top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

2. desember og 16. september

Raunar er eitthvað á reiki hver afmælisdagur Maria Callas er í raun og veru er!

Maria Callas kemur ófædd til Bandaríkjanna frá Grikklandi í ágúst 1923 og fæðist á spítala á "Fimmta stræti" í New York, annaðhvort 2. eða 4. desember 1923. Hún lést 16. september 1977 í París, aðeins 53ja ára að aldri.


Hún er skírð Maria Anna Cecilia Sofia Kalogeropoulos (Greek: Μαρία Άννα Καικιλία Σοφία Καλογεροπούλου) en nafnið sem stendur á fæðingarvottorðinu hennar er Sophie Cecilia Kalos. Faðir hennar lét stytta fjölskyldunafnið svo það væri viðráðanlegra fyrir enskuna. Kalogeropoulos breyttist fyrst í Kalos en svo í Callas.


Í útgefnum endurminningum móður hennar sem gefnar voru út án samþykkis Mariu sjálfrar kemur fram að móðir hennar sé ekki viss hvort hún hafi fæðst 2. eða 4. desember. Móðir hennar minnist þess samt að það hafi verið mikill snjóstormur þegar dóttir hennar fæddist. Sú minning kemur ekki heim og saman við upplýsingar um hvernig veðrið var þessa daga, þegar því er flett upp. Enginn snjóstormur geysaði á þessum tíma, hvorki 2. eða 4. desember.


Margt bendir til þess að snjóstormurinn hafi geysað í sál móður hennar sem varð mjög vonsvikin þegar hún fékk barnið í fangið því hún vildi eignast son. Hún hafði misst son úr taugaveiki það sama ár. Vasili var annað barn þeirra hjóna, fæddur 1919, en fyrir áttu þau frumburðurinn, Yakinthi sem alltaf var kölluð Jacky, fædd 1916.


Enn í sárum yfir barnsmissinum virtist móðir hennar halda að það eina sem gæti grætt sárin væri að eignast annan son. Það hefur komð fram opinberlega að móðir hennar hafi ekki viljað sjá dóttur sína í nokkra daga eftir að hún fæddist, hafi hafnað henni.


Maria Callas hélt sig hins vegar við að fæðingardagur hennar væri 4. desember og hélt upp á afmæli sitt þann dag þegar færi gafst. Kannski vegna þess að hún vildi mótmæla yfirgangi móður sinnar en líklega vegna þess að það er dýrlingadagur heilagrar Barböru.


Santa Barbara var píslarvottur bæði í kaþólskri trú og grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Sagan segir að líf hennar hafi verið þyrnum stráð, eitthvað sem Maria Callas tengdi við en hún dáði líka Barböru fyrir styrk sinn og hugrekki.


Í a.m.k. einu vegabréfi sem Maria átti, er ritað að hún sé fædd 2. desember. Samkvæmt venju minnist heimsbyggðin afmælis hennar 2. desember ár hvert. Það er opinberi afmælisdagur Mariu.


 

Það verður ferð til Ítalíu henni til heiðurs í júní 2025. Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk og hreinræktaðir Maria Callas aðdáendur. Við förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu með einum eða öðrum hætti.



HÉR er svo facebook hópur þar sem spurningum fyrir ferðina er svarð og hitað uðð


P.S.

Barbara og Maria

Barbara var dóttir rómversks aðalsmanns sem var uppi á 3. eða 4. öld e. Krist, Dioscorus, að nafni. Þá var kristni að breiðast út um Rómarveldi og skiptar skoðanir um ágæti hennar og kristnir menn voru ofsóttir. Faðir hennar lokaði hana inni í turni til að koma í veg fyrir að yrði fyrir áhrifum. Hann vildi einnig fela hana fyrir umheiminum og vonbiðlum sem honum leist ekki á. Þrátt fyrir það tók Barbara þá ákvörðun að láta skíra sig til kristinnar trúar á vitundar föður síns. Faðir hennar var ekki par ánægður þegar hann komst að því og heimtaði að hún myndi afneita trúnni en hún harðneitaði. Hann afhenti hana yfirvöldum, sem pyntuðu hana, en hún var staðföst í trúnni. Faðir hennar fór þá með hana upp til fjalla og afhöfðaði hana. Á leiðinni til baka brast á mikill stormur og hann varð fyrir eldingu og dó.

Barbara var dýrkuð á miðöldum og var verndardýrlingur námumanna, byssusmiða, fallbyssuliða, slökkviliðsmanna og annarra sem unnu með sprengiefni og áttu því á hættu að bíða bráðan bana við vinnu sína.


Enn í dag er hún álitin verndardýrlingur hermanna og jarðfræðinga. Seinna dró úr átrúnaði á hana þar sem saga hennar var ekki talin eiga sér neina stoð í veruleikanum. Árið 1969 var hún fjarlægð úr dýrlingadagatali kaþólsku kirkjunnar. Dýrlingadagur hennar er 4. desember.


Einnig er hún verndari þeirra sem deyja án þess að fá heilagt sakramenti, því hún er oft túlkuð með kaleik í hönd og turninn er oftast ekki langt undan.




Með góðum vilja má finna samlíkingar á milli Barböru og Maríu.

  • Grímmir, stjórnsamir og miskunnarlausir foreldrar, í tilfelli Mariu var það móðir hennar,

  • Turninn gæti táknað aflokunina frá venjulegu lífi sem hún upplifði á köflum.

  • Maria giftist jú kaþólskum manni en löggilding hjónabandsins og svo skilnaðurinn sem fylgdi varð mikið þrætuepli. í tilfelli Barbara var það í raun biðillinn sem hún hafnaði sem setti af stað atburðarrásina sem leiddi til aftöku hennar.




Heimildir

Víðsvegar af veraldarvefnum

Maria Callas - La Diva Umana e. Annarita Briganti

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page