem við förum með stólalyftu upp á fjallshrygginn fyrir ofan bæinn okkar upp í 1850 m hæð. Þaðan göngum við merkta stíga frá einu sæluhúsi að öðru og svo snæðum við hádegisverð í fjallaskála áður en haldið er til baka. Göngum upp á fjallshryggnum upp í 2.150m hæð og tökum okkur stöðu hér og hvar til að njóta útsýnisins. Stígarnir eru gamlir stígar frá stríðstímum og merktir göngustígar. Stórkostlegt útsýni yfir Gardavatnið öðru megin, Adige dalinn hinum megin og nærliggjandi fjallatoppa.

Göngutími dagsins er u.þ.b. 4 klst. en svo tökum við okkur aukalega um 2ja tíma matarhlé á stórkostlegum stað í um 2.000 m hæð. Mismunandi gönguleiðir og erfiðleikastig eru í boði. Leiðin sem við göngum verður ákveðin og metið miðað við getu hópsins þegar komið er á staðinn.
Við tökum strætó aftur til baka kl. 16:17.

unnamed (4).png
5. dagur – ÞRI 23. September - Bardolino og Sirmione

Töluvert labb og góð hreyfing en allt á flatlendi og góðum göngustígum.

Heilsdagsferð. Við leggjum af stað gangandi frá hótelinu kl. 09:00 um morguninn í röska göngu meðfram vatninu til Bardolino sem er nágrannabær Garda. Við skoðum bæinn út frá ýmsum sjónarhornum. Skemmtilegar verslanir eru í bænum og einnig skoðum við merkar kirkjur og kennileiti í bænum.
Eftir frjálsan tíma fyrir hádegisverð siglum við til Sirmione með áætlunarbát sem fer kl. 13:40 frá Bardolino. Við skoðum okkur um í Sirmione og göngum yst á tanganum þar sem er stendur Villa Catullo, sem er líklega ein stærsta villa sem fundist hefur frá rómverskum tíma. Svo er hægt að njóta stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju götuhorni. Við siglum heim til Garda kl. 17:05.

unnamed (2).jpg
6. dagur – MIÐ 24. september – Isola del Garda

Við siglum frá bænum okkar Garda út í hina ævintýralegu eyju á Gardavatni, Isola del Garda. Þar fáum við leiðsögn, göngum um og fræðast um sögu þessarar einstöku eyjar og fjölskyldunnar sem þar býr. Skemmtileg tenging við Ísland mun koma í ljós.

Við dveljum þar part úr degi og fáum okkur svo fordrykk áður en haldið er aftur siglandi heim til Garda. Rólegur dagur í fallegu umhverfi.

unnamed (3).jpg
7. dagur – FIM 25. september – Malcesine og Monte Baldo

8 km – 4 klst. – 350m hækkun – meðalerfið ganga

Heilsdagsferð. Við tökum strætó til bæjarins Malcesine sem stendur norðarlega við vatnið. Þaðan liggur magnaður kláfur upp á fjallshrygginn Monte Baldo. Þaðan veljum við skemmtilega gönguleið við hæfi til að njóta þess helsta sem veran í 1800 m hæð býður upp á.

unnamed (4).jpg
8. dagur – FÖS 26. september – Markaðsdagur

Hægt að gera góð kaup á vikulegum markaði í bænum. Um að gera að slaka á og sinna hugðarefnum Einnig möguleiki á að fara á klassíska söngtónleika í Bardolino.

unnamed (5).png
9. dagur – LAU 27. september – Trincee di Spiazzi og Madonna della Corona

5 km - 3 klst – 250 m hækkun - létt ganga

Heilsdagsferð. Við tökum strætó kl. 08:31 þangað sem ganga dagsins hefst. Við splæsum saman tveimur göngum sem eru um 1,5 tími hvor. Við göngum meðfram gömlum skotgröfum frá fyrra stríði og vopnabúrum sem eru grafin inn í fjallshlíðina. Við endum svo göngu dagsins á öðrum stað sem einnig hefur verið högginn inn í bergið og var lengi vel viðkomustaður pílagríma og er í rauninni enn. Þetta er kirkjan Madonna della Corona sem við skoðum í lok ferðarinnar.

Eftir heimsókn á þennan magíska stað göngum við sem leið liggur á veitingastað þar sem við fáum hádegisverð og vínsmökkun. Tökum svo strætó aftur heim á hótel.

unnamed (5).png
10. dagur – SUN 28. september – Frjáls dagur

Hvíldardagur. Fararstjóri ráðleggur varðandi dægradvöl eða annað sem væri hægt að gera. Svo væri upplagt að bregða sér út að borða saman síðasta kvöldið.

11. dagur - MÁN 29. september - Frjáls
Við nýtum morguninn til að drekka í okkur fegurðina við Gardavatn og pakka fyrir heimferðin. Lagt af stað frá hótelinu út á flugvöll um kl. 15:00. Flugtak frá Verona með Neos air kl. 18:00 og lent í Keflavík kl. 22:20.

unnamed (5).png
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page