top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

...þó hjartað dæli blóði

Updated: Nov 4, 2023

Alveg yst á tanganum í Sirmone er Grotte di Catullo kennt við rómverskt ljóðskáld sem hét fullu nafni Caio Valerio Catullo, fæddur í Verona 84 f. Kr. og lést í Róm 54 f.Kr. Flugvöllurinn í Verona er nefndur eftir honum.


Þetta eru rústir af rómversku heimili eða villu, af stærri gerðinni - eitt það best varðveitta á Norður-Ítalíu. Fádæma fögur staðsetning og dásamlegt útsýni - ekki skrýtið að einhver rómverskur landstjóri eða hershöfðingi hafi valið sér þennan stað til að "hola" sér niður.


Talið er að svæðið hafi verið yfirgefið strax á 5. eða 6.öld e.Kr. og efnið hafi verið borið burt smátt og smátt til að nota í aðrar byggingar á Sirmione. Ferðamenn á 17. og 18. öld greindu frá þessum rústum í ferðasögum sínum. Fyrstu rannsóknir á rústunum voru fóru samt ekki fram fyrr en 1801 og þá af herforingja úr röðum Napóleóns sem var þá við völd hér við Garda og Verona. Stærðin á þessu ferlíki var 167m x 105m og þekur um 20.000 fermetra.


Svæðið eða flæmið er umlukið ólívutrjám, lavander- og rósmarínrunnum. Ekki er alltaf auðvelt að sjá hvað er hluti af landslaginu og hvað er byggingin sjálf.Tengingin við ljóðskáldið Catullo er þó óljós.


Margt bendir til að fjölskylda hans hafi átt eitthvert aðsetur í Sirmione en ólíklegt að það hafi verið þessi villa þó sumir hafa fært fram rök fyrir því að svo sé. Vitað er að hann varði góðum parti af lífi sínu í Róm og varð hluti af listakreðsunni þar, myndaði mikilvæg sambönd og átti vel tengda vini. Það er samt hálfgerð ráðgáta hvers vegna nafn hans tengist eða festist við þessa risastóru rómversku villu á tanganum í Sirmione.


Catullo er talinn eitt af áhrifamestu skáldum Rómarveldis til forna. Ljóð hans eru þekkt fyrir mikið bókmenntalegt gildi sitt, tilfinningalegt næmi og áherslu á ást og vináttu. Ljóð hans voru mikið lesin og vel metin á meðan hann lifði og eru enn í dag dáð og rannsökuð.


Ljóðin innihéldu bæði gagnkynhneigð og samkynhneigð ástarþemu og í verkum hans er oft að finna erótík og mikla næmni. Hann var einnig frumkvöðull í orðavali sínu, notaði oft orð og form sem ekki er algengt að finna í hefðbundnum rómverskum ljóðum. Hans best þekktu ljóðasöfn eru Tibiis Gratiam og Carmina.


Ljóðasafnið hans Carmina, inniheldur mörg ástarljóð sem lýsa djúpri þrá. Sum þeirra eru greinilega helguð eiginkonunni, á meðan önnur er samin til konu að nafni Lesbia sem álitið er að sé dulnefni fyrir Clodia Metelli, harðgifta konu í óhamingjusömu hjónabandi sem Catullo átti í stormasömu ástarsambandi við. Mjög merkileg kona þess tíma, efni í annan pistil. Ljóðin er mjög erótísk, tilfinningaþrungin og opinská hvað varðar holdlegar þrár og tilraunir þar um.Tenging við Ísland

Mörg tónskáld hafa nýtt ljóðin hans til listsköpunar og auðvitað eigum við okkar fulltrúa.


Jóhann Jóhannsson nýtti sér ljóð eftir hann á plötunni Englabörn þar sem er að finna verk við ljóð nr. 85 "Odi et amo" sem myndi útleggjast Ég hata og ég elska. Lagið er flutt af strengjakvartett og píanói og sungið í gegnum vocoder sem umbreytir mannsröddinni á ýmsa vegu. Ótrúlega áhrifríkt verk sem hægt er að hlusta á á Spotify.

Ōdī et amō. Quārē id faciam fortasse requīris. Nesciŏ, sed fierī sentiō et excrucior.

I hate and I love. Why I do this, perhaps you ask. I know not, but I feel it happening and I am tortured.

...þó hjartað dæli blóði

Ef gula pressan hefði verið til á þessum tíma og Stinni Stuð hefði verið búinn að syngja til hennar Hörpu Sjafnar sinnar hefði dánarorsök Catullo líklega verið "dáinn úr ást" eða brokan-heart syndrom. Hann varð víst alveg heltekin af Clodiu og jafnaði sig ekki á sambandsslitunum. Hann varð þrítugur. Áreiðanlegar heimildir geta þess ekki hvernig hann dó, en ég reiði mig á gulu pressuna fyrir aukin áhrif :-)
Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page