top of page
2026 Gersemar á göngu við Garda fyrir 60+

28.8. - 6.9 2026 | 10 dagar / 9 nætur

Markhópur þessarar ferðar eru heldri borgara sem vilja einhverja hreyfingu í fríinu en á rólegu nótunum. Göngurnar eru á bilinu 5 - 8 km á dag, með lítilli hækkun og ættu að vera á allra færi. Góð hvíld inni á milli. Í bland við þetta er lögð áhersla á að kynnast landi og þjóð, sérkennum svæðisins og búa til minningar sem ylja.


Gist verður eina nótt í Verona á Hotel Leonardo sem er 3ja stjörnu hótle í útjaðri Vreona.  Við notum tækifærið og skoðum Verona frá ýmsum sjónarhornum og virðum fyrir okkur borg ástarinnar og kynnumst sögu hennar.

Daginn eftir færum við okkur yfir til Gardavatns og göngum síðasta spölinn þangað sem er ógleymanleg upplifun. 


Farangurinn verður keyrður á hótelið sem við dveljum á í Garda.  Hotel Bisesti heitir hótelið https://www.hotelbisesti.com/en/ og er frábærlega staðsett og stutt er niður á vatnsbakkann. Allt er í seilingarfjarlægð. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða er við hótelið þar sem hægt er að láta líða úr sér eftir göngur dagsins. Á hótelinu við hliðina er boðið upp nudd af ýmsum toga og snyrtimeðferðir.


Veitingastaður er á hótelinu, þar sem hægt er að snæða kvöldverð, nú eða prófa einhvern af fjölmörgum veitingastöðum í bænum. Hótelið býður upp á léttan hádegisverð alla daga og veitingastaður er á hótelinu.

Herbergin eru öll með loftkælingu og sum þeirra eru með svölum.


Bærinn Garda við Gardavatn er heillandi bær með rúmlega 4000 íbúa og stendur við fallega, afmarkaða vík eða flóa. Hann er þekktur fyrir fallegan vatnsbakka og hinn sögulega miðbæ. Byggingarnar í bænum bera vott um þróun byggðar á þessum stað og þar er þó nokkra gimsteina að finna.


Síðustu nóttina gistum við uppi í fjöllunum á hótelinu Hotel Parc Hotel San Pietro þar sem við förum í dásamlega göngu í Madonna della Corona kirkjuna sem stendur á ótrúlegum stað, hoggin inn í klettinn. Við höldum svo upp á góða daga við Garda með því að borða saman síðasta kvöldið.

unnamed (7).png

Fararstjóri verður Ágústa Sigrún sem kemur reglulega til Garda og Ítalíu með hópa. Hún heldur úti ferðabloggi á heimasíðnnu ww.flandrr.is 


HÉR: er hægt að taka frá bóka tvíbýli

HÉR: er hægt að taka frá bóka einbýli


Verð fyrir mann í tvíbýli er frá 389.000 kr miðað við 10 daga ferð / 9 nætur.


Innifalið í ferðinni: Beint flug með Neos air til Verona. Innirituð taska.. Hótel í  níu nætur með morgunverði. Þrjú mismunandi 3ja stjörnu hótel. Þrír málsverðir. Ferð í kláf. Almenningssamgöngur á ferðadögum. Allur akstur og siglingar skv. leiðarlýsingu. Aðgangur að Isola del Garda eyjunni ásamt fordrykk. Gönguleiðsögn, nokkra daga. Íslensk fararstjórn allan tímann.


Ekki innifalið: Ferðir á frjálsum dögum. Þjórfé. Gistináttaskattur sem greiddur er á hótelinu.

Gardavatn er staður sem hægt er að koma á aftur og aftur og skoða með nýjum hætti í hvert skipti. 


Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma inn Gardavatn, stærsta stöðuvatn Ítalíu.


Gardavatnið teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige og er margrómað fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið en einnig fyrir sögulegar minjar og vínframleiðslu. Gönguferðir og einstök upplifun.


Heimsferðir er með ferðina í sölu og  sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.


Dagskrá er útgefin með fyrirvara um smávægilegar breytingar. Ítarlegri dagskrá með tímasetningum verður gefin út þegar nær dregur. 


Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en ræturnar hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum. 


Ágústa Sigrún er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár og hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamenn.


Hún talar ítölsku og heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt ferðalögum: www.flandrr.is

1. dagur – FÖS 28. ágúst - Komudagur

Morgunflug til Verona með Neos air þar sem við lendum um kl. 14:20 að staðartíma. Þaðan er stuttur akstur á hótelið okkar fyrstu nóttina. Eftir innritun á hótel förum við og skoðum hinn sögulega miðbæ Verona sem er á UNESCO heimsminjaskrá.  


Um kvöldið er óperan Nabucco eftir Verdi á fjölunum í Arenunni kl. 21:00 og óhætt að mæla með að fara að sjá sýningu í þessu stórkostlega 2000 ára gamla mannvirki.

2. dagur – LAU 29. ágúst – Gardavatn tekur á móti okkur

Við tékkum út af hótelinu og byrjum á því að koma okkur nær Gardavatni. Hugmyndin er að ganga síðasta spölinn.


Hálfsdagsferð. Við leggjum af stað eftir hádegið og göngum fallega leið síðasta spölinn að bænum Garda við Garda, þar sem við gistum það sem eftir er. Farangrinum okkar verður ekið á Hotel Bisesti þar sem við komum síðdegis í eigin persónu. Létt ganga og við njótum útsýnisins á leiðinni. Gardavatnið opnar svo faðminn þegar við göngum inn í bæinn okkar. Um kvöldið borðum við saman kvöldverð á hótelinu. 


Þriggja rétta máltíð. Vín og vatn ekki innifalið.

unnamed.jpg
3. dagur - SUN 30. ágúst – Bærinn Garda

Við skoðum bæinn okkar hátt og lágt í dag á göngu og kynnumst sögu staðarins og áttum okkur á staðháttum.

unnamed (1).jpg
4. dagur – MÁN 31.ágúst - Bardolino

Um klukkustundar labb og góð hreyfing en allt á flatlendi og góðum göngustígum.
Við leggjum af stað gangandi frá hótelinu kl. 09:00 um morguninn í röska göngu meðfram vatninu til Bardolino sem er nágrannabær Garda. Við skoðum bæinn út frá ýmsum sjónarhornum. Skemmtilegar verslanir eru í bænum og einnig skoðum við merkar kirkjur og kennileiti í bænum.

unnamed (4).png
5. dagur – ÞRI 1. september – Sirmione

Við siglum við til Sirmione í dag, skoðum okkur um og göngum yst á tanganum þar sem er stendur Villa Catullo, sem er líklega ein stærsta villa sem fundist hefur frá rómverskum tíma. Svo er hægt að njóta stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju götuhorni.

unnamed (2).jpg
6. dagur – MIÐ 2. september – Isola del Garda

Við siglum frá bænum um morguninn út í hina ævintýralegu eyju á Gardavatni, Isola del Garda. Þar fáum við leiðsögn, göngum um og fræðast um sögu þessarar einstöku eyjar og fjölskyldunnar sem þar býr. Skemmtileg tenging við Ísland mun koma í ljós.
Við dveljum þar part úr degi og fáum okkur svo fordrykk áður en haldið er aftur siglandi heim til Garda. Rólegur dagur í fallegu umhverfi.

unnamed (3).jpg
7. dagur – FIM 3. september – Malcesine og Limone

Heilsdagsferð. Við tökum strætó til bæjarins Malcesine sem stendur norðarlega við vatnið. Þaðan liggur magnaður kláfur upp á fjallshrygginn Monte Baldo. Við förum upp með kláfnum og virðum fyrir okkur útsýnið, m.a. yfir vatnið í áttina að Limone sem verður seinni heimsókn dagsins. Við skoðum okkur svo um í bænum Malcesine þegar við komum niður en siglum svo yfir til Limone í eftirmiðdaginn. Við siglum aftur til baka seinni partinn og töku strætó heim til Garda.

unnamed (4).jpg
8. dagur – FÖS 4. september – Markaðasdagur

Hægt að gera góð kaup á vikulegum markaði í bænum. Um að gera að slaka á og sinna hugðarefnum.

unnamed (5).png
9. dagur – LAU 5. september – Spiazzi og Madonna della Corona

Við skiptum um hótel í dag og verjum síðasta deginum uppi í fjöllunum fyrir ofan Garda. .Við innritum okkur á Hotel Parc Hotel San Pietro https://parchotelsanpietro.it/en/ sem er 3ja stjörnu hótel á fallegum stað. Ganga dagsins er á ótrúlegan stað þar sem kirkja er hoggin inn í bergið og var lengi vel viðkomustaður pílagríma og er í rauninni enn.

Um kvöldið borðum við saman síðustu kvöldmáltíðina á fallegum stað á svæðinu og förum yfir ævintýri vikunnar sem á undan er gengin.

unnamed (5).png
10. dagur – SUN 6. september – Heimferðardagur

Við skráum okkur út af hótelinu rétt fyrir hádegið og njótum dagsins fram að brottför um kl. 15:00. Flugtak er kl. 18:00.

unnamed (5).png

Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir og/eða Fiðrildaferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi  gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page