Gosi er ítalskur og hann heitir Pinocchio.
Orðið Pinocchio er samsett úr tveimur orðum, pino (fura) og occhio (auga). Líkamsparturinn nef virðist þar ekkert koma við sögu. Hvernig hið íslenska Gosanafn kom til veit ég ekki, en gosi á íslensku hefur yfirleitt merkinguna ábyrgðarlaus eða lauslyndur maður eða galgopi. Kannski Galgopi sé betra nafn á Gosa?
Carlo Lorenzini (1826-1890) er höfundur sögunnar um Gosa en hann skrifaði reyndar undir nafninu Carlo Collodi. Móðir hnas var frá bænum Collodi og Carlo varði stórum hluta barnæskunanr þar og tók síðar upp bæjarheitið sem eftirnafn, kunnuglegt þema. Faðir hans, Domenico Lorenzini, var kokkur.
Carlo (Lorenzini) Collodi skrifað sem sagt “Le avventure di Pinocchio” eða Ævintýri Gosa. Við þekkjum öll söguna um tréstrákinn með einhverjum hætti, úr bók, söngleik, bíómynd, ballett eða teiknmynd. Við munum eftir kettinum, refnum, engisprettunni, álfadísnni, hvalnum og auðvitað gamla manninum sem smíðar Gosa.
Í grunninn fjallar sagan um trébrúðuna sem vildi bara vera alvöru strákur. Upphaflega sagan um um Gosa var þó allt öðruvísi en sú útgáfa sem við þekkjum í dag, þessi með Hollywood endinum. Í fyrstu útgáfu sögunnar greiðir Gosi fyrir misgjörðir sínar og er hengdur í tré, og já, deyr.
En höfundurinn lét undan þrýstingi og breytti endanum og lífgaði Gosa við.
Teiknimyndin frá því 1940 er raunar bönnuð börnum innan 6 ára því að í myndinni er ljótt orðbragð og ofbeldi en Disney útgáfan endarvel ólíkt upprunalegu sögunni.
Collodi
Annars í bærinn Collodi fyrst og fremst þekktur í dag fyrir Gosagarðinn, skemmtigarð fyrir börn. Árið 2004 hlaut Collodi virta umhverfisvottun ferðamanna, þekkt sem „Orange Flag“ sem ítalski „Touring Club“ Einungis staðir sem skera sig úr vegna sérstöðu sinnar, menningar- og verndarsjónarmiða og setja umhverfismál í forgrunn, fá þessa viðurkenningu.
Parco di Pinocchio
Í Gosagarðinum er skemmtilega staðið að fræðslu um umhverfismál fyrir skólahópa og yngir kynslóðina. Þar eru ævintýra- og þrautabrautir fyrir börn, fiðrildasetur og ýmiskonar upplifun í boði. Gosi er þar þema sem tengir saman það sem í boði er.
Garðurinn er tengdur Villa Garzoni sem er herragarður og er í dag hluti af upplifun þeirra sem koma í garðinn. Þetta forna virki skartar fallegum garði sem byggður var um 1652.
Comments