2025 Maria Callas ferðin - UPPSELT
Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk og hreinræktaðir Maria Callas aðdáendur. Við förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu með einum eða öðrum hætti. 10 daga ferð á slóðum Mariu.
Miði í góð sæti (poltrona) á stórkostlega nýja uppfærslu af AIDA eftir Verdi á óperulistahátíðina í Arenunni Verona er innifalinn í verði.
.jpg)
Við byrjum fyrstu tvær næturnar í Verona sem er óumdeilanlega ein af borgum ástarinnar. Þar förum við á ógleymanlega nýja uppfærslu á AIDA eftir Verdi í Arenunni. Auk þess förum við í fylgd með leiðsögn á þá staði sem tengjast Maria Callas í Verona. Þar göngum við í hennar fótspor og kynnumst sögustöðum bogarinnar sem tengjast henni og tónlistarlífinu. Verona er staðurinn sem Maria Callas kom fyrst til á Ítalíu og hún debúteraði í Arenunni.
Þessar fyrstu tvær nætur verður dvalið á hótelinu Leon d‘Oro****+ sem er klassískt hótel í göngufæri við miðbæ Verona.
Eftir það færum við okkur til bæjarins Garda við Gardavatn þar sem dvalið verður næstu vikuna. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið.
Dvalið verður á hótelinu Conca d'Oro sem stendur alveg niður við vatnið. Hótelið er rótgróið og fjölsyldurekið með smekklega innréttuðum herbergum. Tvíbýlin eru ýmist götumegin eða snúa að vatninu. Góð aðstaða er á efstu hæð hótelsins til að sóla sig og njóta útsýnisins yfir vatnið. Steinsnar frá eru svo strandir þar sem hægt er að leigja bekki og njóta þess að dýfa sér í vatnið.
Farið verður í skoðunarferðir og siglt vítt og breitt um vatnið en einnig er möguleiki að slaka á í bland við skipulagðar ferðir. Við förum til Sirmione þar sem Callas dvaldi oft og tíðum. Við göngum um bæinn og út á hinn stórkostlega tanga þar sem Catullo rústirnar er að finna.

Ferðin er í sölu hjá Heimsferðurm sem sér um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.
Verð
364.000 kr. á mann í tvíbýli götumegin (uppselt)
399.000 kr. á mann í tvíbýli sem snýr að vatninu (eitt herbergi laust)
415.000 kr. fyrir lítið einbýli götumegin (uppselt)
472.000 kr. fyrir stórt tvíbýli götumegin. Tveggja manna herbergi fyrir einn. (uppselt)
HÉR er hægt að bóka tvíbýli
Innifalið: Flug með Neos air og ein innrituð taska. Gisting á 3ja og 4ra stjörnu hótelum í 9 nætur með morgunverði. Allur akstur og siglingar sem getið er um í ferðalýsingu. Óperukvöldverður með drykkjum. Miði í góð sæti (poltrona) á AIDA eftir Verdi í Arenunni. Kvöldverður við komuna til Garda. Ferð út í eyjuna Isola del Garda á Gardavatni. Fræðsla um Maria Callas, tónlist og söngvara sem tengjast innihaldi ferðarinnar. Staðarleiðsögn eins og við á og fararstjórn allan tímann.
Ekki innifalið: Óperutónleikar í Bardolino. Gistináttaskattur á hótelum og þjórfé eins og við á hverju sinni.

Tónlistarlífið á þessum slóðum á sumrin er fjölbreytt og viðburðir tíðir. Í Bardolino, nágrannabæ Garda, eru jafnframt sumaróperutónleikar sem gaman er að hlusta á. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið.
Í ferðinni býður fararstjóri upp á fræðslu um söngdívuna elskuðu sem átti sín bestu ár á þessu svæði. Við munum nota hvert tækifæri til að kynnast lífi og starfi Maria Callas betur og sækja tónlistarviðburði
Blogg um kvikmynd sem er í framleiðslu um ævi Mariu Callas. Aðalhlustverkið leikur Angelina Jolie.
Dagur 1 – Komudagur - FÖS 20. júní og AIDA um kvöldið
Flogið er til Verona með með leiguflugi Heimsferða kl. 08:20 og lent kl. 14:20. Við innritum okkur á hótelið en förum svo fljótlega í sparifötin því okkar bíður stórkostleg sýning í Arenunni í Verona. Við munum borða saman á fallegum veitingastað áður en farið er að sjá nýja uppfærslu af AIDA eftir Verdi. Sýningin byrjar kl. 21:30 og setið er í góðum sætum. og lýkur rétt eftir miðnætti. Við sofnum með enduróminn af AIDA í eyrunum.
Við gistum fyrstu tvær næturnar á hótel Leon d‘Oro sem er 4 stjörnur+. https://www.hotelleondoroverona.com/en/home. Þaðan er stutt að fara niður í miðbæ Verona.
Dagur 2 – Maria Callas í Verona og AIDA í Arenunni - LAU 21. júní
Farið verður í fróðlega gönguferð um elsta hluta Veronaborgar sem er á UNESCO heimsminjaskrá. Við rekjum okkur í gegnum fótspor Mariu Callas og þá staði sem hún hafði oftast viðkomu á, þar sem hún bjó og gifti sig.
Auk þess kynnumst helstu kennileitum borgarinnar, tónlistarsögu, fólki og viðburðum sem hafa komist á spjöld sögunnar. Við heyrum um Rómeó og Júlíu og aðrar sögur um þessa borg ástarinnar og njótum mannlífsins.

Dagur 3 – Við færum okkur að Gardavatni - SUN 22. júní
Við færum okkur að Gardavatni í dag og kynnumst nágrenninu við hótelið okkar sem er staðsett við vatnsbakkann.
Hótelið heitir Conca d‘Oro https://concadorohotel.it/ og er 3 stjörnur. Sameiginlegur kvöldverður á hótelinu um kvöldið innifalinn.
.jpg)
Dagur 4 – Bærinn Garda og Bardolino - MÁN 23. júní
Gönguferð með fræðsluívafi um bæinn okkar Garda og upplýsingar um þá tónleika sem í boði verða á meðan á dvöl stendur. Rómantískir göngustígar liggja meðfram vatningu og fyrir þá sem vilja útsýnisgöngu er möguleiki að rölta út á tangann sem rammar inn víkina sem Garda stendur við. Við kynnumst sögunni, umhverfinu og helstu gönguleiðum í nágrenninu. Það má jafnvel bregða sér upp á klettinn fyrir ofan bæinn og njóta útsýnisins yfir allan suðurhluta vatnsins.
Eftir hádegishlé bregðum við undir okkur betri fætinum og skoðum nágrannabæinn Bardolino sem er m.a þekktur fyrir vín- og ólífurækt. Gangan á milli bæjanna tekur um 45 mínútur. Við kynnumst notalegum miðbæjarkjarna með veitingastöðum, kaffihúsum, smáverslunum og skemmtilegu mannlífi. Einnig skoðum eina af elstu kirkjum á svæðinu, San Zeno, sem er vel falin en kemur á óvart.
.jpg)
Dagur 5 - Ferð til norðurhluta vatnsins – Malcesine, Limone, Riva - ÞRI 24. júní
Heilsdagsferð til norðurhluta vatnsins. Farið með rútu til Malcesine sem stendur við norðausturenda Gardavatnsins þangað er tæplega klukkutíma akstur. Scaligero kastalinn setur sterkan svip sinn á bæinn og í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo. Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.
Síðan siglum við þvert yfir vatnið til bæjarnis Limone og kynnum okkur þennan sérstaka bæ. Fararstjóri stingur upp á veitingastað þar sem við getum borðað saman, ef vill. Bærinn stendur við þverhnípt fjallið og var einangraður langt fram eftir síðstu öld.
Þaðan er siglt til bæjarins Riva þar sem við dveljum þar til síðdegis þar til rútan kemur að sækja okkur. Verðum komin aftur heim um kl. 18:30
.jpg)
Dagur 6 – Sigling og heimsókn í eyjuna ISOLA DEL GARDA – MIÐ 25. júní
Farið verður í hina dulúðlegu eyju á Gardavatni sem á sér langa og merka sögu auk þess að eiga leynilega tengingu við Ísland. Brottför um morguninn með bát frá Garda. Við fáum fordrekk áður en haldið er til baka rétt eftir hádegið. Frjáls dagur síðdegis.
.jpg)
Dagur 7 – Sigling til Sirmione – FIM 26. júní
Við siglum til Sirmione og skoðum bæinn þveran og endilangan og finnum húsið hennar Mariu Callas. Yst á tanganum er að finna áhugaverðar rómverskar menjar sem líklega eru ein stærsta rómverska villa sem fundist hefur. Svo er hægt að njóta stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju götuhorni. Við heyrum um veru Maria Callas í Sirmione og göngum að húsinu sem þau hjónin áttu þar. Fleiri skemmtilegar sögur tengjast þessum stórkostlega bæ sem er einn mest heimsótti bærinn við Gardavatnið.
.jpg)
Dagur 8 – Markaðsdagur í Gard og óperutónleikar - FÖS 27. júní
Um morguninn er vikulegur markaðsdagur í Garda og þá er mikið um dýrðir. Markaðurinn teygir sig eftir endilöngum vatnsbakkanum og hægt að gera góð kaup. Annars er dagurinn frjáls. Um kvöldið mætti skella sér á óperutónleika í Bardolino sem haldnir eru í afhelgaðri kirkju þar í bæ. Óperutónleikahátíðin hefur haldin þar mörg sumur og stendur oftast vel undir nafni. Það er því upplagt að endurnýja kynnin við Bardolino og sækja óperutónleika um kvöldið þar í bæ. Fararstjóri kannar áhugann og finnur leið til að láta þetta verða að veruleika.
.jpg)
Dagur 9 – Frjáls dagur eða ganga upp á Rocca hiöfðann – LAU 28. júní
Frjáls dagur eða góða ganga. Fararstjóri þekkir orðið nokkrar gönguleiðir umhverfis vatnið og það er gönguferð í boði fyrir þá sem vilja. Hugmyndin er að fara upp á Rocca höfðann fyrir ofan bæinn og njóta útsýnisins þaðan og jafnvel "ganga í klaustur" sem þar er.
.jpg)
Dagur 10 – Brottfarardagur – SUN 29. júní
Við skráum okkur út af hótelinu rétt fyrir hádegið. Um að gera að nýta daginn við vatnið og fylla á ferðatöskurnar af alls kyns góðmeti til að taka með heim. Flugið er kl. 23.45 og við lent á Íslandi kl. 02:05 eftir miðnætti. Möguleiki að nýta daginn í að fara í versunarleiðangur ti að fylla á ferðatöskurnar, eða taka því rólega við vatnið okkar.
.jpg)