top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Sigmar og eyjan Garda

Updated: Aug 28

Við heimsókn í eyjuna Isola del Garda á Gardavatni gerðum við uppgötvun.

Það eru mikil forréttindi að fá að stíga á land á eyjunni, því hún er í einkaeigu Borghese Cavazza fjölskyldunnar. Búseta á eyjunni á sér langa sögu, allt frá því að hún var gefin heilögum Frans og hans reglubræðrum árið 1221 og þeir komu sér fyrir í hellisskútum og lifðu meinlætalífi þar. Seinna var þar byggt klaustur og klausturskóli en núverandi húsakynni eru í grunninn klaustrið sem byggt var þar á 15. öld þó svo að arkitektar hafi farið um það höndum og húsið verið stækkað og nútímavætt.


Eftir að Napóleon hafði valdið sínum usla í Evrópu komst eyjan í einkaeigu furstans af Brescia, Luigi Lechi, árið 1817. Í sameiningarstríði Ítalíu missti Lechi ættin eignarhaldið og árið 1869 var eyjan keypt af fursta frá Genova að nafni Gaetano de Ferrari og konu hans Maria Annenkova sem var rússnesk, dóttir Nikola I rússakeisar.a.


Síðan þá hafa afkomendur þeirra búið á eyjunni.

Núverandi útlit húsakynna er frá því í byrjun 20. aldar þegar arkitektinn Luigi Rovelli frá Feneyjum var fenginn til að endurhanna villuna í feneyskum ný-gotneskum stíl vegna dálætis á hertogahöllinni í Feneyjum.


Þau sem eiga og reka eyjuna, ef svo má segja, eru sjö systkini ásamt móður sinni. Eyjan var opnuð almenningi árið 2001 til þess að afla fjár til að tryggja viðhald á húsakosti og grænum svæðum sem umlykja landareignina og leyfa fólki að njóta. HÉR er hægt að kynna sér sögu ábúenda betur.


Og hér er það sem Sigmar kemur til sögunnar

Elsti sonur Cavazza fjölskyldunnar heitir Sigmar og er það tilvísun í íslenska skáldsögu eftir Kristmann Guðmundsson sem heitir Sigmar. Leiðsögumaður okkar á eyjunni, hún Anja, lét okkur vita að tengingin við Ísland væri í gegnum hann, þvi nafnið hans var ákveðið af föður hans sem las bókina þegar Charlotte gekk með fyrsta barnið. Camillo hafði búið í Noregi um 8 ár, eftir að hann lauk námi í umhverfisverkfræði í Kanada og kynntist þar verkum Kristmanns. Frumburður þeirra Camillo Cavazza og Lady Charlotte Chetwynd-Talbot var því skírður Sigmar og er "Camillosson" upp á íslenska vísu.


Eins og sést er móðirin bresk en þau kynntust í Róm og flytja svo á eyjuna fögru. Sorglega deyr Camillo langt um aldur fram og frú Charlotte verður ung ekkja með sjö börn.


Ættartréð
Ættartréð

Eyjaheimsókn

Mæli svo sannarlega með heimsókn þangað, en það þarf að bóka fyrirfram því það er ákveðinn fjöldi gesta sem getur heimsótt eyjuna á hverjum degi.


Vigdís

Fagurlega útskornar tréstyttur er að finna víðsvegar um eyjuna, gerðar af staðarlistamanni, Gianluigi Zambelli. Ég gat ekki annað en látið taka mynd af mér með Vigdísi Finnbogadóttur, því mér fannst þessi stytta af dóttur Albertu Cavazza líkjast henni.



Kristmann Guðmundsson (1901–1983)

Kristmann flytur til Noregs miðjan 3. áratuginn og fór að skrifa. Með aðstoð Gyldendalsforlagsins varð hann smám saman metsölurithöfundur þegar um 1930. Nafn hans var á hvers manns vörum í Noregi kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir 40 tungumál, fleiri en nokkurs annars íslensks höfundar að Halldóri Laxness undanskildum og víða gefnar út aftur og aftur. Sigmar hefur m.a. komið út á ítölsku og heitir Ástir Sigmars í þeirri þýðingu L'amore di Sigmar Milano, Mondadori, 1939 traduzione di Giacomo Prampolini.

Hann var umdeildur eins og sést, eins og sést, eins og sést... Hér er grein Ármanns Jakobssonar um Kristmann í Lesbók Morgunblaðsins 2001.

e. Ármann Jakobsson
e. Ármann Jakobsson



Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page