top of page

Hetjur í hafdjúpinu

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Sep 29
  • 3 min read

Nútímasaga bronsstyttanna hefst 16. ágúst 1972, þegar tvær styttur úr bronsi fundust við Porticello di Riace Marina, eftir atvik sem enn hefur ekki verið fullkomlega upplýst. Í kringum fundarstaðinn fundust engar vísbendingar um í hvaða samhengi þær höfðu legið þarna í 3.000 ár sem gerir uppgötvunina enn dularfyllri.


Stefano Mariottini, verkfræðingur frá Róm, var að snorkla við strendur Riace, þegar hann sá hönd standa upp úr sandinum. Hann taldi þetta vera líkamsleifar og kallaði á lögregluna. Í kjölfarið voru tvær fornaldarstyttur dregnar upp úr djúpinu – hinar stórbrotnu bronsstyttur frá Riace, taldar vera grísk listaverk frá 5. öld f.Kr.


ree


Tvö þúsund ár á hafsbotni

Eftir að stytturnar voru dregnar upp voru þær sendar í fyrstu viðgerð í Flórens á árunum 1975–1980, með það að markmiði að hreinsa og varðveita yfirborð þeirra. Á árunum 1992–1995 var svo leirinn fjarlægður sem hafði bráðnað inn í stytturnar í fornleifaverkstæði safnsins í Reggio Calabria. Lokaviðgerð var á árunum 2010–2013.



Þær hafa ýmist verið kallaðar Vígamennirnir eða Bronsmennirnir frá Riace upp á ástkæra ylhýra. Til aðgreiningar hafa þær einfaldlega verið kallaðar „A“ og „B“, en fengu síðar viðurnefnin „il Giovane“ (sá ungi) og „il Vecchio“ (sá gamli).


Þær eru 1,98 m og 1,97 m á hæð, og vógu upphaflega um 400 kg hvor. Eftir viðgerðir og hreinsun eru þær nú um 160 kg. Í dag eru þær til sýnis fyrir almenning í Fornleifasafni Reggio Calabria (MArRC).


Sturluð staðreynd um aldur og uppruna

Fræðimenn um allan heim hafa sett fram hvorki fleiri né færri en 12 ólíkar viðurkenndar tilgátur um af hverjum Riace-stytturnar eru. Þetta gerir stytturnar enn meira heillandi og dularfullar.
ree

Grunsemdir

Í bókinni Facce di Bronzo (2008) segir bronssérfræðingurinn Giuseppe Braghò að í frumskráningu Stefano Mariottini frá 1972 sé getið um hjálm, skjöld og jafnvel þriðju bronstyttuna sem var með opna arma. Ekkert af þessu var þó til staðar þegar stytturnar voru sóttar.


Sumir halda því fram að skjöldurinn hafi verið þvingaður af vinstri handlegg styttu A, og handfang skjaldarins sást á ljósmynd sem sýnir styttuna þegar hún var dregin upp úr sjónum


Sagt er að það hafi liðið þó nokkur tími frá því að fundurinn var tilkynntur þar til þær voru sóttar, jafnvel heill dagur þar sem þær voru í flæðarmálinu óvarðar.


ree

Fleiri fjársjóðir í djúpinu

Tírenahafið og Jónahafið, sem umlykja Kalabríu, geyma enn fjölda óuppgötvaðra fornleifa. Uppgötvunin í Riace er því langt frá því að vera einstök.


  • Í Porticello, skammt frá Reggio í sveitarfélaginu Villa San Giovanni, fundust tveir hausar - Hausinn af Basilea og Haus heimspekings, sem eru nú varðveitt í sama sal og Riace-styturnar á MArRC.

  • Þetta telst einn mikilvægasti safnkostur grískra bronsstytta frá 5. öld f.Kr. í heiminum.

  • Við Punta Calamizzi í Reggio (nú þekkt sem „Tempietto“-svæðið) voru rústir hofs hins helga Artemis vstaðfestar árið 2007, þar sem súlur þess fundist í sjónum.

  • Við strendur fornu borgarinnar Kaulon (nútíma Monasterace Marina) eru einnig leifar hofa og fornbýla enn ósnertar á hafsbotni.


Svæðið býður ferðamönnum að upplifa Magna Grecia – hina fornu grísk-rómversku menningu á Suður-Ítalíu – með öllum sínum lögum, sögum og leyndardómum.


Er einmitt á leiðinni í ferð þangað sem fararstjóri frá 6. - 16. október 2026 með Heimsferðum sem fljúga með Neos air. Flogið er til Lamezia Terme flugvallarins í beinu flugi frá Keflavík. Farin verður ferð til Reggio Calabria þar sem gefst kostur á að heimsækja vígamennina frá Riace.



Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page