top of page

Takk fyrir mig

Ekki grunaði mig að starf fararstjóra myndi ná svona sterkum tökum á mér. Ég byrjaði á Rimini sumarið 2002 sem fararstjóri fyrir Heimsferðir. Þá var ég búin að vinna við leiðsögn ítalskra ferðamanna á Íslandi og greip fegins hendi tækifærið að prófa að vinna á Ítalíu.  Sumarið eftir kom ég aftur til Rimini en svo fæddist lítill Mikael. Sumarið 2005 var ég aftur kominn í gírinn og við fjölskyldan vörðum sumrinu á Istría-skaganum í Króatíu. Eftir það hef ég reglulega tekið að mér ferðir á Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Það er svo gaman að viðhalda kunnáttunni og bæta við þann fróðleik maður aflar í hvert seinn. Enn skemmtilegra er svo að senda heim ánægða farþega.

Stundum verður til vísustúfur eða fallegt þakkarbréf.

Image by Rich Martello

Fyrir nokkrum árum fór ég í mína fyrstu ferð til Ítalíu. Áfangastaðurinn var bærinn Sorrento og svæðið í kring, Amalfí ströndin, Pompei, Caprí… Það var kalsaveður flesta daga, aldeilis ekki það sem ég og samferðafólk mitt hafði búist við. Nema hvað, við vorum svo heppin að hafa Ágústu Sigrúnu sem fararstjóra. Við hennar glaðværð breyttust regnhlífarnar í sólhlífar meðan hún miðlaði til okkar upplýsingum um sérhvern stað. Ég upplifði margt áhugavert og fallegt. Eftirminnilegast er samt þegar Ágústa Sigrún söng fyrir okkur sálminn Heyr himnasmiður í hringleikahúsi Pompei. Ég bara tárast enn við tilhugsunina. Frábær ferð og hágæða fararstjórn.

Steinunn Helga Lárusdóttir

Nokkrar frá ferlinum

52b955_084a81c0a971444b98f6b3fdbc6f6e4e~mv2.jpg
Ég býð þér að fylgjast með!

Takk fyrir áhugann.

bottom of page