top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Kirgistan - menningararfur

Updated: 9 hours ago

Til er orðatiltæki í Kirgistan sem segir... Kirgisar fæðast á feltinu og deyja á feltinu.


Felt (eða filt eins og við myndum eflaust kalla það) byggir á ævafornri hefð við ullarframleiðslu. Felt er verkuð og mikið þæfð kindaull svo úr verður einskonar filt. Kindurnar eru rúnar tvisvar á ári og ullin er töluvert mismunandi eftir því hvort um haust- eða vorrúningu er að ræða. Fyrst er ullin hreinsuð en svo eru hún barin til að blanda saman vor og haust ullinni. Síðan er ullin lögð á strámottur í mörgum lögum og eftir kúnstarinnar reglum.



Sögulega séð hafa sauðfjárhirðar í Kirgistan langa hefð tengdri ull og filti. Þessa forna aðferð við að þæfa ull, erfðist frá móður til dóttur en týndist nær á meðan að Sovétríkin stýrðu málum. Það er kirgiskum konum að þakka að hefðin varðveittist. Gerð kirgiskra filtteppa er óaðskiljanlega tengt daglegu lífi hirðingjanna sem notuðu þau til að halda hita á yurt tjöldunum og skreyta heimili sín. Felt var fyrst og fremst notað i til að breiða yfir tjöldin en einnig til að gera hlýlegt inni í þeim.


Þæfingin fer fram skv. ævafornum aðferðum en einnig hafa verið kynntar til sögunar nýjar aðferðir sem þó standa fast í hefðinni. Fjölbreytni í framleiðslunni hefur aukist mjög. Auk teppa og motta til heimilisnota er ullarfiltið í auknum mæli notað í fatnað og ýmsa heimilismuni, listaverk, skartgripi, leikföng o.fl.


Ala kiyiz eða Shyrdaks

Kirgisar framleiða venjulega tvær tegundir af filtteppum: Ala-kiyiz og Shyrdaks. Ala-kiyiz er framleitt með innfellingartækni og miðað við Shyrdak er það auðveldara í framleiðslu. Það er meira notað til daglegs brúks, frekar en til skrauts. Shyrdaks teppi eru hins vegar endingarbetri. Meðalending Ala-kiyiz er um það bil 20 ár, en Shyrdak teppin geta endst í allt að 100 ár.


Hér sést munurinn á þessum aðerðum. Ala-kiyiz til vinstri og Shyrdaks til hægri.


Shyrdaks filtið er svo meira notað í fatnað, hatta og ýmsa muni til heimilishalds, ásamt skrautmunum, skartgripum og leikföngum.


Árið 2012 var framleiðsla á Ala kiyiz og Shyrdaks tekið inn á lista UNESCO um óáþreifanlegan menningararf heimsins eða lifandi hefðir (UNESCO Representative List of the Intangible Cultural Heritage of Humanity). Á þeim lista í dag eru 508 skráningarliðir frá 122 löndum.


Hin hefðbundna list Ala-kiyiz og Shyrdak á þó á hættu að hverfa. Iðkendum fer fækkandi og eru flestir komnir yfir fertugt. Skortur á skilninigi frá stjórnvöldum, áhugaleysi yngri kynslóða, yfirburðir ódýrra gerviteppa og léleg gæði og lítið framboð á hráefnum skýrir ástandið.


Það eru þó framsækin fyritæki og einstaklingar sem vilja varðveita þennan menningararf.


The Shyrdak // Nakta Designs fyrirtækið eru framsæknar konur sem eru að framleiða fallega muni með Shyrdaks aðferðinni.



Þessi framleiðsla er ekki aðeins mikilvæg fyrir sjálfbærni og efnahagslíf í landinu, heldur er hún einnig mikilvægur þáttur í menningararfi og hefðum Kirgistans. Felt hefur mikið gildi innan kirkjunnar og er tákn fyrir ættir og þjóðernislega sjálfsmynd.


Í dag er aukinn áhugi á hefðbundnu handverki kirgisa studdur af ferðamönnum. Haldin er árleg hátíð þar sem þessum menningararfi eru gerð góð skil.


Felt Festival

Hátíðin kallast „Kiyiz Duyno“ sem þýðir í beinni þýðingu Heimur feltsins. Hér eru haldnar vinnustofur, sýnikennslur og allt gert með það að markmiði að kynna og uppfræða. Felthátíðin er ein besta leiðin til að kanna menningu og þjóðfræði þessa fjallalands.


Textíllistakonunni Aidai Asangulova er umhugað um að varðveita þetta handverk og þróa það. Hún hefur verið að vinna með að blanda saman felti og silki og framleiða fatnað. Hún segir það brúi bilið milli þessa gamla og nýja.


Gerð var heimildarmyndin, Taberik, um hennar leið í listinni


Ferð til Kirgistian 15. - 24. ágúst 2025

Fyrirhuguð er sérferð til Kirgistan með Fiðrildaferðum á næsta ári. Einn daginn þegar dvalið verður á Kochkor svæðinu gefst tækifæri að fylgjast með þessari vinnslu, jafnvel að taka þátt og skoða varning sem unnin er með Shyrdaks aðferðinni.




HÉR er facebook hópur þar sem veittar eru upplýsingar um ferðina og hitað upp.


Heimilidir víðsvegar af veraldarvefnum, m.a. hér:






Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page