top of page
8282629504_1fc99559bf_b.jpg

Næstu ferðir

Hér eru ferðir sem Ágústa Sigrún verður fararstjóri í.
unnamed.jpg

3. - 18. febrúar 2026

Þetta hlýlega og fjölmenningarlega samfélag, einstakt dýralíf, heimsminjastaðir og ólík vistkerfi eru óviðjafnanleg á heimsvísu. Eitt orð fangar þetta allt: fjölbreytileiki.

unnamed.jpg

13. - 20. júní 2026

Vikuferð. Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk eða hreinræktaðir Maria Callas aðdáendur. Lífshlaup söngkonunnar verður rakið í ferðinni og hennar minnst í öðru hverju orði og við förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu.

unnamed.jpg

26. maí - 7. júní 2026

Einstök 12 daga ferð fyrir fólk sem hefur áhuga á kynnast nýrri menningu og náttúruundrum á framandi slóðum. 

Verð á tvíbýli er 489.000 kr. á manninn og einbýli á 599.000 kr. 

unnamed.jpg

20 - 27. júní 2026

Marche hérað er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu. Þetta rólega og strjálbýla hérað liggur á milli Adríahafsins og öllu þekktari nágranna þess, Toskana og Umbria. Sumir segja að Marche sé eins og Toskana var fyrir 50 árum síðan, hrátt en undurfallegt.

unnamed.jpg

28. ágúst til 6. september 2026

Markhópur þessarar ferðar eru heldri borgara sem vilja einhverja hreyfingu í fríinu en á rólegu nótunum. Göngurnar eru á bilinu 5 - 8 km á dag, með lítilli hækkun og ættu að vera á allra færi. Góð hvíld inni á milli.


52b955_084a81c0a971444b98f6b3fdbc6f6e4e~mv2.jpg
Ég býð þér að fylgjast með!

Takk fyrir áhugann.

Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir og/eða Fiðrildaferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi  gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page