top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Hotel Tito

Updated: Nov 4, 2023

Yfirgefnar þjálfunarbúðir frá tíma Tito. Flóttamannabúðir og Ivana Bodrožić, upprennandi króatískur rithöfundur.


Hennar þekktasta bók er líklega bókin The Hotel Tito sem á eftir að þýða á íslensku. Hótel Tito heitir reyndar á frummálinu Hotel Zagorje en fékk þennan titil í enskri útgáfu.


Rithöfundurinn Ivana Bodrožić er fædd 5. júlí 1982 í bænum Vukovar í Króatíu.


Hotel Tito er tilvísun í heimabæ Tito, Kumrovec, þar sem skammt frá voru þjálfunarbúðir fyrir upprennandi foringja í hinni sósíalísku Júgóslavíu. Á meðan á Balkanskagastríðinu stóð voru húsakynnin svo notuð fyrir athvarf fyrir flóttmenn, mest króatískar konar og börn þeirra. Eftir að stríðinu lauk hafa húsin staðið auð.


Í bókinn rekur Ivana sögu sína frá því að stríðið brýst út og mikil átök eiga sér stað í hennar heimabæ, Vucovar, sumarið 1991. Þá er hún 9 ára gömul og flýr með móður sinni og eldri bróður í „frí“ við sjávarsíðuna til að vera fjarri hernaðarátökum. Faðir hennar berst með króatíska hernum en er „týndur" á meðan hún dvelur fjarri heimahögum. Hún er flóttamaður næstu sex árin. Á meðan eru framin þjóðarmorð í hennar heimabæ (fjöldamorð á Vukovar sjúkrahúsinu) og samfélagsmyndin breytist gjörsamlega, þar sem áður bjuggu króatar og serbar í sátt, að mestu, og samlyndi. Þegar hún kemur til baka er allt breytt og faðir hennar finnst aldrei.


Gert hefur verið leikrit eftir sögunni

Leikritið byggir á skáldsögunni en hugmyndin var útvíkkuð. Frumsýnt var í Gavella leikhúsinu í Zagreb árið 2020. Aðstandandi sýningarinnar, króatíska leiklistarkonan Jelena Kovacic, segir: „Sagan er fyrst og fremst sögð af konum. Það var mikilvægt fyrir okkur að heyra hina hliðina, þessa svokölluðu nánu hlið sögunnar, þá sem hin opinbera saga víkur sér undan að segja frá,“ bætir hún við.


Í sviðsetningunni er ljósmyndum af núverandi ástandi „hótelsins“ brugðið upp á meðan á leik stendur. Persónurnar útskýra hvað var þar áður og hvað þær gerðu á meðan þær bjuggu þar.

Reyndar er um tvær byggingar að ræða.

Það sem núna er kallað "memorial house" er upprunalegi skólinn og hann stendur steinsnar frá, ofar á hæðinni.


HÉR hefur einhver laumast inn og vel sést að húsið í er bara í þokkalegu standi,


Þessi bygging er frá 1974, en þegar vinsældir skólans jukust var græna byggingin reyst sem skartaði bíósal, íþróttasal, 175 herbergjum og sprengjubyrgi sem gat staðið af sér atómsprengju. Hótelið opnaði árið 1981 aðeins ári eftir að Tito lést.


Nýrri byggingin er hinsvegar í mun verra ásigkomulagi, í mikilli niðurníðslu. Ríkið hefur gert nokkrar árangurslausar tilraunir til að selja hana. Kínverski frumkvöðullinn Jiang Yu sótti um að kaupa í útboði árið 2019 en þar sem hún greiddi ekki peningana fyrir tiltekinn frest, féll það um sjálft sig og örlög eignarinnar eru enn óljós.


HÉR er kynning frá bæjarstjóra Kumrovec sem hefur fullan hug á að selja bygginguna og koma henn í fyrra horf.


Einhver snillingur braut sér leið inn í bygginguna fyrir nokkrum árum og skrifaði um það í þessum pistli.


Báðar byggingarnar eru ákveðið kennileiti innan heims arkitekturs. Fyrri byggingin er einstakt dæmi um júgóslavneskan módernískan arkitektúr frá 1975 og seinni byggingin er hvalreki fyrir unnendur „brutalism" (þýð. grimmdarhyggju).


Ég fékk þessar myndir lánaðar hjá Hr. Kathmandu & Beyond, sem heldur úti síðu þar sem hann heimsækir yfirgefnar byggingar.



En innlitið á Hotel Tito er aðeins útdúrdúr. Markmið pistilsins var að benda á höfundinn Ivana Bodrožić og hvetja ykkur til að lesa bókina sem hægt er að hlusta á hér: https://www.audible.com/pd/The-Hotel-Tito-Audiobook/B0788B7F8J?action_code=ASSGB149080119000H&share_location=pdp


Og svo er kvikmynd í farvatninu...

Ivana Bodrožić, ásamt virtum bosnískum kvikmyndaleikstjóra, Jasmila Žbanić, eru að skrifa kvikmyndahandritið um Hotel Tito sem vonandi kemur fljótlega fyrir augu almennings.


Heimildir víðsvegar af internetinu, t.d.




Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page