top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Svo kemur þriðja vers - #3

Við erum rétt rúmlega hálfnaðar með ferðina og fullt eftir. #totagusta héldum áfram að upplifa spennandi daga. Hér er krækja á fyrsta og annan pistilinn ef þú misstir af þeim.


08.01.2024

Þá vorum við komnar aftur til Durban og heilsan orðin ljómandi góð. Þá ákváðum við að kanna innviði Durban betur og hvað sú borg hefði meira upp á að bjóða, sem var töluvert.


Árið 2021 var Zuma, f.v. forseti landsins, dæmdur til fangelsisvistar fyrir vanvirðingu við réttinn og fékk 15 mánuði. Spilling í starfi og vafasömu viðskipti höfðu komið í ljós en Zuma ákvað einfaldlega að mæta ekki í réttarhöldin. Zuma er/var jú Zulu maður og Durban borg er í miðju Zulu-landi, þjóðar sem byggði þetta svæði löngu áður en nýlenduherrarnir komu.


Í Durban varð sem sagt allt vitlaust, þ.e. fylgjendur hans voru með uppþot og það ríkti einskonar umsátursástand í tæpar tvær vikur. Brotist var inn í hús og hreinsað var út úr verslunum og um 300 manns létu lífið áður en yfir lauk. Íbúar reyndu að verjast skrílslátumum sem fóru af stað og mér er sagt að ótrúlegasta fólk hafi dregið fram byssur og riffla og reynt að verja sín hverfi. Varðpóstar og vopnaðir einstaklingar sem reyndu að verja hverfin sín og heimili.


Þetta var svartur blettur á sögunni, ekki síst stjórnmálaflokknum IET, sem spilaði stórt hlutverk þegar þegar Mandela var og hét og apartheit var afnumið.


Allavega. Þá er Durban náttúrulegur suðupottur. Allskonar þjóðarbrot, ættbálkar, ekki bara Zulu, heldur Xhosa, African, innflytjendur frá Indlandi og Bretlandi, nefndu það.


Durban er því staður sem maður verður að heimsækja, þar er ein fjölbreyttasta flóra innflytjenda og menningar sem finnst í landinu. Gandhi starfaði þar jú í 20 ár.




Við sem sagt fórum í svona dæmigerðar túrista-athafnir þennan dag í Durban. Við fórum í siglingu um hafnarsvæðið í Durban og sáum þá betur hvernig borgin er í laginu. Hafnarsvæðið er reyndar í miklum ólestri. Margra vikna bið flutningaskipa sem lóna fyrir utan að komast í höfn og fá þjónustu.


Við áttum samt góða stund um borð í bátnum sem sigldi með okkur um þetta flæmi sem höfnin er. Eftir siglinguna fórum við í Sædýrasafn sem var mjög skemmtilega innréttað eins og sést á sætunum sem boðið var upp á fyrir framan nokkra tankana. Ég eignaðist líka nýjan vin, í alvörunni, þessi "gedda" kom aftur og aftur til mín og fylgdi hendinni á mér hvert sem ég fór. Sérkennilegt.




Einnig skoðuðum við downtown Durban í þessari ferð og verður að segjast eins og er að þar var margt sorlegt að sjá, hús í alvarlegri niðurníðslu í bland við nýjar byggingar sem reisatar voru yst á hafnarsvæðinu en standa að miklu leiti auðar, því ekki tókst að selja þennan íburð á meðan að umhverfið er ekki í betra ástandi.


Við fórum reyndar á fallegan veitingastað sem ákvað að skora á aðstæður og opnaði í gömlu fangelsi og heitir The Breakfast Room þar sem við fengum eðalþjónustu, góðan mat og vel skammtað af freyðívíni.




Við tókum svo Uber heim, mjög þægilegt að nota Uberþjónustu í Durban. Bílakosturinn kannski ekki upp á marga fiska en dugar alveg til.


09.01.2024

Við vorum búnar að hlakka lengi til að fara í skipulagða skoðunarferð í hjarta Durban, þar sem útimarkaði er að finna og mesta suðupottinn, svokallað Warwick markaði sem var upplifun sem ég gleymi seint. Þetta var árás á öll skilningarvit og við vorum eiginlega úrvinda eftir daginn. Ég hefði samt alls ekki viljað missa af þessu.


Við vorum búnar að panta leiðsögn um markaðinn og hún Tinah, the tour guide, varð fyrir valinu. Hún er menntaður leiðsögumaður sem hefur ásamt öðrum búið til áhugaverða ferð á þessu svæði, sem ekki er ráðlegt að heimsækja einn og sér. Þau tóku sig saman leiðsögumennirnar til að ræða hvernig þau gætu unnið á þessu svæði þannig að gestirnir væru öryggir og yrðu ekki áreitt. Þau fóru í samtal við "öflin" á svæðinu og eru með grænt ljós frá þeim að ferðamenn sem eru í þeirra fylgd verði látin í friði. Það eru líka varðmenn hér og þar sem við sjáum aldrei en sem eru svona í humátt á eftir hópnum sem eru á vaktinni að ekkert fari úrskeiðis. Það var gott að vita af þessu áður en við lögðum af stað. Við keyrðum með Morag og hittum svo Tinah ásamt tveimur öðrum ferðamönnum frá Hollandi og við lögðum af stað gangandi um allskonar rangala, inni og úti að skoða hin ýmsu markaði útivið, verslanir. Hvílíkur suðupottur.


Ég læt hér nokkrar myndir fylgja með en það er ekki nokkur leið að koma lyktinni til skila.




Svo var Tinah búni að bóka fyrir okkur heimsókn í mosku sem þar er, þar sem við vorum boðin velkomin og við fengum að spyrja allskonar áleitinni spurninga. Þessi moska var við Grey Street




Svona endaði þessi viðburðarríki dagur en um kvöldið fórum við út að borða að smakka Durban Curry in a bun sem er sérstakur karrý réttur frá Durban sem borinn er fram í hálfu franskbrauði.


Tóta að fá sér Bunny Chow
Tóta að fá sér Bunny Chow


Daginn eftir lá leiðin aftur út úr borginni að þessu sinni inn í Hluhluwe-Imfolosi þjóðgarðinn að skoða dýr, í svokallað GAME PARK DRIVE.


Það bíður fjórða pistilsins.


Hér er fyrsti pistillinn og hér er þessi númer tvö.



89 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page