top of page

Áttu ættir að rekja til Kalabría?

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • 11 minutes ago
  • 2 min read

Ný þróun í ferðaþjónustu hefur litið dagsins ljós með verkefninu „Turismo delle Radici“, sem væri hægt að þýða sem „rótartúrismi“, en hljómar kannski betur sem ferðaþjónusta sem ræktar ræturnar. Hér er áhersla á matarvenjur og siði Kalabríu þar sem gamlar uppskriftir varða leiðina


Í þessum nýja kima ferðaþjónustunnar er einblínt á tengsl fólks við uppruna sinn. Þetta framtak hefur vakið athygli og verið verðlaunað af „Italus“ – og fjármagnað af ferðamálaráðuneyti Ítalíu.


Italus

Árið 2018 lagði ríkisstjórn Ítalíu af stað í það verkefni að tengja við fólk af ítölskum uppruna sem býr erlendis og hvetja það til að uppgötva eða enduruppgötva rætur sínar í því héraði sem forfeður þeirra komu frá.


Verkefnið „Italus“ leggur áherslu á að tengja upprunan við samfélög erlendis og eyða mörkum milli minninga og lifandi hefða. Með því að elda saman og smakka mat úr heimahéraði sínu geta afkomendur innflytjenda öðlast sterkari tengingu við upprunaland sitt. Verkefnið stuðlar einnig að því að endurvekja líf í fámennum byggðum.


Markmiðið hefur verið að virkja litlu, gleymdu samfélögin Ítalíu og bæjina sem eru orðnir mjög fámennir. Stofnanir, félagasamtök og sveitarfélög hafa tekið höndum saman. Sagan og tilfinningaleg tenging við fortíðina eru hjartað í þessu verkefni. Maturinn, hefðbundin matargerð og uppskriftir sem hafa lifað kynslóð fram af kynslóð, leika lykilhlutverk. Bragð og hefðir, í gegnum gamlar heimilislegar og staðbundnar uppskriftir, tengja aftur saman fólk sem á ítalskar rætur.


Í Kalabría hefur verkefnið verið sérstaklega árangursríkt.


Fyrsta útgáfan af „Calabria Food Fest“, var haldin 15.–22. júní 2025. Hátíðin leggur áherslu á hæglætis ferðamennsku („slow travel“) og djúpa upplifun – að staldra við, læra, smakka og tengjast staðbundinni menningu í stað þess að bara merkja við á gátlistann sinn.


Hér eru staðbundnir réttir auðvitað í brennidepli. Markmiðið er að sameina matarhefðir, náttúru, handverk og menningu og búa til fallega upplifun.


ree

Dagskráin býður meðal annars upp á:

  • Matreiðslunámskeið þar sem þú lærir að útbúa hefðbundna rétti frá Kalabríu, jafnvel með ömmu eins og henni Rina, hér að ofan, sem heldur úti matarbloggi, reyndar á ítölsku.

  • „Beint frá býli“ upplifun: heimsóknir á bóndabæi, ostagerð, hunangs- og ólífuolíugerð, auk kynningar á ræktun á hnetu- og trjáafurðaframleiðslu.

  • Glæsitónleika og kvöldviðburði í sögulegu umhverfi, til dæmis í Castello di Squillace, með kokkum í matreiðslugírnum og lifandi tónlist.


Hér er facebook síða Calabria Food Fest hátíðarinnar og HÉR er heimasíða hátíðarinnar

-23 June 2026

Næsta hátíð verður 16. - 23. júní 2026

Undirbúningur fyrir hátíð nr. 2 er þegar hafin. Hátiðin fer að mestu leiti fram á ensku sem er kostur því þessar ítölsku hátíðir eru mjög ítalskar og sjaldnast boðið upp á annað tungumál en þeirra ástkæra ylhýra.


Hægt er að fara í skipulagða ferð með ferðskrifstofu sem er aðili að hátíðinni, Sognare Insieme Viaggi. Þetta er vikuferð sem sér til þess að upplifun hátíðarinnar verði sem best. Þar verður gist í bænum Badolato sem fékk útnefninguna, „Einn af fallegustu bæjum Ítalíu" árið 2024.


Með stuðningi frá ráðuneytinu hefst nú áætlun sem nær til margra ítalskra héraða, með Kalabríu í forystu. Fleiri útgáfur hátíðarinnar eru nú þegar í undirbúningi.



Calabria Food Fest 2025
Calabria Food Fest 2025

Hér fyrir neðan er frásögn á ensku og ítölsku um upplifun þátttakanda á síðustu hátíð.




Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page