top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Viltu búa í Feneyjum?

Updated: Nov 4, 2023

VENYWHERE er hugarsmíð Massimo og Söru sem spratt upp úr Covid.


Íbúum Feneyja hefur fækkað hratt og örugglega. Um 1950 voru íbúarnir 150.000 en íbúafjöldinn í dag er kominn rétt undir 50.000.

Markmið okkar er að verða límið milli starfsmanna í fjarvinnu og Feneyjaborgar, bjóða upp á bestu mögulegu upplifunina á algerlega sjálfbæran hátt og í takti við feneyska vistkerfið.

Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fleira fólk velkomið og sporna þannig gegn meiri fólksfækkun, snúa þróuninni við. Þetta eru kaup kaups og win win. Innstreymi af fagfólki sem kemur til að vera í lengri tíma en læðist ekki út í dagslok eins og flestir ferðamenn sem koma til Feneyja. Vonin er auðvitað sú að þessir "tímabundnu borgarar" muni taka ákvörðun um að flytja til Feneyja, varanlega. Það er margt verra en það skal ég segja ykkur.Starfsmenn Venywhere skoða og meta íbúðir og gistimöguleika og ráðleggja hvernig hagstæðast er að verða hluti af samfélaginu, allt frá símaþjónustu upp í heilbrigðisþjónustu. "Innflytjendur" fá jafnvel aðstoð við að finna hagstæðustu verslanirnar til að kaupa inn og kynnast staðbundum lifnaðarháttum og öllum sérviskum Feneyinga til að blandast samfélaginu sem fyrst. Auk þess fá þeir sem ætla að taka stökkið aðstoð við að finna vinnurými fyrir fjarvinnu, tungumálakennslu og vitneskju um allskonar afþreyingarmöguleika sem ekki er að finna í venjulegum ferðahandbókum.


Ólíkt mörgum öðrum lausnum um fjarvinnu sem finna má á netinu, þá býður Venywhere ekki greiðslu til þeirra sem vilja flytja til Feneyja til lengri tíma. Þess í stað greiðir viðskiptavinurinn, ég og þú, eitt gjald fyrir alla aðstoð við að flytja til Feneyja. Venywhere er einskonar móttökuþjónusta sem auðveldar fólki að láta drauminn um að búa í Feneyjum verða að veruleika.


Ég er búin að ská mig hjá Venywhere og er að bíða eftir rétta mómentinu. Hér er bæklingur sem þú getur hlaðið niður og kynnt þér málið frekar.


venywhere-roadmap-agusta-sigrun-agustsdottir
.pdf
Download PDF • 725KB

CARNIVALE - kjötkveðjuhátíðin 4. - 21 . febrúar 2023

Annars er kjötkveðjuhátíðin í fullum gangi þessa dagana. Það hefur verið draumur lengi að komast á hana. Kannski þetta tvennt fari bara ljómandi vel saman.

91 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page