Það verður seint sagt að Casanova hafi verið frægur í lifanda lífi nema kannski að endemum. Hans frægðarsól og sjarmasaga var að mestu skrifuð eftir á.
Fjölmargar kvikmyndir, þáttaraðir og tilvitnanir í hans líf hafa haldið nafni hans á lofti. Núna er nafn hans oftast tengt kvenhylli og kokkálum en hann var líka spilafýkill sem kom honum jafnvel í enn meiri vandræði en kvensemin. Hann var neyddur til að gerast njósnari til þess að sleppa frá spilaskuldum til að mega koma aftur heim til Feneyja, einungis til þess að verða vísað aftur í burtu.
Í ljósi sögunnar og það sem er vitað um hann í dag er að hann var klókur, góður penni, ljóðskáld, tónlistarmaður og mjög mjúkmáll ástmaður. Hann fór hinsvegar mjög illa með peninga sem var ein ástæða þess að hann sat í fangelsi í Feneyjum, en þar spiluðu "ólöglegar" ástir líka inn í.
Eftir að nýir og óbirtir kaflar úr sjálfsævisögu hans fundust árið 1960 hefur sannleiksgildi sjálfsævisögu hans verið dregið í efa. Jafnvel er talið hann hafi alls ekki verið Feneyingur heldur Armeni eða a.m.k. af armenskum uppruna. Sagnfræðingar velta fyrir sér hvort ævisagan sem hann skrifaði sjálfur sé sönn eða ekki og hvaða hlutar hennar sé marktækir. Fram að því var álitið að ævisagan hans væri mjög góð lýsing á lífinu í Feneyjum þess tíma. Ævisöguna sína skrifaði hann á frönsku í hárri elli og kallaði hana Histoire de ma vie eða "Story of my life" . Skemmtilega háðskur titill.
Einnig er vitað um að hann hitti Lorenzo da Ponte sem gerð "libretto-in" fyrir margar óperur Mozart. Það eru mög líkindi með Casanova og hinum alræmda flagara, Don Giovanni í samnefndri óperu. Það skyldi þó aldrei vera?
Þessi orð eru eignuð Casanova:
"If you have not done things worthy of being written about, at least write things worthy of being read."
Það er greinilegt að Casanova hefur haft margar grímur. Það er reyndar táknrænt fyrir Feneyjar þar sem árlega er haldin kjötkveðjuhátið þar sem allir borgarbúar klæða sig upp með hinum þekktu Feneyjagrímum og "kveðja kjötið" með táknrænum hætti. En það er deginum ljósara að hann var í besta falli tækifærissinni, loddari og í versta falli svikahrappur. Hann notaði sínar fjölmörgu "grímur" til þess að fá fram það sem hann vildi, hvort sem það var að sænga með óhamingjusömum konum eða verða sér út um fé til að spila með.
Giacomo Casanova var fæddur 2. apríl 1725 í Feneyjum og hann dó 4. júní 1798 í Bohemíu, þar sem nú er Tékkland. Þar gegndi hann stöðu bókavarðar í þjónustu Waldstein greifa og dundaði sér við að skrifa ævisöguna sína. Hann var orðinn illa farin segir sagan, útsettur örum eftir hlaupabólu og hreint ekki augnayndi lengur.
Fyrir 10 árum síðan (2010) keypti þjóðarbókasafn Frakka frumhandritið af ævisögu Casanova fyrir 7 milljónir evra. Talið er að handritið innihaldi enn meira óbirt efni svo við getum farið að láta okkur hlakka til næstu bíómyndar. Þangað til getum við yljað okkur við Hollywood myndina með Heath Ledger í myndinni Casanova frá 2005 eða þáttaröð um kappann frá BBC með leikaranum David Tennant sem Casanova eða þættir á Amazon um Casanova frá 2015 þar sem Diego Luna leikur aðalhlutverkið. Og nú er líklega von á enn einni seríu eftir saman höfund og Medici þáttaraðirnar eru eftir, Matteo Strukul. Ef nýju sjónvarpsþættirnir komast í hálfkvisti við Medici seríurnar þrjár, þá er veisla fram undan.
Kannski bara KARNIVAL.
コメント