top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Draumgjafi / Kvik-yndi?

Updated: Nov 4, 2023

Við þekkjum flest orðasambandið trendsetter eða trend setting en set-jetting og set-jetters er kannski nýrra fyrirbæri sem er notað í tengslum við staði og fólk sem ferðast þangað sem það sér í vin­sæl­um sjón­varpsþátt­um eða bíómyndum.


Okkar ástkæra ylhýra, notar orðið stefnusmiður fyrir trendsetter. Spurning hvernig við snörum set-jetting? Kannski kvik-yndi ... eða er það of langsótt? Fékk tillögu frá einum lesanda um orðið DRAUMGJAFI. Mér líst líka vel á það. En ykkur?


Fjallað er um fyrirbærið í þessari nýlegu grein í Morgunblaðinu


Allavega. Það er af nógu að taka hvað varðar fallega staði á Ítalíu sem hafa komist á kortið með þessum hætti. Í raun þarf ekki bíómynd til í flestum tilfellum. Ég held að fólk eigi eftir að fara til Rómar, Garda, Napoli og Milano um aldur og ævi, hvort sem fleiri bíómyndir verða teknar þar eða ekki.


Samkvæmt skýrslu sem Expedia lét gera nýverið hefur sjónvarp áhrif á val okkar á fríi meira en nokkru sinni fyrr. Rannsóknir Expedia segja að kvikmyndir og sjónvarpsþættir séu nú helsta uppspretta ferðainnblásturs og hafa náð samfélagsmiðlum í fyrsta skipti sem áhrifavaldi. Á heimsvísu hafa 66 prósent ferðalanga íhugað að heimsækja áfangastað eftir að hafa séð hann í þætti eða kvikmynd sem þeir hafa streymt heima og 39 prósent hafa bókað ferð af sömu ástæðu.


Set-Jetters: TV Tourism Overtakes Social Feed Fantasies


The White Lotus

Það var gaman að fylgjast með fyrstu tveimur seríunum af The White Lotus. Fyrsta serían gerist á Hawaii, og var nánast tekin upp að öllu leiti á hótelinu Four Seasons Resort Maui at Wailea.


Önnur serían gerist á Sikiley og hótelið sem notað var heitir Four Seasons San Domenico Palace og er í bænum Taormina. Mögnuð sería með stjörnuleik Jennifer Coolidge. Það er farið vítt og breitt um eyjuna. Hér er góð upptalning á öllum þeim stöðum sem spiluðu rullu í seríunni.

Þriðja serían mun gerast á Tælandi sem verður væntanlega nýjasta set-jetting æðið og líkurnar á að Four Seasons hótel verði fyrir valinu eru miklar. Þemað verður andlegt og reiknað með að senur verði teknar í hinu Karst-flekkaða Krabi-héraði, regnskógaeyjuna Koh Samui og hinum andlega kjarna landsins, Chiang Mai.


Stanley Tucci

Þessi vinsæli bandaríski leikari með ítalskar rætur hefur verið með sjónvarpsþætti þar sem hann ferðast um Ítalíu og smakkar góðan mat. Er það ekki besta starf í heimi? Þættirnar heita Searching for Italy. en hann leggur sig í líma við við finna hið hreina og upprunalega þegar kemur að matargerð. Hann eltir uppi þá sem elda úr staðbundnum hráefnum og gera réttina dæmigerða fyrir það svæði. Svo er sviðsmyndin algerlega hverrar mínútu virði að horfa á.

Það eru því margir ferðamenn sem feta í hans fótspor og heimsækja staðina sem hann fer á. Veit ekki til þess að hægt sé að horfa á þessa þætti löglega á Íslandi...


L'amica geniale - Framúrskarandi vinkona

Framúrskarandi vinkona segir frá vinkonunum Elenu og Lilu, uppvaxtarárum þeirra í alþýðlegu hverfi í Napólí, á sjötta áratugnum, þegar heimurinn er að taka miklum stakkaskiptum. Þetta er saga af vináttu, umbreytingum og lífsins gangi. Napolí og sögusvið bókanna hefur laðað að sér set-jetters. Eyjan Ischia hefur fengið aukinn fjölda ferðamanna og rangalar Napolí einnig, þó svo Napolí í myndinni sé að miklu leiti tekin upp í sérbyggðu kvikmyndaþorpi rétt hjá Caserta, í Saint Gobain a Marcianise. Pisa spilaði líka stóra rullu í þáttunum og mikið skotið þar.


James Bond í Matera - No Time To Die

Af mörgum, jafnvel öllum myndunum ólöstuðum, verð ég að minnast á nýjustu James Bond myndina. Ætla að horfa á myndina aftur með annað sjónarhorn, því Matera er bær sem við ættum ekki að láta fram hjá okkur fara.Annars er af mörgu að taka og meira að segja TikTok er búið að birta spá um hvað verði vinsælustu Jet-setting staðirnir 2023. Ísland kemst á þann lista því það voru teknar upp senur hér fyrir bíómyndina Dungeons and Dragons, þó svo að leikararnir sjálfir hafi ekki "þurft" að koma hingað til þess að það yrði að veruleika.


Svo er í boði APP sem heitir SetJetters, sem hægt er að hlaða niður til að finna nákvæma staðsetningu einstakra sena í mörgu myndum. Lítur vel út en er reyndar ennþá mjög USA miðað.

Recent Posts

See All

Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación
bottom of page