top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Plečnik - langflottastur

Updated: Oct 22, 2023

Jože Plečnik (1872-1957) setti svip sinn á höfuðborgina Ljubljana svo um munar og þegar maður byrjar að skoða verkin hans er eins og það kalli á meira og meira.

Jože Plečnik (1872 – 1957)
Jože Plečnik (1872 – 1957)
Vín, Prag, Zagreb og Ljubljana eru höfuðborgir sem fengu að njóta hans snilligáfu í hönnun og byggingarlist. Víða um sveitir Slóveníu er hans verk að finna og þau eru öll einhvernveginn einstök.

Hann reyndi að móta Ljubljana eftir hinni einu sönnu Aþenu. Gjarnan er talað um "Ljubljana hans Plečniks", því hann var svo afkastamikill og fékk mikið frjálsræði við hönnun og framkvæmdir. Sagt er að umfangið á hönnun hans fyrir Ljubljana sé eitt af mikilvægustu listaafrekum 20. aldarinnar. Einnig er talað um að Plečnik hafi gert það sama fyrir Ljubljana og Antoni Gaudí gerði fyrir Barcelona.


Jú, byggingar hans setja svo sannarlega svip sinn á borgina en fjölmargar aðrar byggingar í Art Nouveau stíl risu á þessum tíma. Það varð nefnilega stór jarðskjálfti árið 1895 sem lagði í rúst stóran part af borginni. Við uppbyggina var Art Nouveau stíllinn að ryðja sér til rúms og einkennir því borgina umtalsvert, jafnvel talað um "litlu-Prag" en íbúar í Ljubljana eru ekkert endilega ánægðir með þá samlíkingu, enda einstakir.


Hann fæddíst 23. janúar 1872 í úthverfi Ljubljana. Þar rétt hjá í Črna Vas er einmitt að finna eitt af hans mest lofuðu verkum, Kirkju heilags Mikaels. Kirkjan var fullbygð árið 1939 og vígð árið 1940. Hún sameinar element úr grískum hofum og slóvenskum sveitakirkjum frá Karst/Kras (kalksteinssvsvæðinu) sem hafa gjarnan opna klukkuturna tengda kirkjunum. Plečnik nýtti byggingarefni sem finnst á svæðinu (kalkstein) og hagnýtti sér sérþekkingu handverksmanna á svæðinu við bygginguna.

Kirkja heilags Mikaels í Črna Vas
Kirkja heilags Mikaels í Črna Vas

Annars er erfitt að lýsa stílnum hans sem er mjög persónulegur. Þar er gjarnan að finna tilvísun í Art Nouveau (secession (aðskilnaðarstíl)) en samt er hann einnig klassískur og módernískur í eðli sínu. Hann les umhverfið og tilgang bygginganna vel og notar gjarnan staðbundið byggingarefni og endurnýtir það sem fyrir er.


Árið 1921 flytur hann aftur heim eftir að hafa búið í 10 ár í Prag þar sem hann vann m.a. við að enduruppgera Prag kastala og endurhönnun á suður hallargörðunum að beiðni Tomas Garryk Masaryk, fyrsta forseta Tékkóslóvakíu.


Hann byggði sér hús í Trnovo í úthverfi Ljubljana og hóf þá að kenna arkitektúr við nýstofnaða deild í háskólanum þar. Heimili hans var látlaust og vel þess virði að heimsækja í næstu ferð til Ljubljana.


Kollegar hans voru lítt hrifnir af stíl Plečnik. Hann var ekki viðurkenndur sem listamaður á heimsmælikvarða fyrr en um 30 árum eftir að hann lést. Á sýningu sem haldin var í Pompedou listamiðstöðinni í París árið 1986, fékk hann loks þá athygli og viðurkenningu sem hann verðskuldaði.




Eitt af uppáhaldsverkum mínum eftir Plečnik er háskóla- og landsbókasafnið í Ljubljana sem er hægt að lesa eins og bók, haha... en þríbrúin og markaðssvæðið er líka mjög einkennandi. Hægt að lesa meira um það í þessum pistli.


Hér er stutt myndband um helstu verk Plečnik í og við Ljubljana.


Ég er þess fullviss að frægðarsól Plečnik á enn eftir að rísa. Árið 2021 voru nokkur verka hans í Ljubljana and Črna sett á heimsminjaskrá "World Heritage Sites" undir nafninu "The works of Jože Plečnik in Ljubljana – Human Centred Urban Design"





Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page