top of page

Leikhús og hringleikahús

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • May 15
  • 4 min read

Updated: Jun 13

Það er því svolítið villandi að nota orðið hringleikahús í íslenskri þýðingu fyrir þessa tegund af mannvirkjum. Það væri nær lagi að kalla hringleikahúsin, sláturhús.


Á hinum rómverska tíma voru hringleikhúsin (Amphiteatrum) byggð fyrir bardaga skylmingaþræla og rándýra og sviðsetningar á stórum bardögum en leikhúsin (Theatrum) hinsvegar voru alltaf hálfhringir og þar voru alvöru harmleikir og gamanleikir settir á svið.


Það fer bæði hrollur og hrifning um mann þegar stigið er inn í hringleikahús frá rómverskum tíma.

Skylmingaþrælar börðust þar fyrir frelsi, heiðri, eða einfaldlega af því að þeir höfðu ekkert val. Áhorfendur klöppuðu, hvöttu, og dæmdu... með einum þumli réðu valdhafendur svo hvort maður lifði eða dó.

Þó að margt í þessum viðburðum virðist grimmilegt í augum nútímans, voru þeir órjúfanlegur hluti af menningu Rómverja – tákn um dýrkun á hugrekki og styrk og auðvitað keisaravaldsins.


Eftir að skylmingaþrælaleikar voru bannaðir fóru flest hringleikahúsin í niðurníðslu, jafnvel endurvinnslu. Það fór nefnilega þannig að haganlega hoggnir steinarnir voru bornir í burtu og þeir notaðir sem hornsteinar í nærliggjandi hús. Járnverkið var svo notað á stríðstímum.


Í dag eru þessi fornu mannvirki oftast musteri menningar og lista. Gott dæmi um það er Arenan í Verona þar sem fram fer óperulistahátíð á hverju ári.


Nýfundið rómverskt leikhús


Musteri og leikhús í Pietravairano
Musteri og leikhús í Pietravairano

Þessi musteris- og leikhússamstæða stendur á Monte San Nicola, í Pietravairano í Caserta-héraði í Campania töluvert norður af borginni Napolí.


Fornleifasvæðið uppgötvaðist fyrir tilviljun árið 2001 af Nicola Lombardi, sagnfræðingi og flugmanni, sem flaug yfir svæðið og sá leifar sem voru áður þaktar gróðri. Leikhúsið er er staðsett í 410 metra hæð í Sannio og er frá 2. til 1. öld f.Kr. Þetta er eiginlega sambyggt hof og leikhús og þykir mjög sérstakt að á þessum tíma hafi þessu verið tvinnað svona saman.


Frá árinu 2002 hafa staðið yfir fornleifarannsóknir undir stjórn háskólans í Salento og fornminjaverndaryfirvalda Campania. Það sem er einstakt er staðsetningin svona hátt í landslaginu sem eykur enn frekar á upplifunina og býður upp á mikla möguleika í framtíðinni.


Markmiðið er að búa svo um hnútana að almenningur fái aðgang að því of svæðið verði kynnt sem fornminjasvæði en jafnframt nýta það sem vettvang fyrir leikhúsuppfærslur og viðburði.


En svo er það lítt þekkt hringleikahús syðst á Istría skaganum í Króatíu sem mig langar að kynna ykkur.


PULA í Króatíu

Pula Arena
Pula Arena

Pula Arena er eitt af um 230 rómverskum hringleikahúsum sem vitað er um og er oftast talið að sé fimmta í röðinni hvað stærð varðar en jafnframt eitt af þeim best varðveittu.


Þessi hringleikahús voru byggð víðsvegar um Rómarveldi, aðallega frá 1. öld f.Kr. til 3. aldar e.Kr og eru ólík rómverskum leikhúsum að því leiti að þau eru sporöskjulaga eða hringlaga, á meðan hefðbundin leikhús voru hálfhringlaga.


Hringleikahúsið í Pula var byggt undir stjórn Ágústusar keisara og síðar stækkað á tíma Vespasíanusar sem var einnig keisarinn sem hóf byggingu Colosseum í Róm.


Það rúmaði allt að 20.000 áhorfendur í sæti en Arenan í Verona hefur vinninginn því þar rúmuðust 30.000 manns.




Í dag eru þar haldnir tónleikar, kvikmyndasýningar og aðrir menningarviðburðir, sem gerir það að lifandi minnisvarða.


Fornaldaleikar í Pula

Eitt af því skemmtilegra sem Pula Arena hýsir eru fornaldarleikar sem haldnir eru þrjár helgar á sumrin. Í ár eru það: 23.–24. maí, 30.–31. maí og 6.–7. júní 2025. Þá breytist borgin í lifandi bakgrunn hins dýrlega Rómaveldis og endurvekur fortíðina með skrúðgöngum, sýningum og viðburðum.


„Þar sem fortíðin verður upplifun“ er heiti leikanna þar sem almenningur getur hitt Rómverja, hermenn og skylmingaþræla og notið tónlistar, dansað og stokkið aftur til fornaldar.


Í Pula Arena er haldin stórkostleg skylmingabarátta sem býður gestum upp á ósvikna upplifun af lífi og bardögum í fornöld. HÉR getur þú kynnt þér hvað í vændum er á fornaldardögum í Pula 2025.


Hringleikahúsið stendur fyrir utan gömlu borgarmúrana eins og venjan var. Vegurinn sem liggur frá Pula Arena að miðbænum var byggður á tíma Vespasíanusi keisara (Flavius Vespasianus, sem var keisari Rómaveldis frá 69–79) og nefndur eftir honum Via Flavia. Enn í dag er hann einn af helstu götum borgarinnar.


Undirgangarnir, sem áður voru notaðir af skylmingunum, hýsa í dag sýningu um víngarða og ólífuuppskeru á Istría-skaganumí fornöld. Þar sjaúm við vélarnar sem voru notaðar við framleiðslu á ólífuolíu og víni og amfórur sem geymdu og flytja ólífuolíu og vín.


Hringleikahúsið er mikið heimsótt og nýtt sem kvikmyndastaður, tónleikastaður, fyrir móttökur og veislur ýmiskonar. Fyrir utan fornaldaleikana er þar haldin árleg kvikmyndahátíð, Pula Film Festival, sem er ein elsta kvikmyndahátíð Króatíu og dregur að sér fjölda alþjóðlegra gesta.

Nú á dögum fara þar fram ýmiss konar tónlistarviðburðir.  Frægir söngvarar eins og Sting, Alanis Morisette, Jamiriquay og stórtenorarnir Placido Domingo, José Carreras og Andrea Bocelli.


Fararstjóri í Króatíu 2005

Það ver einmitt fyrir 20 árum sem ég var fararstjóri í Króatíu og þessar myndir voru teknar í júní 2005 eins og sést. Þarna var ég í skoðunarferð í Pula með farþega og soninn ársgamlan. Hlakka til að endurnýja kynnin við Pula.









Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page