top of page
Takk fyrir mig
Ekki grunaði mig að starf fararstjóra myndi ná svona sterkum tökum á mér. Ég byrjaði á Rimini sumarið 2002 sem fararstjóri fyrir Heimsferðir. Þá var ég búin að vinna við leiðsögn ítalskra ferðamanna á Íslandi og greip fegins hendi tækifærið að prófa að vinna á Ítalíu. Sumarið eftir kom ég aftur til Rimini en svo fæddist lítill Mikael. Sumarið 2005 var ég aftur kominn í gírinn og við fjölskyldan vörðum sumrinu á Istría-skaganum í Króatíu. Eftir það hef ég reglulega tekið að mér ferðir á Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Það er svo gaman að viðhalda kunnáttunni og bæta við sig fróðleik í hverri ferð.
Enn skemmtilegra er svo að senda heim ánægða farþega.
Stundum verður til vísustúfur eða fallegt þakkarbréf.
Nokkrar frá ferlinum
bottom of page