top of page

Rauðir dagar á Ítalíu

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Jun 2, 2024
  • 3 min read

Updated: May 30

Frelsisdagur Ítala, 25. apríl. Þegar Ítalir frelsuði sig undan nasistum og fasistum í lok seinna stríðs.


Lýðveldisdagur Ítala, 2. júní. Þennan dag minnast Ítalir mikilvægrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór fram þann 2. og 3. júní 1946 og ákvarðaði hvaða stjórnskipan skyldi viðhöfð eftir stríð og fall fasismans. Það má segja að þetta sé þeirra aðal þjóðhátíðardagur þó svo að þeir séu fleiri.


Árið 1948 var síðan samþykkt ný stjórnarskrá sem setti fram grunnlög lýðveldisins.


Báðir þessir dagar eru opinberir frídagar.


La festa della Repubblica - Lýðveldishátíð Ítalíu
La festa della Repubblica - Lýðveldishátíð Ítalíu 2. júní

Ítalska þjóðin var þá spurð álits um það hvort konungsveldi ætti að vera áfram við lýði eða hvort lýðveldi ætti að taka við. Atkvæðagreiðslan stóð í tvo daga, þann 2. og 3. júní og niðurstöður voru kynntar um viku seinna, þann 10. júní 1946. Dagurinn eftir, 11. júní fékk útnefninguna fyrsti dagur lýðveldis Ítalíu.


Kjörsókn var mikil eða rúm 89%. Kosningarnar voru líka sögulegar fyrir þá staðreynd að þetta var í fyrsta sinn sem konur fengu að kjósa í almennum kosningum á Ítalíu. Raunar voru konur í meirihluta þeirra sem kusu, 12.998.131 konur og 11.949.056 karlar.


Atkvæðagreiðslunni var skipt kynbundið niður á tvo daga, þar sem karlar og konur kusu á mismunandi dögum.


Á þessum tíma var kosningarréttur nýlega veittur konum á Ítalíu. Kosningin var því gerð með þessum hætti til að tryggja að konur fengju sérstakt tækifæri til að kjósa, og þetta var á sérstakan hátt gert til að tryggja að allir hefðu tíma til að taka þátt i þjóðaratkvæðagreiðslunni.


Þann 2. júní 1946 koma karlar á kjörstað og konur þann 3. júní.



ree

Þegar talið var upp úr kjörkössunum var glettilega mjótt á munum eins og sést á þessari mynd. Það voru líka skýr skil á milli norður og suðurs, skil sem koma berlega í ljós enn þann dag í dag.


Gild atkvæði voru 23.437.143, þar af 12.718.641 (54,27%) sem lýsti sig fylgjandi lýðveldi og 10.718.502 (45,73%) var hlynnt konungsveldinu.


Eftir 85 ára valdatíð Savoy-ættarveldisins, fasistatímabilsins og þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni, fór Ítalía frá stjórnarskrárbundnu konungsveldi - stjórnað af Albertine samþykktinni - til lýðveldisins.





Umberto II af Savoy - síðasti konungur Ítalíu
Umberto II af Savoy - síðasti konungur Ítalíu

Victor Emmanuel III, konungur Ítalíu, hafði stjórnað þjóðinni frá 1900 og hafði verið við völd á tíma fasistastjórnar Mussolinis og á síðustu árum heimsstyrjaldarinnar. Þegar Mussolini var fjarlægður og þjóðin snéri sér til bandamanna, varð koningunum ekki um sel.


Hann hafði ekki verið mjög vinsæll í síðari hluta stjórnartíðar sinnar, sérstaklega vegna tengsla hans við fasismann og stjórn Mussolinis. Í kjölfar úrslitanna í þjóðaratkvæðagreiðslunni var hann knúinn til að afsala sér krúnunni og flúði til útlanda.


Umberto II, síðasti konungur Ítalíu, tók við krúnunni í stuttan tíma áður en hann var einnig knúinn til að fara í útlegð eftir úrslitin. Hann er gjarnan kallaður „34 daga konungurinn“, þar sem hann missti sín völd einingus 34 dögum eftir að hann tók við, eftir úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni.



Hann ákvað að yfirgefa Ítalíu þann 13. júní til að forðast átök milli stríðandi fylkinga, en þá þegar höfðu blóðugir atburðir átt sér stað í ýmsum ítölskum borgum. Hann fór í útlegð til Portúgal.


Með gildistöku stjórnarskrár ítalska lýðveldisins þann 1. janúar 1948 var karlkyns afkomendum Umberto II frá Savoy bannað að koma til Ítalíu. Það bann varði til ársins 2002 þegar ákvæðið var fellt úr gildi gegn því að hann afsalaði sér öllum kröfum til krúnunnar.








Það eru annars margir dagar, þjóðhátíðardagar, sem minnast merkra atburða í sögu landsins.


  • 7. janúar. Þjóðfánadagurinn - Festa Tricolori.

  • 17. mars. Sameiningarafmæli - Anniversario dell'Unità d'Italia - Þegar öll (flest) borgríki sameinuðust undir nafni Ítalíu, 1861.

  • 25. apríl. Frelsun Ítalíu - Anniversario della liberazione d'Italia - Þegar Ítalir frelsuði sig undan nasistum og fasistum í lok seinna stríðs. FRÍDAGUR

  • 2. júní. Lýðveldisdagurinn - Festa della Repubblica (sjá hér að ofan) FRÍDAGUR

  • 11. júní. Fyrsti dagur lýðveldisins.

  • 4. nóvember. Sameiningardagur ítölsku þjóðarinnar og herliðsins. - La Giornata dell'Unità Nazionale e delle Forze Armate - Þegar Ítalir höfðu sigur í fyrri heimstyrjöldinni og sameinuðu svæðin Trento og Trieste aftur undir sínum fána.


Af ofantöldum dögum eru það 25. apríl og 2. júní sem eru opinberir frídagar en hinir upptaldir eru skilgreindir hátíðisdagar.



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page