top of page
2026 Maria Callas tónlistarferð

Við förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu með einum eða öðrum hætti.

Í ferðinni verður farið á ógleymanlega nýlega sýningu á AIDA eftir VERDI sem fengið hefur nafnið AIDA in CRISTALLO eða Kristals-AIDA til aðgreiningar frá hinni hefðbundnu AIDA uppfærslu eftir Zeffirelli. Sýning föstudagskvöldið 19. júní, á kvenréttindadaginn, daginn áður en haldið er heim.


Verð

Tvíbýli á Hotel Conca d'Oro og á design herbergjum á Hotel Leopardi

  • 259.000 kr. á mann í herbergi sem snýr ekki út að vatninu.

  • 292.000 kr. á mann í herbergi sem snýr að vatninu

BÓKA TVÍBÝLI


Einbýli á Hotel Conca d'Oro og design herbergi á Hotel Leopardi

  • 349.000 kr. - einbýlin snúa ekki að vatninu

BÓKA EINBÝLI

unnamed (7).png

Dvölinni er skipt á milli Gardavatns og Verona. 


Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk og einlægir Maria Callas aðdáendur. Við höldum upp á nýlegt 100 ára fæðingarafmæli Maria Callas og förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu. Lífshlaup söngkonunnar verður rakið í ferðinni og hennar minnst í öðru hverju orði.


Þar gefst kostur á að fara á ógleymanlega nýlega sýningu á AIDA eftir VERDI sem fengið hefur nafnið AIDA in CRISTALLO eða Kristals-AIDA til aðgreiningar frá hinni hefðbundnu AIDA uppfærslu eftir Zeffirelli. Sýning föstudagskvöldið 19. júní, á kvenréttindadaginn, daginn áður en haldið er heim.


Við byrjum dvölina við Gardavatn í bænum Garda. Dvalið verður á hótelinu Conca d‘Oro sem er metið 3ja stjörnu plús í fimm nætur. Hótelið er rótgróið og fjölskyldurekið með smekklega innréttuðum herbergum og stendur alveg niður við vatnið. Tvíbýlin snúa ýmist í áttina að landi, götumegin eða að vatninu. Góð aðstaða er á efstu hæð hótelsins til að sóla sig og njóta útsýnisins yfir vatnið. Steinsnar frá eru svo strandir þar sem hægt er að leigja bekki og njóta þess að fá sér sundsprett í vatninu.


Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið og það átti Maria Callas líka.


Farið verður í skoðunarferðir og siglt vítt og breitt um vatnið en einnig er möguleiki að slaka á í bland við skipulagðar ferðir. Við förum til Sirmione þar sem Maria Callas og eiginmaður hennar áttu hús og dvöldu þar oft og tíðum. Við göngum um bæinn og út á hinn stórkostlega tanga þar sem Catullo rústirnar er að finna.


Við færum okkur til Verona fyrir síðustu tvær næturnar sem verða vel nýttar til að finna frægðarspor Maria Callas í Verona. Dvalið verður á Hotel Leopardi sem er 4ra stjörnu hótel, vel staðsett í útjaðri miðbæjarins.


Í ferðinni býður fararstjóri jafnframt upp á fræðslu um söngdívuna elskuðu sem átti sín bestu ár á þessu svæði. Við munum nota hvert tækifæri til að kynnast lífi og starfi Maria Callas betur og hverning hennar saga er tengd þessu svæði og Ítalíu yfir höfuð.

Ferðin verður í sölu hjá Heimsferðurm sem sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.


Verð

Tvíbýli á Hotel Conca d'Oro og á design herbergjum á Hotel Leopardi

  • 259.000 kr. á mann í herbergi sem snýr ekki út að vatninu.

  • 292.000 kr. á mann í herbergi sem snýr að vatninu

Einbýli á Hotel Conca d'Oro og design herbergi á Hotel Leopardi

  • 349.000 kr. - einbýlin snúa ekki að vatninu


Innifalið: Flug með Neos air í beinu flugi til Verona. Ein innrituð 20 kg taska ásamt handtösku. Miði í góð sæti á Kristals-AIDA í Arenunni. Gisting á 3ja stjörnu plús hóteli við Garda í 5 nætur og  4ra stjörnu hóteli í Verona á design herbergjum 2 nætur. Öll gisting með morgunverði. Allur akstur og siglingar sem getið er um í ferðalýsingu. Þrír málsverðir. Vínsmökkun. Fræðsla um Maria Callas, tónlist og söngvara sem tengjast innihaldi ferðarinnar. Staðarleiðsögn og hvíslur eins og við á. Fararstjórn og fræðsla allan tímann.


Ekki innifalið:  Gistináttaskattur á hótelum og þjórfé eins og við á hverju sinni.

Tónlistarlífið á þessum slóðum á sumrin er fjölbreytt og viðburðir tíðir. Þegar nær dregur gerir fararstjóri samantekt um það sem verður í boði á tónlistarsviðinu og gerir ráðstafanir til að komast til að hlusta á eitthva af því sem í boði verður.


Í ferðinni býður fararstjóri upp á fræðslu um söngdívuna elskuðu sem átti sín bestu ár á þessu svæði. Við munum nota hvert tækifæri til að kynnast lífi og starfi Maria Callas betur og sækja tónlistarviðburði á svæðinu eins og kostur gefst.


Hér er facebook hópur fyrir áhugasama 


Hér eru ýmsir pistlar sem fjalla um Maria Callas og annað tónlistarfólk

Dagur 1 – Komudagur - LAU 13. júní

Flogið er til Verona með Neos air leiguflugi Heimsferða síðdegis kl. 16:55 og lent rétt fyrir 23:00 um kvöldið. Þá verður haldið beint til Gardavants og við innritum okkur á hótelið.


Hótelið okkar er frábærlega staðsett við vatnsbakkann í bænum Garda og heitir Conca d'Oro sem er metið 3ja stjörnu plús. Svalir og loftkæling er á öllum herbergjum. Hægt er að velja herbergi sem snýr að vatninu eða áttina að landi, götumegin. Á þakinu er sólbaðsaðstaða en ekki sundlaug.

Dagur 2 – Bærinn okkar Garda – SUN 14. júní

Gönguferð með fræðsluívafi um bæinn okkar Garda og upplýsingar um þá tónleika sem í boði verða á meðan á dvöl stendur. Rómantískir göngustígar liggja meðfram vatninu og fyrir þá sem vilja útsýnisgöngu er möguleiki að rölta út á tangann sem rammar inn víkina sem Garda stendur við. Við kynnumst sögunni, umhverfinu og helstu gönguleiðum í nágrenninu.


Um kvöldið borðum við saman á hótelinu.


Lesefni: https://www.flandrr.is/post/garda-vid-garda

unnamed.jpg
Dagur 3 – Bardolino gönguferð og vínsmökkun- MÁN 15. júní

Við bregðum undir okkur betri fætinum og skoðum nágrannabæinn Bardolino sem er m.a þekktur fyrir vín- og ólífurækt. Gangan á milli bæjanna tekur um 45 mínútur. Við kynnumst notalegum miðbæjarkjarna með veitingastöðum, kaffihúsum, smáverslunum og skemmtilegu mannlífi. Einnig skoðum eina af elstu kirkjum á svæðinu, San Zeno, sem er vel falinn demantur. Ef áhugi er fyrir hendi getum við kíkt í vínsmökkun á heimilislegum stað í Bardolino.

unnamed (1).jpg
Dagur 4 – Ferð til norðurhluta vatnsins – Malcesine, Limone, Riva – ÞRI 16. júní

Heilsdagsferð til norðurhluta vatnsins. Lagt af stað kl. 08:30 með rútu til Malcesine meðfram vatnsbakkanum. Scaligero kastalinn setur sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.

Síðan siglum við þvert yfir vatnið til bæjarnis Limone og kynnum okkur þennan sérstaka bæ. Bærinn stendur við þverhnípt fjallið og var einangraður langt fram eftir síðstu öld vegna legu sinnar.

Þaðan er siglt til bæjarins Riva þar sem við dveljum þar til rútan kemur að sækja okkur. Vel hlaðinn dagur þar sem við bætum þremur bæjum í safnið. Verðum komin aftur heim um kl. 18:30

unnamed (4).png
Dagur 5 – Sigling til Sirmione og þjóðhátíðardagur – MIÐ 17. júní

Við siglum til Sirmione kl. 09:00 um morguninn. Við skoðum bæinn þveran og endilangan, heyrum um veru Maria Callas í Sirmione og göngum að húsinu sem þau hjónin áttu þar. Yst á tanganum er að finna áhugaverðar rómverskar menjar sem líklega er ein stærsta rómverska villa sem fundist hefur. Svo er hægt að njóta stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju götuhorni.

Þjóðhátíðar-hádegisverður

Einnig er hægt að taka með sér handklæði og sundföt og prófa einhvera af þeim frægu ströndum sem Sirmione býður upp á. Fleiri skemmtilegar sögur tengjast þessum stórkostlega bæ sem er einn mest heimsótti bærinn við Gardavatnið og Maria Callas kemur þar við sögu, aftur og aftur. Við siglum aftur heim seinni partinn.

Lesefni: https://www.flandrr.is/post/catullo-sirmione

unnamed (2).jpg
Dagur 6 – Verona með viðkomu á fallegum stað – 18. júní

Við kveðjum Gardavatnið og leggjum af stað um hádegið af stað til Verona með rútu. Á leiðinni verður stoppað á fallegum og áhugaverðum stað sem mun koma á óvart. Þegar á hótelið er komið munum við kynnast næsta nágrenni og hverfinu San Zeno og samnefnda kirkju þar sem sagt er að Rómeó og Júlía hafi endað sitt líf. Hverfið er einnig vinsæll áningarstaður þeirra sem vilja finna góða veitingastaði.

Lesefni: https://www.flandrr.is/post/san-seno-og-lukkuhjolid

unnamed (3).jpg
Dagur 7 - Kvenréttindadagurinn og KRISTALS-AIDA - FÖS 19. júní

Farið verður í fróðlega gönguferð um elsta hluta Veronaborgar sem er á UNESCO heimsminjaskrá. Við rekjum okkur í gegnum fótspor Mariu Callas og á þá staði sem hún hafði oftast viðkomu, þar sem hún bjó og gifti sig. Auk þess kynnumst helstu kennileitum borgarinnar, tónlistarsögu, fólki og viðburðum sem hafa komist á spjöld sögunnar. Við heyrum um Rómeó og Júlíu og aðrar sögur um þessa borg ástarinnar og njótum mannlífsins.

Þessi nýlega uppsetning á AIDA hefur vakið hefur ómælda athygli og var frumflutt á 100 ára afmæli óperulistahátíðarinnar í Arenunni fyrir þremur árum.

Miði á sýninguna í góðum sætum er innifalið í verði ferðar.

unnamed (4).jpg
Dagur 8 – Brottför – LAU 20. júní

Við skráum okkur út af hótelinu rétt fyrir hádegið en verjum deginum fram að brottför í Verona. Um að gera að endurnýja kynnin við borgina. Mjög góð verslunarmiðstöð er í námunda við hótelið, ADIGEO en svo er miðbærinn í VERONA fullur af lífi á laugardögum.

Flugið er kl. 23:55 um kvöldið og lent á Ísland kl. 02:00 eftir miðnætti.

unnamed (5).png

unnamed (5).png

unnamed (5).png

Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page