top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Ketkrókur í Hagkaup

Jólasaga 🍖 22. desember

Konan átti leið vestur í bæ, tveimur dögum fyrir jól, átti pantað í jólanuddið hjá besta nuddara bæjarins.


Lagði bílnum skammt frá Hagkaup á Eiðistorgi í þar til gert stæði og tók eftir því að í stæðinu við hliðina á mér hafði innkaupakerru frá Hagkaup verið lagt. Ég tók eftir því að hún var alls ekki tóm, aka, hún var stútfull af einhverju... Ég ákvað að doka við ef ske kynni að eigandanum hefði orðið brátt í brók og hefði gleymt hvar hann lagði kerrunni.


Tíu mínútum seinna var ljóst að kerran var munaðarlaus svo ég taldi það ráðlegast að kíkja körfuna í og viti menn...! Hún var full af KETI.


Mig minnti að Ketkrókur kæmi ekki til byggða fyrr en á Þorláksmessu, en vitað er að hann er nokkuð útsjónarsamur þegar kemur að því að verða sér úti um ket.


Kannski hafði Ketkrókur verið að vinna sér í haginn því hann var ekki væntanlegur til byggða fyrr en daginn eftir. Kannski var Ketkrókur búinn að planta kerrum hér og þar um bæinn til að gæða sér á og eiga orku í jólin. Kannski hafði Ketkrókur fengið kjötsvima og þurf að bregða sér afsíðis.


En mig fór því að gruna um að annan jólasvein væri að ræða eða hann Búðahnuplara!


Hvað gera konur þá?

Ég beið ögn lengur og braut heilann. Svipaðist um. Tók myndir.


Ákvað svo að skilja körfuna eftir því mér leist ekkert á að keyra fullri kerru af keti INN í Hagkaup.


Arkaði svo í Hagkaup og bað um að fá að tala verslunarstjórann. Fékk loks að tala við Helga vaktstjóra og tókst að útskýra fundinn fyrir honum.


Við Helgi örkuðum út á bílaplan og jú hann kannaðist við lærin af Deplu, Svínku og Huppu og hin 20 kjötflykkin sem voru vandlega vakúm-pökkuð með gæðastimpli. Helgi var handviss um að Ketkrókur væri þar að verki, en ekki hinn eini sanni þó, heldur Búðaketkrókur sem á það til að birtast alla daga ársins, ekki bara um jólin.


Til að gera stutta sögu enn styttri, tók Jóla-Helgi niður símann minn og arkaði svo aftur með ketið inn í Hagkaup.


Vona að ég fái nú fundarlaun fyrir þetta gustukaverk...


Hér eftir mun ég horfa rannsakandi augum á Ketkrók hvar sem ég sé hann.




Recent Posts

See All

Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note
bottom of page