top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Annað vers - ferðaleiftur frá Suður-Afríku

Updated: Feb 20

Næstu dagar voru áhugaverðir og við ferðastöllurnar #totagusta héldum áfram að upplifa spennandi daga. Ef þú misstir af fyrsta versi ferðalagsins, þá er það HÉR að finna.


04.01.2024

Þegar fjórði janúar rann upp, var stefnan tekin inn til landsins. Spennandi dagar framundan þar sem fyrirhugað var að dvelja í fjalllendi sem heitir Drakensberg. Þar var ætlunin að dvelja í þrjá daga og nýta einn daginn til að keyra upp til Lesotho, sem er annað land, innan landamæra Suður-Afríku, einskonar San Marino eða Monaco, án auðsins.


Ferðalagið þangað gekk vel en við urðum flljótt meðvitaðar um hversu langar vegalengdirnar eru. Það er ekkert verið að skreppa neitt. Við urðum líka áþreifanlga varar við skömmtun á rafmagni. Þegar kaffiþörfin var orðin veruleg, stoppuðum við á fallegu vegakaffi, en þar var ekki hægt að afgreiða kaffi því það var skömmtun í gangi. Við héldum því áfram og stoppuðum á mjög krúttlegum veitingastað/kaffihúsi sem heitir Picklepot Café og er rekið af virtum kokki sem gafst upp á harkinu í stórborginni og opnaði þennan stað með fjölskyldu sinni. Staðnum er lýst sem vel földum demanti í Suður-Drakenberg og við getum svo sannarlega tekið undir það. Mjög heimilislegt, fullt af hundum, handverki, og vörum beint frá býli. Það var líka rafmagnsskömmtun í gangi hjá þeim, en þau höfðu dísel-vél sem keyrði eldhúsið og kaffivélina. Það vandaðist málið þegar þurfti að fara á klósettið, en hér var greinilega séð fyrir öllu og við fengum ljósastangir í hendurnar til að hitta ofan í klósettið.


Hér er nokkrar svipmyndir frá ökuferðinni. Og jú, auðvitað urðum við vitni að smá skógareldi.



Áfram héldum við og næsti áfangastaður var Superspar í bænum Underberg til að fylla á matarbirgðirnar. Underberg er smábær meðfram þjóðveginum sem varð til árið 1917 þegar lestarlínan var lögð frá Pietermaritzburg. Ekki er lengur mikið að sjá af lestarteinum eða slíkum samgöngum á þessu svæði.


Svo komum við á áfangastað í Pear tree Cottage á svæði sem kallast Bushmansnek skammt frá Sani fjallaskarðinu sem liggur upp til Lesotho. Þetta var einfaldlega gamli bærinn á Elton mjólkurbúinu, en John var hvergi sjáanlegur. Þess í stað hugsaði um okkur yndislegur maður, Wisdom að nafni og flyttu hingað frá Malawi í leit að betra lífi. Húsið skartaði frjálslegum gólffleti, en það fór vel um okkur þarna í þrjár nætur, með arinn og netsamband í lágmarki. Fengum okkur göngu þar sem heimilishundarnir fylgdu okkur við hvert fótmál og ég náði mynd af krúttlegum snák sem hafði hringað sig í G-lykil áður en hann dó. Útsýnið frá húsinu okkar var stórkostlegt og tilhökkun að fara að skoða fjöllin í allt í kring.



Varð því miður veik og missti af 5. janúar. Það er allvega ekkert að frétta frá þeim degi nema rúmlega og tíðar klósett-ferðir. Engar myndir teknar. Ferðafélagarnir voru við góða heilsu og nutu dagsins, skilst mér.


06.01.2024

Þá var runninn upp Lesotho dagurinn, þar sem við keyrðum upp Sani Pass fjallaskarðið inn til annars lands. Vegabréfin með í för og mikil spenna.

Suður Drakensberg og Sani pass upp til Lesotho
Suður Drakensberg og Sani pass upp til Lesotho

Sani skarðið liggur upp í gegnum klettabelti Drakensberg og nær yfir hluta af Maloti-Drakensberg þjóðgarðinum sem er á heimsminjaskrá. Leiðin liggur uppeftir úr 1.544 m hæð og hækkunin er 1.332 m þar til 2.876 m hæð er náð. Þröngar sikk-sakk beygjurnar gera skarðið að einu stórkostlegasta fjallaskarði í Suður-Afríku!


Við vorum Í bíl með og í boði þeirra Kevin og Morag á 4x4 Toyota Landcruiser. Það hafði rignt töluvert dagana á undan og vegurinn var með versta móti, sögðu leiðsögumenn og ökumenn sem við hittum þegar við biðum eftir vegabréfsáritun.


Skarðið tengir KwaZulu Natal hérðaðið við Lesotho og var upphaflega einungis fært múlösnum. Áríð 1948 var fyrst farið á hertrukki upp skarðið með góðum hjálpartækjum, mannafla og múlösnum.


Árið 1955 byrjuðu David Alexander og félagar að leggja veg fyrir Land Rovera sína, svo þeir gætu búið til verslunarleið milli Himeville í KwaZulu-Natal og Mokhotlong í Lesotho. Þessi vinna tók nokkur ár og David lagði mikla vinnu á sig við að láta þetta verða að veruleika. Saga hans er mjög áhugaverð, en hann slasaðist illa í fyrri heimsstyrjöldinni á Ítalíu og gekk ekki heill til skógar eftir það. Alveg efni í annan pistil. Eins og sést á þessari mynd þá var verkefnið ærið. Vegurinn á myndinni til vinstri var ALLS ekki svona góður þegar við áttum leið um, mjög grýttur, rof og skriður hér og þar.



Útsýnið, þegar upp er komið er ólýsanlegt og þar er svalt, jafnvel á sumrin, og veturnir eru frostkaldir. Landið liggur jú að mestu upp á þessari hásléttu. Hér er nokkrar svipmyndir frá ferðinni upp. Tóta er með puttann á skarðinu og þessi vinalega fyrirsæta á steininum heitir Rock Hyrax, oftast kallaður Dassie þar í landi. Veit ekki nafnið á íslensku, en gæti verið klettakanína eða klettarotta. Þið hjálpið mér með það.



Lesotho / Lesóto - Basutoland

Lesótó er það sem kallað er hólmlenda, þ.e. landamæri þess eru umlukin öðru landi að öllu leyti. Lesótó er þannig eins og eyja innan sjálfstæða ríkisins Suður-Afríku og þá er sagt að Lesótó sé þar að auki innlenda Suður-Afríku. Engu að síður er Lesótó að fullu sjálfstætt en þessi einkennilega landfræðilega staða þess hefur að sjálfsögðu áhrif á og takmarkar að vissu leyti sjálfstæði landsins þar sem það hefur ekki aðganga að sjó nema fara í gegnum Suður-Afríku og lofthelgi þess verður ekki yfirgefin án þess að fara í lofthelgi Suður-Afríku.


Lesótó varð til sem pólitísk eining árið 1822 undir stjórn Moshweshewe konungs og hét þá Basutoland. Þetta var á miklum ólgutímum á svæðinu þar sem ýmsir afrískir ættbálkar, afkomendur evrópskra landnema og svo herir nýlendurþjóða Evrópu börðust hatrammlega um yfirráð yfir landi á svæðinu. Það einkenndi nær næstu 200 ár þar til árið 2002 að lokst tókst að halda friðsamar kosningar sem höfðu ekki í för með sér uppþot eða ofbeldi. HÉR er saga landsins rakin og er hún oft á tíðum reifarakennd. Tilviljanir og tímasetningar í valdatöflum Suður-Afríku hafa hafa leitt til þess að landið er enn sjálfstætt, en fátæktin er mjög mikil mikil.


Við borðuðum auðvitað á hæsta bar í Afríku í 2.867 m hæð. Þar er einnig gistiheimili sem kallast Sani Mountain Lodge eða Sani Mountain Escape


Nokkrar myndir frá Lesótó


Við tókum strax eftir fólki sem stóð í hnapp þar sem hægt var að fá rafmagn til að hlaða símana sína. Sum húsin voru með sólarrafhlöðum og þar voru öll fjöltengi full af hleðslusnúrum fyrir síma og tölvur. Við stoppuðum á litlu handverkshúsi og keyptum það sem hugurinn girntist, óhætt að segja að það hafi ekki kostað mikið. Kopareyrnalokkar, minjagripir, móhair teppi, ullarsjöl o.fl. Við renndum svo upp að nokkrum húsum þar sem ferðamenn voru velkomnir til að fræðast um húsin og fólkið sem þar bjó. Fengum að smakka dæmigert brauð sem þau baka og bjórglundur, sem úff, hentaði ekki veikburða maga. Fyrir öll viðvik og samskipti við heimavenn var reiknað með að láta eitthvað af hendi rakna, sem var sjálfgefið. Suður-Afríska gjaldmiðillin rand var vel tekið en gjaldmiðillinn í Lesótó heitir reyndar maluti.


Hér var viðburðaríkur dagur að renna sitt skeið, maður þarf jú að fara aftur niður fyrir klukkan 16:00 á daginn þegar landamærin loka, ef maður ætlar ekki að gista. Niðurleiðin gekk vel, við buðum konu sem þoldi ekki við sem hnakkadjásn á mótorhjóli mannsins síns. Þau höfðu ekki gert ráð fyrir að vegurinn væri svona slæmur. Allir komust klakklaust niður. Þetta var nauðsynleg lífreynsla sem hægt er að mæla með.


Um kvöldið tókum við því rólega heima í Perutrés-kofanum okkar en daginn eftir var planið að keyra aftur heim til Durban.


07.01.2024

Ferðin heim gekk vel og ekkert sérlega mikið af frétta frá þeim degi. Við stoppuðum reyndar í Underberg á heimleiðinni á dásamlegu bistro/ kaffihúsi sem hefur valið besta kaffið in the Berg (eins og lókallinn kallar Drakensberg), þrjú ár í röð! Þá höfum við bæði tengst sítrónutré og perutré nánum böndum í þessari ferð.





Annars er alltaf gott að koma "heim".


Meira síðar...


Heimildir víðsvegar af internetinu m.a. hér

Recent Posts

See All

1 Comment

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Guest
Feb 19
Rated 5 out of 5 stars.

👍🏻

Like
bottom of page