top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Lífið á bak við luktar dyr!

Updated: Nov 4, 2023

Leyniherbergin í Postojna


Eftir að hafa verið skoðuð af slóvenska þjóðskjalasafninu, lögreglunni og öðrum opinberum stofnunum, verða leyniherbergin í Hótel Jama látin óhreyfð, eins og þau voru uppgötvuð. Öll samskipta- og eftirlitstækin og lífið sem leyndist á bak við luktar dyr þessa vinsæla hótels.


Árið 2009 lokaði gamla hótelið dyrunum - reksturinn orðinn erfiður og hótelið þurfti á gagngerri yfirhalningu að halda. Hótelið var lokað í 7 ár til ársins 2016 þegar staðarhaldarar, sem sjá um rekstur Postojna hellanna, ákváðu að gera hótelið upp. Þá kom ýmislegt fram í dagsljósið sem staðfesti að hótelið hefði lifað "tvöföldu lífi" allt til ársins 1991, eða um það leiti sem Júgóslavía liðaðist í sundur. Fyrrverandi starsfmenn gáfu sig fram og höfðu ótrúlegar sögur að segja. Frásagnirnar voru reifrarakenndar og höfðu kraumað... en komu upp á yfirborðið þegar vinnan við endurbæturnar stóð yfir.Fannst fyrir tilviljun

Við formlega afhendingu hins uppgerða hótels tók Marjan Batagelj framkvæmdastjóri strax eftir því að ein hurðin í innri álmunni hafði orðið útundan og hafði ekki fengið yfirhalningu. Þessi fullkomnunarsinni var ekki ánægður með þennan frágang og kvartaði yfir því að verkinu væri ekki lokið.


Þar sem lykilinn að þessari hurð var hvergi að finna var ákveðið að brjóta sér leið í gegn og það sem við blasti kom flestum á óvart. Í kjölfarið var ákveðið að lögreglan myndi fyrst fara inn á "nýfundaland". Þar á eftir komu fulltrúar öryggis- og leyniþjónustunnar (SOVA) og loks slóvenska þjóðskjalanefndin. Þá fyrst fengu starfsmenn hótelsins að litast um.


Ljóst var að þessi endurfundur var stórmerkilegur. NJÓSNAMIÐSTÖÐ komin í leitirnar.
Tíminn hafði staðið í stað

Annars var eins og tíminn hefði staðið í stað í þessum huldu herbergjum og 28 ár liðin frá því að einhver hafði stigið fæti sínum þar inn.


Herbergin eru varðveitt í upprunalegu ástandi frá tímum Júgóslavíu, þar á meðal búnaður og öll húsgögn. Skápurinn geymir enn frauðplastkassa með upptökum, á borðunum eru gömul dagblöð og gömul eyðublöð. Meira að segja rykið á gömlu tækjunum, leiðslum, borðum og á gólfinu er frá þeim tíma þegar leynirýmið var gleymt og næstum glatað.


Flest af þeim skjölum sem fundust voru færð í þjóðskjalasafnið en afrit voru skilin efftir á staðnum. Gestir geta hlustað á nokkrar valdar gamlar upptökur - hleruð og dulkóðuð samtöl sem þjóðskjalasafnið gaf leyfi fyrir að nota til að auk upplifun á heimsókn þangað.Skoðunarferð

Nú býðst almenningi að fara í leikræna skoðunarferð um bakherbergin. Upplifunin er sniðin að litlum hópum, mest 6 manns og eldri en 15 ára. Ferðin hefst í eiginlegri gestamóttöku Hótel Jama sem er nýuppgert 5 stjörnu hótel. Þar hittir maður "leyniþjónstumann" aka leiðsögumann sem leiðir hópinn um ótrúleg bakherbergi og kjallarholur.


Lagði leið mína í þangað fyrir nokkrum árum, stuttu eftir að hún sýningin var opnuð. Það var sannarlega mögnuð upplifun en vil síður gefa meira upp.


Því verður haldið leyndu.... í bili.


Annars er heimsókn í Postojna dropasteinshellana sem eru þarna rétt hjá og eiginleg ástæða þess að hótelið var byggt þarn til að byrja með, eitthvað sem allir ættu að gera að minnsta kosti einu sinni í lífinu. Skammt þar frá er líka Predjama kastali þar sem hinn ræningjariddarinn Erazam hélt til.
125 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page