Það er kannski ekki tilviljun að ég tengi mjög sterkt við Verona.
Á 1. öld f. Kr. varð Verona rómversk nýlenda, kölluð Colonia Augusta Verona. Ég legg ekki meira á ykkur.
Það var hann Ágústus nafni minn sem kom því á að flestar borgir í hans valdatíð fengu nafnið hans svona í bland við önnur. Flestar þessara borga héldu svo „hinu" nafninu þegar fram liður aldir, eins og gerðist með Verona.
Ágústus var keisari í Róm þegar Jesús fæddist. Þótt eiginlegt nafn hans væri Oktavíanus, var hann jafnan nefndur Ágústus keisari. Árið 27 f. Kr. var Ágústus sæmdur guðlegum nafnbótum og titlaður Ágústus, fyrsti keisari Rómaveldis. Augustus varð sum sé opinber titll allra Rómarkeisarar eftir það.
Oktavíanus var sá Ágústus keisari sem mætir okkur í jólaguðspjallinu, þar sem segir: „En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara…”
Hvar er Ágústur að finna?
Það voru nokkrar borgir þó sem héldu Ágústu nafninu með einhverjum hætti. Hér eru nokkur dæmi:
Nú auðvitað Augusta Verona.
Bær með nafnið Aosta í Aosta dalnum er í raun Augusta og hét á tímum Rómverja Augusta Preatoria.
Borgin Augsburg dregur nafn sitt af Augusta og hét áður Augusta Vindelicorum.
Trier hét líka Augusta Treverorum í um 500 ár og var ein af höfuðborgum Rómarveldis þegar það var fjórskipt.
Í Bandaríkjunum eru 6 bæir og 11 borgir sem heita Augusta, ólíklegt að það tengist Ágústusi þó.
Augusta er líka í Ástralíu þar sem Blackwood áin rennur út í Flinders flóann og næsti bæri við bæinn Cape Leeuwin sem er suðvestasti punktur heimsálfunnar.
Bærinn Augusta á Sikiley er reyndar seinni tíma nafngift, eða frá 1232. Friðrik II keisari gaf bænum nafnið Augusta Veneranda.
Einna merkilegast finnst mér að London hét líka Ágústa. Kannski tilviljun að við förum til London í stað Ágústu?
Alltént, líður mér alltaf vel bæði í Verona og London.
Algengt eiginnafn eða hvað?
Af öllum löndum heims er nafnið Augusta algengast í Nígeríu, þar á eftir kemur Angóla og í þriðja sæti er Brasilía. Ísland er í 113.sæti.
コメント