top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Hvítt, rautt og bleikt

Updated: Mar 21, 2022

Í vínsmökkun eru það alltaf þessar spurningar sem enginn þorir en alla langar til að spyrja, ekki satt?


Hér er ein slík.

Er rauðvín alltaf úr dökkum vínberjum og hvítvín úr ljósum?

Svarið er já og nei.


Vín getur aðeins orðið rautt ef vínber með dökku hýði eru notuð í safann sem gerja á. Því þykkara sem hýðið er og þeim mun lengur sem safinn er í snertingu við það, þess dýpri verðu rauði liturinn á afurðinni. Nýkreystur safi úr rauðum vínberjum er enn ljósleitur en ef hýðið er ekki fjarlægt fljótlega, litast safinn.


Holdið á nánast öllum vínberjum er grágrænt að lit. Það er því vandasamara verk að búa til hvítvín úr dökkum þrúgum. Þá þarf að fjarlægja hýðið með mikilli varkárni. Stundum er slíkt vín kallað Nero Bianco (it.) eða Blanc de Noir (fr.) sem myndi þýðast Hvítt úr dökku á íslensku.


Það er einna helst erfitt að skilgreina hvað rósavín er því það eru margar aðferðir við að búa til fallega bleik vín. Bleiki liturinn fæst jú með því að setja dökkt vínberjahýði í safann aðeins í nokkra klukkutíma. En stundum er rósavín búið til úr blöndu af ljósum og dökkum berjum og jafnvel blöndu af tilbúnu hvítvíni og rauðvíni.


Þekktasta ítalskt bleika vínið er líklega Bardolino Chiaretto sem er framleitt úr dökkum þrúgum en með aðferðum hvítvínsframleiðslu. Uppistaðan í því er Corvina þrúgan, í raun sama samsetning á þrúgum og er í Valpolicella vínum og hinum frægu Amarone vínum. Þau frönsku, Provence rosé eiga sér líka langa hefð, í raun 2.600 ára gamla sögu allt frá því að Grikkir plöntuðu vínvið og hófu ræktun í Provence héraði í Frakklandi.


Framleiðsla bleikra vína hefur aukist mikið síðan 1990 og er ekki lengur tískusveifla.


Liturinn á rósavíni getur líka verið mjög mismunandi og sum rósavín eru í raun frekar appelsínugul en bleik. Það gæti verið skemmtilegur ísbrjótur í næstu vínsmökkun að ræða litbrigði vínanna sem um ræðir til viðbótar við bragðið.


Alla salute!


Skrifað fyrir Colletto Vínklúbbinn

Áður birt á Facebook síðu klúbbsins 25.4.2021Recent Posts

See All

Kommentare

Mit 0 von 5 Sternen bewertet.
Noch keine Ratings

Rating hinzufügen
bottom of page