top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Lyklagyðjan Zita

Updated: Dec 16, 2024

Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir mig að týna lyklum, eða finna þá ekki tja... um stundarsakir.

Sá tími sem líður þar til lyklarnir finnast, getur verið angistarfullur og vafasamar hugsanir um eigið ágæti eru viðloðandi. Hvernig getur þetta gerst ítrekað?!


Ef þú kannast við þetta heilkenni þá gæti Zita verið rétta gyðjan til að heita á. Hún er ákölluð þegar þarf að finna týnda lykla.


Heilög Zita frá Lucca (1212-1272) er verndardýrlingur borgarinnar en jafnframt þjóna og þræla.



Zita fæddist í þorpinu Monte Sagrati nálægt Lucca árið 1212. Tólf ára gömul varð Zita þjónustustúlka á heimili Fatinelli fjölskyldunnar í Lucca, þar sem hún starfaði þar til hún lést árið 1272. Á starfsævi sinni hjálpaði Zita við að útvega fæði fyrir fátækt fólk með því að stela afgangs brauði frá húsbónda sínum.


Henni var þrælað út og samstarfsfólki hennar á heimilinu var illa við hana. Þeim þótti sú rósemd sem hvíldi yfir henni vera dularfull og truflandi. Hún lét það ekki á sig fá og hélt áfram hugsjónastarfi sínu. Einurð og ásetningur hennar við að hjálpa fátækum náði á endanum inn að hjartarótum Fatinelli fjölskyldunnar og þau studdu hana. Henni var treyst fyrir lyklavöldum að heimilinu og hún stýrði heimilishaldinu.


Húsfreyjan leyfði henni að sinna sjúkum og fátækum á heimilinu. Lítið herbergi var einangrað frá restinni af húsinu og gefið Zita til ráðstöfunar. Þangað bauð hún fátækum heimilislausum konum í kvöldverð og öruggt skjól yfir nóttina.


Margar kraftaverkasögur tengjast henni. Hún á að hafa fundið lykla sem höfðu verið týndir um árabil. Aðrar sagnir herma að einn daginn hafi húsbóndi hennar stöðvað hana og beðið um að fá að skoða það sem hún hafði falið í svuntunni sinni, því vinnufólkiið á heimilinu hafði klagað hana. Fyrir tilstuðlan kraftaverks hafði brauðið sem hún bar í svuntunni, breyst í blóm og húsbóndinn gat auðvitað ekki gert neina athugasemd við það.


Í listsköpun er heilög Zita oft sýnd með lyklasett, sem tákn fyrir það traust sem hún ávann sér við stjórn heimilishaldsins og andlegs hlutverk hennar við að dreifa blessun Guðs til þeirra sem þess þurftu með.


Þó að heilög Zita sé verndardýrlingur Lucca borgar, breiddist dýrkun á henni alla leið til Englands í byrjun 14. aldar þar sem hún var þekkt sem Saint Sitha. Það munu hafa verið kaupamenn, pílagrímar, ferðamenn og innflytjendur sem kynntu Zita/Sitha til sögunnar á þeim slóðum.


Í dag hvíla jarðneskar leifar hennar í glerkistu í kirkjunni San Frediano í Lucca. Í apríl á hverju ári eru torgin fyrir framan kirkjuna og í nágrenninu fyllt af blómum til heiðurs dýrlingadegi hennar sem er 27. apríl.


Í ferð til Toskana í maí munum við fara á slóðir Zita í Lucca
8. - 15. maí 2025

Heimildiir víðsvegar af veraldarvefnum m.a.

Recent Posts

See All

1 комментарий

Оценка: 0 из 5 звезд.
Еще нет оценок

Добавить рейтинг
Гость
16 дек. 2024 г.
Оценка: 5 из 5 звезд.

Fróðlegt

Лайк
bottom of page