top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Óperusöngur á lista UNESCO

Updated: Dec 11, 2023

Þá er ítalskur óperusöngur kominn á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf (UN cultural heritage list). Þetta gerðist á fundi nefndarinnar í Botswana þann 6. desember sl.

Napóletönsk pizzugerð komst á listann árið 2017 og á síðasta ári komst franskt baguette brauð á listann.


Á hverju ári hittist UNESCO nefndin til að bæta við listann og að þessu sinni voru 56 nýjar listanir, auk ítalsks óperusöngs voru t.d. rickshaw skreytingar í Dhaka og hefðbundinn palestínskum dans bætt á listann. Skráningum yfir óáþreifanlegan menningararf hefur nú fjölgað í 694 þætti í 140 löndum en listanum var komið á laggirnar árið 2003. Hér er upptalningin í heild sinni.



Skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkynsins er hliðstæð við hina þekktari Heimsminjaskrá UNESCO. Önnur skráin heldur utan um heimsminjastaði en hin um lifandi hefðir og menningarerfðir. Með skráningunni staðfestir alþjóðasamfélagið að viðkomandi menningararf beri að varðveita fyrir ókomnar kynslóðir.


Í starfsemi UNESCO hefur aukin þekking á ólíkum siðum og venjum fólks verið talin til þess fallin að auka gagnkvæma virðingu fyrir ólíkri menningu fólks. Samningur UNESCO frá árinu 2003 um varðveislu menningarerfða öðlaðist gildi á Íslandi árið 2006. Sundlaugamenning, laufabrauð og Súðbyrðingur eru okkar fulltrúar á þessum lista. HÉR er málþing á vegum Þjóðminjasafn Íslands stóð fyrir.




HÉR er rökstuðningurinn á bak við þessa ákvörðun. Í myndbandinu hér að neðan fagna Ítalir þessum merka áfanga en það hefur verið unnið að því í 10 ár að koma ítölskum óperusöng á listann.




HÉR er meira um staði á Ítalíu sem eru á heimsminjaskrá og Búbblandi Prosecco hlíðarnar eru á þessum merka lista líka.


Heimildir víðsvegar af veraldarvefnum og...


Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page