top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Árhringir Verona

Updated: Nov 14

Það er virkilega gaman að reyna að púsla saman hvernig borgin hefur vaxið og þanist út með tilheyrandi vaxtaverkjum. Borgarmúrarnir hafa víkkað eins og árhringir í tré og þeir eru víða enn sjáanlegir í landslaginu frá ýmsum tímum sögunnar.


Fyrst voru það hinir 2000 ára gömlu rómversku borgarmúrar og borgarhliðin frá sama tíma og Arenan reis og rómverska leikhúsið í útjaðri Augusta Verona þess tíma. Arenan og rómverska leikhúsið gegna mikilvægu hlutverki fyrir borgina í dag og tvö af fjórum borghliðum eru vel sýnileg enn í dag, Porta Borsari og Porta Leone.




Eftir að Rómarveldi féll, tók við gotneskur tími þegar konungur Austur-Gota, Theódórikur mikli (454-526) komst til valda. Valdatími Theodóriks stóð í tæp þrjátíu ár frá 489 sem er óvenju langur tími miðað við allt. Á þessum þrjátíu árum gerði Theódórikur góða hluti fyrir Verona og hún endurheimti nokkuð af fornri prýði sinni. Hann styrkti varnarmúrana frá tímum Rómverja og byggði sér heimili sem fannst nýlega við fornleifauppgröft árið 2022.




Hér fyrir ofan má sjá borgarmúr frá tíma Theódóriks sem hann lét byggja ofan á rómversku múrana og er núna útveggur á íbúðahúsi í miðborg Verona.


Síðan tekur við róstursöm tíð....

Ýmsir herskáar þjóðflokkar skiptust á að hafa yfirráð eftir það, m.a. Langbarðar, og frá 774 var Karlamagnús aðalkarlinn og fjöldinn allur af höfðingum tók völdin í mislangan tíma. Lítið að frétta af borgarmúrum frá þessum tíma, en eflaust hafa þeir orðið fyrir miklu hnjaski.


Næstu stabílu yfirráð var Scaligeri tíminn. Höfðingjaveldi sem var kosið til valda en gerðu sig svo að einvaldi.


Scaligeri varnarmúrinn

Það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á hver og hvaða yfirráð var að eiga við múrana. Þeir voru oft endurbyggðir, stækkaðir, byggt ofan á þá eða þeir jafnvel fjarlægðir og nýjir byggðir í staðinn. Sjá dæmi hér neðst um Porta Vescovo


Scaligeri höfðingjarnir hófust handa við að „múra sig inni" og reistu miðaldamúrana sem einskonar eldvegg til að verjast öðrum valdsæknum höfðingjum. Við erum að tala um 125 ára tímabil frá 1262-1387 þegar þetta höfðingjaveldi var hrakið frá völdum.



Hér fyrir neðan er bláa línan gönguleið sem hægt er að fylgja til að skoða mannvirkin sem reist voru á valdatíma Scaligeri ættarinnar. Leiðin liggur frá Porta Fura sem er einna best sýnilegt af þeim varnarvirkjum sem Scaligeri byggðu við hægri árbakkann (1320-21). Svo liggur leiðin meðfram bakkanum að Castelvecchio þar sem valdhafar höfðu sitt heimili í þægilegri „flóttaleið" frá hjarta Verona ef borgararnir skyldu gera uppreisn. Brúin yfir ánna sem liggur þaðan gengur einmitt í daglegu tali undir nafninu flóttabrúin en heitir Ponte Scaligero.

Gönguleið Scaligeri borgarmúranna

Árið 1405, eftir stutt yfirráð annara höfðingjaætta, Visconti (Milano) og Carraresi (Padova) frá 1387-1405, gengust Verona-búar Feneyingum á hönd. Hin stuttu Visconti yfirráð sem stóðu frá árunum sáu til þess að borgarmúrarnir tóku einhverjum breytingum, t.d. var Cittadella borgarhlutinn bætt við borgarmúrana.


Verandi þegnar Feneyjalýðveldisins í tæpar fjórar aldir frá 1405-1796 voru viðamiklar breytingar gerðar á múrunum og stórfengleg borgarhlið risu.


Í tíð Feneyinga bættust aldeilis við árhringir, aka borgarmúrar í kringum Verona.

Á myndinni hér fyrir neðan er bláa línan gönguleið sem útlistar helstu viðbætur frá þeim tíma og þar kemur Michele Sanmicheli ( 1484-1559) aldeilis við sögu. Hann var arkitekt fæddur í Verona og var fenginn til að hanna og reisa þrjú af borgarhliðum, inngöngudyrum til Verona sem voru partur af nýjum borgarmúrum.

Göngleið mannvirkja frá tíma yfirráða Feneyinga

Þessi borgarhlið standa enn, þó svo að þau gegni ekki því hlutverki sem þau gerðu áður. Þau hafa fengið að halda sér þó svo að borgamúrarnir beggja vegna hafi verið rofnir. Stærðarinnar flykki og skraut á helstu hringtorgum á leið inn í borgina sem þarf að taka stóran sveig fram hjá. Porta Nuova (1532-1540) er elst þeirra, svo er það Porta Palio og Porta San Zeno sem reist voru í kjölfarið.




Feneyingar voru sum sé við völd þar til Napóleon hóf síná „frelsisherferð" og lagði elsta hluta Verona undir sig. Koma Napóleons frá 1796 leiddi til þess að yfirráð hér í nokkur ár voru tvískipt, Napóleon (frönsk) og austurísk/ungversk (habsborgarar). Áin Adige skilgreindi mörkin á milli fransks og austurísks yfirráðasvæðis. Árið 1805 lagði Napóleon svo alla borgina undir sig og ríkti til 1814, í 9 ár. Eftir það voru það Habsborgara sem fóru með völd, þar til Ítalía fór í sín sameingarstríð.


Habsborgarar settu svo sinn svip á borgina og nýttu sér rústir eða grunnstoðir eldri borgarmúra til að bæta við og styrkja sína varnarmúra. Eldri múrar höfðu orðið fyrir miklum skemmdum þegar Austurríkismenn og Frakkar börðust um borgina. Árið 1827 var ákveðið að endurbyggja múra á þeim slóðum sem bláa línan er teiknuð á kortinu hér fyrir neðan. Verkið var falið Franz Von Scholl sem var einn af helstu arkitektum Habsborgara. Hann er m.a.s. jarðaður í borginni.


Gönguleið meðfram borgarmúrum frá tíma yfirráða Habsborgara (Austurísk-ungverka veldisins)

Þessi borgarhluti norðan og austan megin við ánna Adige heitir Veronetta sem er nafn sem Napóleon gaf þessu svæði sem var undir stjórn Austuríkismanna á þeim tíma. Þetta átti að vera niðrandi heiti en ekki gat hann vitað að þessi borgarhluti yrði hjartað í nýrri og stærri Verona borg. Lögunin er hálfhringlaga stígur sem minnir á formið á hinu forna rómverska leikhúsi, hásæti borgarinnar.


Porta Vescovo

er gott dæmi um mannvirki sem hefur verið snert af mörgum valdhöfum. Upphaflega var þetta borgarhlið reist á tíma Scaligeri ættarinnar en það er núna skilin á milli tveggja borgarhluta, Veronaetta og Borgo Venezia. Á tímum Feneyinga tók hliðið breytingum og enn meira á tímum Habsborgarara.




Tveir skildir á og við borgarhliðið hliðið minnast með þakklæti þessi að að ítalskir hermenn marseruðu inn í borgina í gegnum Porta Vescovo þann 26. október 1866 sem skilgreinir dag sameingar Ítalíu eins og við þekkjum hana í dag.


Þetta er fátækleg samantekt og vantar eflaust stór stykki inn sögu múrana, en ég læt þetta duga í bili.


Gönguleiðir í útjaðri Verona

Hér er skemmtileg leið til að ganga um „múragarðana" í Verona. Hæg er að skanna QR kóða og sjálfshjálpa sér í gegnum 4km/2ja tíma gönguleið. Fyrsti tappinn er upplýsingamiðstöð ferðamanna og svo endar gangan á tappa nr. 10 þar sem Porta Nuova hliðið er, rétt hjá járnbrautarstöðinni sem heitir sama nafni.




Hér er einnig mjög gott kort með þremur mismunandi gönguleiðum í útjaðri Verona





157 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page