Orrustan við Solferino, 24. júní 1859, er blóðugasta stríð 19.aldar en markaði mikilvægt skref í sameiningu Ítalíu.
Bardaginn hófst snemma morguns við þorpið Solferino, sunnan við Gardavatnið. Stríðandi fylkingar voru að koma sér fyrir undir nóttina en Frakkar og Ítalír sem voru bandamenn í þessu stríði, gengu eiginlega í flasið á Austurríkismönnum sem höfðu komið sér fyrir á sömu slóðum.
Þar sem ekki var tilbúin ákveðin hernaðaráætlun voru bardagarnir sem áttu sér stað ósamræmdir og skiptuðst í þrjú aðskild átakasæði: við Medole (suður); Solferino (miðja); og San Martino (norður). Frakkar réðust á aðalsveit austurríska hersins í dögun, en Ítalir réðust á Austurríkismenn hægra megin til suðurs við San Martino.
Orrustan hófst því með undarlegri blöndu af ásetningi, fumi og fáti og er ein skýringin á því að svona mikið mannfall varð.
Það voru 140.000 austurrískir hermenn sem börðust gegn 95.000 Frökkum og 40.000 Ítölum. Bardaginn geisaði í 15 klukkustundir og vopnin sem notuð voru þýddu að mannfallið og manntjónið var skelfilegt! Þó að enginn geti verið viss um nákvæmar tölur eru flestar heimildir sammála um að vel yfir 25.000 hermenn hafi látist þennan dag, jafnvel talið að talan gæti hafa verið allt að 40.000!
Um 20.000 særðust og þjáðust hræðilega í sumarhitanum. Margir hinna særðu lágu undir heitri sól í þrjá daga þar til að þeim var sinnt. Jafnvel Napoleon var svo misboðið að hann leitaði friðar við austurríska keisarann.
Svissneskur kaupsýslumaður, Henri Dunant, átti þar leið um í viðskiptaerindum en hörmungarnar sem blöstu við honum fengu hann til þess að gleyma erindi sínu. Hann réðist í það að stofna hjálparsveit með þorpsbúum til að hjúkra særðum mönnum, í kirkjum og skýlum hvar sem því varð við komið og helgaði sig verkefninu að hlúa að særðum í nokkra daga. Þessi upplifun hafði djúpstæð áhrif á hann. Hann skrifaði minningabók með áskorun til heimsbyggðarinnar um að stofna sjálfboðasveitir hjúkrunarfólks í stríði sem yrðu viðurkenndar af öllum herstjórnum.
Henri Dunant hefur stundum verið réttnefndur Samverjinn frá Solferino. Hann barðist fyrir betri meðferð særðra og það leiddi af sér fyrsta Genfar-samninginn (Genfar-sáttmáli) undirritaður árið 1863 sem síðan leiddi til stofnunar Rauða krossins, stofnunar sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag!
Franski herinn undir stjórn Napoleons III og her Sardiníu undir stjórn Vittorio Emanuele II (saman þekkt sem franska-sardínska bandalagið) gegn austurríska hernum undir stjórn Franz Joesph I keisara, var síðasta stóra orrustan í heimssögunni þar sem allir herir voru leiddir af þjóðhöfðingjum ríkjanna í eigin persónu, sem héldu sig í hæfilegri fjarlægð.
Eftir blóðbaðið í Solferino var undirritaður sáttmáli í Villafranca sem tryggði Ítölum Lombardia (Lanagabarðaland), en Veneto-svæðið kom í hlut Austurríkismanna. Það tók sjö ára erjur og bardaga til viðbótar áður en landið var loks sameinað aftur undir stjórn Vittorio Emanuele II konungs Ítalíu.
Turninn, San Martino della Battaglia sem staðsettur á þessu fallega landsvæði í Lugana er minnisvarði um bardagann. Þar inni er safn þar sagan af bardaganum er rakin í veggmyndum upp eftir öllum turninmum.
Það sem er óhugnanlegt en á sama tíma forvitnilegt er beinakirkjan sem staðsett er þar rétt hjá. Jú, rétt til getið. Hún geymir jarðneskar leyfar 7.000 hermanna og 1.413 hauskúpur. Í gegnum tíðina hafa reglulega komið upp bein og hauskúpur úr jarðveginum við akuryrkju og jarðrask og þeim hefur einnig verið komið fyrir í beinakirkjunni, Ossaria San Pietro in Vincoli.
Benedikt Gröndal skrifaði bókina Heljarslóðaorrustan um orrustuna við Solferino. Þar skrifar hann á gamansaman hátt um samtímaatburði sína í stíl fornaladarsagna og setti Napóelon 3. og hinar söguhetjurnar i hlutverk fornkonunga.
Comentários