top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Meštrović og Einar Jónsson

Updated: Nov 4, 2023

Að vera líkt við snillinga eins og Michelangelo, Auguste Rodin og borinn saman við Einar okkar Jónsson hlýtur að vera mikill heiður.

Ivan Meštrović
Ivan Mestrovic

Myndhöggvarinn, Ivan Meštrović, fæddist í Vrpolje þann 15. ágúst 1883, en varði bernsku sinni í þorpinu Otavice sem er í baklandinu inn af Dalmatíu-ströndinni. Á þeim tíma tilheyrði þetta svæði konungsdæmi sem kallaðist Króatía-Slavónía og var undir stjórn austurísk-ungverska keisaraveldisins, Króatía í dag.


Meštrović flutti að heiman til Split til að læra steinsmíði hjá manni sem hafði komið auga á hæfileika hans. Ári seinna var hann kominn í Listaháskólann í Vín þar sem hann lagði stund á nám á árunum 1901-1906.


Meštrović tók þátt í sýningum secession-hreyfingarinnar í Vín sem venjulega er talað um aðskilnaðarstíl við ríkjandi Art Nouveau stílinn sem var áberandi á þessum tíma. Þar hitti hann fyrst Auguste Rodin, franska myndhöggvarann sem varð áhrifavaldur í listsköpun Meštrović og síðar varð mikill vinskapur þeirra á milli. Rodin kallaði hann „jöfur meðal myndhöggvara” og sagði hann meiri listamann en hann sjálfan.


Eftir námslok starfaði Meštrović í París, Belgrad, Cannes, Róm og Zagreb. Á milli stríða bjó hann í Júgóslavíu. Hann var prófessor við listaakademíuna í Zagreb í 20 ár og gaf öll laun sín til fátækra nemenda til að styðja þá til listnáms.


Verkin hans þróuðust stöðugt og endurspegluðu pólitíska afstöðu hans en eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út sneri hann sér að dulrænum og trúarlegum viðfangsefnum og þróaði smám saman sinn persónulega og einstaka stíl. Þessi þjóðernislegu þemu í list hans tileinkaði hann króatísku þjóðinni, en seinna á lífsleiðinni áttaði hann sig á að ást hans til króatísku þjóðarinnar næði til allra þjóða heims og þar með til Guðs!


Stríðshremmingar

Í aðdraganda fyrri heimsstyrjaldarinnar var Mestrovic opinberlega stuðningsmaður júgóslavnesku frelsissamtakanna sem stofnuð voru til að halda aftur af tilraunum Ítalíu til að leggja undir sig hluta Dalmatíu-héraðsins. Eftir því sem frægðarsól Mestrovic varð meiri drógu pólitískar skoðanir hans að sér meiri athygli yfirvalda. Hann neyddist því til að flýja heimaland sitt í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar og var í raun landflótta eða í sýningarferðalagi á meðan á stríðinu stóð. Hann flutti svo aftur heim í nýstofnað Konungsríki Serba, Króata og Slóvena og kynntist þá seinni konu sinni, Olga Kesterčanek. Þau settust að í Zagreb þar sem þau dvöldu á veturna en byrjuðu svo að byggja sér heimili Split þar sem þau vörðu sumrunum.


Síðan fer stríðsórói að gera aftur vart við sig og fasista-Ítalía ræðst inn í Króatíu 1941 . Eftir að Mestrovic móðgar Hitler með því að afþakka boð um að sýna á listasýningu í Berlín er hann handtekinn af Ustaše hreyfingunni sem var fasísk aðskilnaðarhreyfing sem náði völdum á þessu svæði. Hann situr í fangelsi í Zagreb í 5 mánuði. Gefin var út tilskipun um að taka hann af lífi en bænaskjal frá Vatikaninu varð til þess að honum var sleppt árið 1942.


Hann fær hæli í Sviss þar sem hann þjáist mjög, ekki vitandi um afdrif margra fjölskyldumeðlima. Bæði hann og dóttir hans urðu alvarlega veik, fyrri kona hans, Ruža Klein Meštrović deyr í stríðinu og 30 af hennar fjölskyldumeðlimum sem voru gyðingar enduðu lífi sitt í útrýmingarbúðum nasista. Á þessum tíma gerði hann eitt af meistaraverkum sínum, Job (1946) sem þykir tjá vel þennan erfiða tíma í hans lífi.


Meštrović bjó í Róm um tíma, en gat ekki fyrir nokkurn mun hugsað sér að þiggja boðið um flytja aftur „heim" til Júgóslavíu þar sem Tito hafði komist til valda, stjórnmálamaður sem hann fyrirleit. Að lokum þáði hann boð um að flytja til Bandaríkjanna og gerast prófessur við Syracuse háskólann árið 1947. Síðar flutti hann til Indiana og kenndi við Notre Dame háskólann, allt til dauðadags.


Samlíking við Einar Jónsson

Það kom nokkrum sinnum fyrir að listsköpun Einars „okkar" Jónssonar væri líkt við verk Meštrović en Einar var allt annað en sammála um þá túlkun.

Vísir - Einar Jónsson og listaverk hans
Vísir - Einar Jónsson og listaverk hans

Í Vísi, 110.tölublað 23.4.1928 segir: *Þess skal getið að Einar Jónsson sjálfur telur það fjarri öllum sanni, að list hans og Mestrovic svipi saman. En þessu hefir oft verið haldið fram í erlendum blöðum, og hefir þar hver tekið eftir öðrum í þekkingarleysi. - Þýð.


Í greininni er haft eftir prófessor Cowl að listaverk Einars beri glögg merki þjóðernis hans.... Ef til vill mætti finna svipaðan blæ á listaverkum hins „serbneska" myndhöggvara Ivans Mestrovic. Kunnur listdómari í Bandaríkjunum, Dr. Brinton, segir í grein um Mestrovic að honum komi aðeins einn maður meðal listamanna þessa tíma í hug og það sé Einar. Þeir hafi báðir alist upp í fjalllendi og báðir gætt fjár í ungdæmi sínu. Báðir sökktu sér í niður í þjóðsagnir og hafa gert listaverk sem bera blæ þeirra.


Meštrović og Tesla

Þessir tveir listamenn kynntust og urðu vinir, gerðust báðir bandarískir ríkisborgarar og settust þar þar að. Þeir kynntust reyndar í New York, seint á lífsleiðinni og þó þeir hafi ekki hist oft, þá virðist hafa verið falleg vinátta á milli þeirra. Eitt af síðustu verkum Mestrovic var einmitt stytta af Nikolas Tesla sem stendur rétt hjá blómatorginu í Zagreb. Hann gerði raunar tvær, einnig brjóstmynd af honum. Meira um þeirra vinskap HÉR


Meštrović söfn í Króatíu

er að finna bæði í Zagreb og Split. Safnið í Zagreb er reyndar lokað sem stendur en verið er að gera húsnæðið upp sem varð fyrir einhverjum skemmdum í jarðskjálftanum árið 2021.

Mestrovic safnið í Split
Mestrovic safnið í Split

Safnið í Split er mjög gaman að heimsækja. Það er í raun tvískipt. Annars vegar heimili hans, þetta mikilfenglega hús, sem hýsir mörg af hans bestu verkum og hins vegar gamalt sveitabýli við sjóinn sem hann gerði upp. Hann endurlífgaði kapellu þar með sínum aðferðum og fallegum viðarskúlptúrum.

Mæli svo sannarlega með heimsókn á þetta safn.
Verk hans er að hægt að berja augum viðsvegar í miðbæ Split

  • Fyrir framan „gullna hliðið er stór koparstytta af biskupnum Gregor frá Nin (Gregor Ninski), 10.aldar prestur sem reyndi að fá Vatikanið til að samþykkja að messur væru fluttar á króatísku en ekki latínu eins og þá var gert. Fólk kemur og nuddar stórutána á styttunni til að öðlast gæfu.

  • Musteri Júpíters - Skírnarkapella Jóhannesar. Tileinkað rómverska þrumuguðinum, konungi Guðanna og guðdómlegum föður Díókletíanusar. Þar er stór bronsstytta af Jóhannesi skírara sem gerð var af Ivan Meštrović.

  • Stytta af Marko Marulić sem var uppi á 15. öld, á tíma yfirráða Feneyja. Hann var lögfræðingur, húmanisti og ljóðskáld, oft nefndur faðir króatískra bókmennta. Styttan staðsett á ávaxtatorginu.


Michelangelo og Meštrović

Hann bjó til fjölda lágmynda, andlitsmynda og fígúra úr steini, að hluta innblásin af Michelangelo og það kom fyrir að þeim væri líkt saman. Hann varð þekktur fyrir franska minnismerkið í Belgrad og indverska minnismerkið í Chicago. Verk Meštrović prýða almenningstorg alveg frá Zagreb, Split, Belgrad, Genf, Cannes, Búkarest, London, París og Róm, alla leið til Washington D.C., Chicago og Ottawa. Hann var fyrsti „lifandi” listamaðurinn til að fá einkasýningu í Metropolitan safninu í New York (1947).

Hér er ennfremur góð YouTube rás sem fjallar um hans helstu verk.Grafhýsi í Otavice

Hann varð bandrískur ríkisborgari árið 1954 og kom bara einu sinni til Júgóslavíu eftir að hann flutti til Bandaríjanna 1947. Hann var engu að síður mjög tengdur heimalandi sínu þó svo að honum misklíkaði stjórnarættir og hann ánafnaði Króatíu öllum verkum sínum árið 1952, 10 árum fyrir dauða sinn en hann lést 16. janúar 1962 í South Bend, Indiana.


Grafhýsi hans er hinsvegar að finna á æskuslóðunum í Otavice í Króatíu.
Heimildir

Fengnar víðsvegar af veraldarvefnum og hér:

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page