top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Róm, um Róm, frá Róm, til ...💞

Updated: Jun 29, 2022

Andblærinn sem bærist þegar þessi borg er til umfjöllunnar er gildishlaðinn. Róm er borg til að njóta með öllum skilningarvitum.


Ég fékk vinkonu mína, Unu Sigurðardóttir til að telja upp það helsta sem rómverskir ferðlanagar ættu að skoða þegar komið er "heim" til Rómar. Þau Una og Ólafur Gíslason hafa séð um Rómarferðirnar fyrir Heimsferðir undanfarin ár og hjá þeim liggur heilt koffort af fróðleik. Er svo lánsöm að fá að vinna með þeim annað slagið og drekka af þeirra viskubrunni.


Róm er svona borg sem allir jarðarbúar ættu að koma til a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni. Það hlýtur eiginlega vera að við séum öll með erfðaefni þaðan. Kannski höfum við öll átt einhver fyrri líf í Rómarveldi sem var víðfeðmasta ríki sögunnar, heimsveldi, um tíma.


Óli Gísla á þennan pistil sem hann skrifaði fyrir nokkrum árum og heitir Ferðin til Rómar. Ég hvet ykkur til að lesa þennan frábæra pistil.


Í þessum þætti í podcasti Illuga Jökulssonar fjallar um Rómarkeisara og fylgjendur Krists


En hér kemur tillaga að því sem þið megið alls ekki láta fram hjá ykkur fara þegar þið komið til Rómar.


Róm er ótrúlega þægileg og minni en virðist við fyrstu sýn svo hægt er að ganga allan miðbæinn þveran og endilangan og í kross án þess að fá nokkurn tímann nóg. Það er líka alls staðar hægt að setjast niður, hvíla lúin bein og vökva sig.
Fyrir utan Vatikanið, Péturskirkjua, Forum Romanum, Colosseum, Piazza Venezia, Pantheon, Piazza Navona þá er Trastevere hverfið frábært. Það hverfi er svona uppáhaldshverfið hingað til. Þar er líka frábært að fara á kvöldin til að borða.
Gaman er að fara á Campo de' Fiori til að kíkja á morgunmarkaðinn sem stendur til kl. 14:00. Svo eru matsölustaðirnir kringum torgið góðir i hádeginu. Þar er líka mikil stemming á mill kl. 17-20 þegar allt unga fólkið kemur í fordrykk, aperitivo.
Hugsið götuna Via del Corso sem Laugaveginn. Hún liggur a milli Piazza Popolo og Piazza Venezia. Þar og í nærliggjandi hliðargötunum finnið þið allra bestu og frægust verslanir ítalskra tískuhönnuða.
Ef þið gangið með Piazza Popolo i bakið þá kemur á vinstri hönd Via Condotti sem er ein frægasta verslunargatan og fyrir nokkrum árum voru þar dýrustu og fínustu búðirnar en það hefur örlitið breyst. Hun liggur upp að Spænsku Tröppunum. Á Via Condotti er Caffe Greco sem er i óbreyttri mynd frá 1760 og er annað elsta kaffihús Ítalíu á eftir Florian (1720) i Feneyjum. Endilega setjast þar og fá sér rándýrt kaffi eða drykk.
Þaðan er svo stuttur gangur að Fontana di Trevi. Áfram gakk eftir Via Condotti? alveg að Piazza Venezia, þar sem við getum dáðst að Föðurlandsaltarinu eins og Ítalir kalla það. Hægt að ganga upp 200 tröppur og taka svo lyftu síðustu 6 hæðirnar. Þar er fábært útsýni yfir Róm.
Svo er líka hægt að fara annan dag til hægri frá Via del Corso með Via Condotti i bakið og zikk-zakka i gegnum hverfið beint áfram með stefnu frá Piazza Popolo og villast regluleg, en taka svo loks stefnu með aðstoð Google maps á Piazza Navona. Á leiðinni eru ótal listaverk til að dást að og njóta t. d kirkjur, styttur, málverk, byggingar o.fl.
Setjast og hvíla sig i kaffi eða drykk og fara svo að koma auga á götumerkingar sem vísa á Pantheon, Piazza Navona. Einnig hægt að taka bíl á Campo de' Fiori og ganga þaðan yfir til Piazza Navona, Pantheon, eða labba fra Campo de' Fiori yfir i Trastevere. Ef farið yfir brúna Ponte Sisto kemur maður beint inn i það hverfi.
Mæli svo með að far í Tivoli garðana, sem eru um 30 km fyrir utan Róm. Tivoli var vinsæll sumardvalastaður hjá Rómverjum. Rómverskir aðalsmenn fóru þangað til að hvíla sig frá sumarhitunum í Róm. Meðal þeirra sem áttu sumardvalarstaði þar voru skáldin Catúllus og Hóratíus. Sömuleiðis áttu stjórnmálamennirnir Brútus og Cassíus hús þar og síðar keisararnir Trajanus og Hadríanus. En annars er þetta listilega stallaður listigarður í fallegum umhverfi.
Einnig væri áhugavert að fara niður að strönd og skoða Ostia, ekki langt frá Fimumicino flugvellinum. Stundum getur miðborgin verið yfirþyrmandi og því er Ostia Antica frábær staður til að slaka á frá ringulreiðinni í borginni. Ostia Antica var hluti af höfn Rómverja til forna.
Katakomburnar eru líka spennandi. Þá liggur beinast við að fara í Katakombur S. Callisto út við Via Appia. og skoða í leiðinni Pálskirkjuna utan múra. Þá sjáum við líka Pýramýðann í leiðnni og Quo Vadis kapellunn. Í S. Callisto katacombunum eru Santa Cecilia grafin.

HÉR er svo pistill eftir undirritaða sem fjallar um aðrar Péturskirkjur í Róm, ef ske kynni að þið væruð að safna þeim.


Í haust. 6. - 10. oktbóer verður svo í boði rómuð Rómarferð. HÉR eru upplýsingar um það.




Recent Posts

See All

Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note
bottom of page