top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Furðuleg söfn í Marche

Updated: Sep 29

Það eru nokkur óvenjuleg söfn í Marche héraði á Ítalíu. Þeir Markverjar veita Íslendingum harða samkeppni í hugmyndaauðginni við að setja saman söfn um allt mögulegt.

Ég valdi nokkur skemmtileg söfn að segja ykkur frá sem eru sérstök og öðruvísi, en það er fjölmörg fleiri „hefðbundin" söfn sem vert er að skoða.


Saumavélasafnið í Filottrano

Það var dellukallinn Gustavo Boresta sem byrjaði að safna saman saumvélum, tækjum sem áttu stóran þátt þróun tískunnar, iðnbyltingarinnar raunar. Í raun stórfelld bylting frá lokum 18.aldar til miðrar 19. aldar. Gustavo þessi hefur ferðast um heiminn til að safna saumavélum sem varð svo að risasafni. Það er takmarkaður fjöldi saumvéla sam fær þann heiður að vera til sýnis, um 250 talsins en safnið er miklu stærra. Áhuginn hjá Gustavo kviknaði þegar amman hans eignaðist saumvélina em notðu var til að sauma hefðardress á Margherita drottningu. Auk þess hefur hann komist yfir „skurðstofusaumavél." Allar vélarnar eru vinnuhæfu ástandi og Gustavo lagði mikið upp úr því að handbókin fylgdi með og í sumum tilfellum eru pakkningarnar með líka. Á jarðhæðinni er einnig að verða til myndarlegt safn straujárna.

Staðsetning: Piazzale 11 Febbraio, 2, 60024 Filottrano (AN)

Annars eru nokkur önnur skemmtileg söfn í þessum litla bæ, Filottrano, þannig að ef þú átt leið þangað þá ættirðu ekki að sleppa því að fara á:

Vagnasafnið (Museo del Biroccio) sem hýsir sérstaka sögu tveggja-hjóla vagna frá tímum Etrúra á þessu svæði, þar sem Markverjar hafa í gegnum tíðan skreytt vagnana með skrautlega máluðum myndum.


Í sama húsi er safn sem heitir Museo Beltrami sem ber nafn þess sem átti flesta safngripina, Hér er að finna forna muni og gripi frá frumbyggjum Norður- og Mið-Ameríku sem umræddur Beltrami fann á ferðum sínum á þeim slóðum. Hann var dómari á tíma yfirráða Napóleons og er í dag þekktur fyrir að hafa fundið norðurupptök Mississippi árinnar og fyrir aðrar mikilvægar ferðir til Mexíkó og Haítí.

Staðsetning: Via Beltrami, 2 – Filottrano (AN)

Í Filottrano er jafnframt að finna Minningarsafn um orrustuna við Filottrano.


Studdir af pólskum hersveitum tókst frelsishersveit Ítala, undir stjórn Umberto Utili hershöfðingja, að hrekja nasista frá bæjunum Filottrano, Castelfidardo og Osimo. Þar með opnaðist leið til hafnarborgarinnar Ancona. Þetta var mjög mikilvægt til að geta haldið birgðalínurm opnum fyrir hersveitir bandamanna Adríahafsmegin á Ítalíuskaganum.


Safnið hýsir sögulegar gripi sem tilheyra herunum sem stóðu andspænis hvor öðrum á vígvellinum.


Staðsetning: Via Roma, 15, 60024 Filottrano (AN)

 

Hamrasafnið

Hamarinn er verkfærið sem er í aðalhlutverki á hamrasafninu. Saga þessa nytjahlutar er rakin í gegnum ýmis tímabil í mannskynssögunni þar sem hann hefur m.a. verið notaður í daglegu lífi til heimilisnota, handverks og iðnaðar.

Það eru meira en 500 eintök til sýnis frá 40 löndum. Þar finnur þú hamra úr bronsi, steini, stáli, rúskinni, kopar og jafnvel kristal. Það er líka eftirgerð af hamrinum sem Páll páfi VI notaði á hinu heilaga ári 1975 til að opna dyr fagnaðarins. Safnið er staðsett á bæjarskrifstofunum, Palazzo Comunale þar sem bóksafnið er og einnig mjög áhugavert listaverkasafn.


Staðsetning: Palazzo Comunale, Via G. Leopardi, 179, Sarnano

 

Náttúrulitasafn

Náttúrulitasafnið í Lamoli (Il Museo dei Colori Naturali di Lamoli) er til húsa í hinu glæsilega Lamoli klaustri í Borgo Pace. Þar er að finna regnboga af litatónum frá ýmsum tímabilum sögunnar. Hér er hægt að kynna sér litunaraðferðir með plöntulitum og sögu litunar til okkar tíma. Boðið er upp á námskeið.

Staðsetning: Via dell' Abbazia 7, Borgo Pace
 

Winston Churchill safnið

Smábærinn Montemaggiore al Metauro var miðstöð sögulegra atburða í seinni heimsstyrjöldinni. Síðasta stóra varnarlína nasista, gotneska línan, teygði sig 320 km yfir norðurhluta Apennínafjallgarðsins frá Pesaro til La Spezia. Þegar bandamenn vildu þvinga gotnesku línuna lengra norður komu þeir fram með áætlun sem varð þekkt sem ólífu-áætlunin (Operation Olive). Henni var hrint í framkvæmd í Metauro dalnum 25. ágúst 1944. Hugmyndin var að ráðast á þekktar staðsetningar Þjóðverja meðfram Adríahafsströndinni og inn í landi, þvinga þá lengra norður, en einnig að draga athyglina frá annarri áætlun (Operation Overland) og innrásinni í Frakklandi.


Metauro dalurinn og nærliggjandi strönd, sem og hæðirnar inn í landi, voru vettvangur mikils bardaga. En það var í raun annar atburður sem kom Montemaggiore á kortið. Winston Churchill, í fylgd Alexanders hershöfðingja, kom til Montemaggiore al Metauro. Hershöfðininn stillti sér upp á gömlu borgarmúrunum sem gegndu hlutverki varnarmúrs við Metauro dalinn til að fylgjast með upphafi aðgerða þar skammt frá. Þetta var það næsta sem forsætisráðherrann komst því að taka þátt í bardaga í fullum gangi. Þessi partur af borgarmúrnum gatan þar undir er nú nefnt Belvedere Churchill honum til heiðurs. (Belvedere þýðir 'fallegt útsýni' eða 'sjá yfir'.)


Afhelguð kirkjan Santa Maria del Soccorso geymir ljósmyndir af þessum epíska atburði og mikilvæga bardaga, ásamt skjölum, herbúningum og öðrum sýningarmunum. Opinberlega er það kallað „Museo Civico-Storico-Ambientale del Fiume Metauro“ en það er oftast einfaldlega kallað Winston Churchill safnið og er staðsett við hliðina á ráðhúsinu í bænum. Það er einungi opið fyrir hádegi á laugardögum en einnig hægt að panta tíma.




Staðsetning: Via Roma, 15, 61030 Montemaggiore Al Metauro (PU)
 

Kaðla- og múrsteinasafn

Það ætti að vera grundvallaratriði á stafrænni öld að varðveita uppruna og hefðir. Þetta safn er tileinkað vinnulúnum höndum og tveimur gömlum handverksaðferðum. Múrsteinagerð var mjög mikilvæg fyrir félagslega og efnahagslega þróun frá fornu fari og það sama má segja um kaðlagerð. Safnið er í miðaldabænum Orciano sem á sér rætur allt aftur til þjóðflokka sem byggði Ítalíuskagann fyrir tíma Rómverja. Museo della corda e degli antichi mestieri


Staðsetning: Via Cesare Battisti, 4, 61038 Orciano di Pesaro PU, Italy



Heimildir víðsvegar af veraldarvefnum og úr eigin reynslu


Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page