Ástin í lífi Maria Callas
- Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
- Jul 18
- 3 min read
Updated: Jul 20
Hennar persónulega líf var líklega skrautlegra og dramatískara en söguþráður í flestum óperum sem hún söng í.

Árið 1949 giftist hún Giovanni Battista Meneghini, manni 28 árum árum eldri en hún. Meneghini varð síðar umboðsmaður hennar.
Árið 1959 bauð Onassis þeim hjónum Meneghini og Callas í lúxus siglingu á snekkju sinni, Christina. Meðal annarra gesta var Winston Churchill. Á siglingunni kviknaði eitthvað á milli Callas og gríska auðkýfingsins. Onassis var giftur, en innan fárra vikna eftir ferðina yfirgaf Callas eiginmann sinn.
Aristóteles Onassis fæddist 15. janúar 1906 í Smyrna (nú Izmir, Tyrklandi) og var því 17 árum eldri en Maria.
Ástarsambandið gaf Maríu fyrsta tækifærið til að láta ástríðu sína rætast í raunveruleikanum en ekki bara í óperuhlutverkum. Það veitti henni einnig grið frá krefjandi ferli sem fór að einkennast af raddvandamálum. Hún helgaði honum orku sína og forréttindalífi, en fór smátt og smátt að draga sig út úr sviðsljósinu. Hún sagði síðar:
Ég hafði verið læst inni svo lengi að þegar ég kynntist Aristo og hans heimi varð ég önnur kona.
Þrátt fyrir að Meneghini hafi haldið því fram að Callas gæti ekki orðið ófrísk, þá er talið að hún hafi eignast annaðhvort andvana barn eða fyrirbura sem lést skömmu eftir fæðingu. Samkvæmt ýmsum heimildum og ævisögum (t.d. eftir Nicholas Gage og Lyndsy Spence), fæddi Maria Callas son sem hún átti með Onassis.

Skjöl frá sjúkrahúsi í París staðfesta að Callas fæddi barn 30. mars 1960. Barnið var skírt Omero (Hómer) Lengrini, samkvæmt sjúkrahússkjölum, en þetta var talið vera nafn sem hún notaði til að halda fæðingunni leyndri (mögulega í tengslum við skilnaðinn við Meneghini). Hómer hvílir í ómerktri gröf í Milano og hún á að hafa farið af gröf hans á hverjum degi á meðan hún bjó þar. Ég hef líka lesið að hún hafi misst fóstur þrisvar sinnum.
Onassis viðurkenndi aldrei opinberlega að hann væri faðir barnsins, og Callas talaði lítið um þetta opinberlega, leyndi sorginni í mörg ár.
Samband þeirra stóð í níu ár og var oft stormasamt. Vitað er að Onassis sýndi Callas vanvirðingu og lét niðurlægjandi athugasemdir falla í votta viðurvist. Í sumum heimildum er því jafnvel haldið fram að hann hafi gefið henni eiturlyf og misnotað hana kynferðislega.

Annars var Onassis flagari og einskonar „safnari“ fallegra kvenna. Hann á að hafa sagt: „Hjónaband er síðasta athvarf manns sem getur ekki haldið ástinni lifandi.“
Jackie Kennedy og Aristóteles Onassis giftust 20. október 1968. Athöfnin fór fram á einkaeyju Onassis, Skorpíos, í Grikklandi. Þetta var annað hjónaband Jackie, sem hafði áður verið gift John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna.
Callas varð fyrir djúpri niðurlægingu þar sem hún frétti af giftingunni í blöðunum. Hún hafði tekið loforð af Onassis að hann léti hana vita ef hann hygðist giftast Jacky.
Eftir brúðkaupsnóttina með Jacky, á Onassis að hafa flogið til Parísar að hitta Mariu og til eru heimildir um að þau hafi hist daginn eftir á uppáhaldsveitingastað sínum í París. Í nýju bíómyndinni um Mariu, er ýjað að því að þau hafi verið í sambandi allan þann tíma sem Onassis var giftur Jacky. Hver veit.

Kiki Feroudi Moutsatsos, ritari Onassis, segir:
He couldn't live without Maria. Maria was a piece of his soul, of his body, of his brain.
Onassis deyr árið 1975 og er jarðaður á Skorpios-eyju, sem var eign hans og hefur einnig verið kallað "Onassis-eyja. Maria Callas deyr árið 1977 og í samræmi við hennar ósk, þá var ösku hennar dreift við Skorpios-eyju. Callas hafði sagt að hún vildi vera við hlið hans, jafnvel eftir dauðann sem er táknrænt fyrir það flókna samband sem þau áttu.
Maria Callas ferð
Farin var ferð í fótspor Maria Callas í júní 2025. Önnur ferð er komin á teikniborðið í júní 2026
Skráðu þig á forgangslista fyrir Maria Callas ferðina 19. - 28. júní 2026
Upplýsingar um ferðina 2026: https://www.flandrr.is/naestu-ferdir/mariacallas2026
Comments