top of page

Myndir um Maria Callas

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Mar 31
  • 2 min read

Updated: Jul 18

Nýjasta myndin

Hér er frásögn Angelinu Jolie um hvernig hún umbreytti sér í Mariu. Becoming MARIA - Featurette - Starring Angelina Jolie og hér lýsir Angelina Jolie, leikstjórinn og fleiri sem koma að myndinni sinni upplifun við nálgun og túlkun á persónunni Maria Callas. 'Maria' | Scene at The Academy (Feat. Angelina Jolie, Steven Knight, Ed Lachman, & More)


ree


Það kom reyndar út önnur mynd um hana árið 2017. Mynd sem bara nafnið Maria by Callas. Sú mynd er byggð á hennar eigin bréfaskriftum og samskiptum sem hafa varðveist.


Í lýsingu á þessari mynd sem er einskonar heimildarmynd segir:



Maria Callas er tvímælalaust þekktasta óperusöngkona sem uppi hefur verið og jafnframt ein sú dáðasta enda bjó hún yfir einstæðum sönghæfileikum og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „gyðjan“ eða „hin guðdómlega“. Í þessari vönduðu mynd er farið yfir feril hennar í máli og myndum og mikil áhersla lögð á að hennar eigin orð og sjónarmið komi skýrt fram.


ree





Þessi mynd er ítölsk og er skilgreind sem heimildarmynd. Hún kom út á Ítalíu árið 2023.


Það er hin vinsæla ítalska leikona Monica Bellucci sem leikur stjörnuna. Þar er Mariu fylgt eftir í tónleikarferðalagi og svo er flakka milli þess tíma sem hún var að verða fræg til tímans þar sem hennar frægðarsól var að líða undir lok.


Myndin heitir Maria Callas - Letters & Memoirs og er eftir Tom Wolf og Yannis Dimolitsas.





ree





Það eru komin 10 ár (2015) síðan tilkynnt var um að þessi mynd væri í bígerð en hún er ekki komin út ennþá.


Noomi Rapace átti að leik dívuna og leikstjórinn átti að vera Niki Caro.


Mér skilst að áherslan í þessari útgáfu hafi átt að vera ástarsagan með Onassis.


Forvitnilegt að vita hvort af verður...











ree





Árið 2002 kom út mynd eftir engan annan en Franco Zeffirelli sem heitir Callas Forever.


Jeromy Irons leikur í þeirri mynd, en Mariu sjálfa túlkar Joan Plowright.


Myndin fær hræðilega dóma.










ree





Svo er það mynd sem kallast: Maria Callas: The Final Act, þar sem leitast er við að rannsaka hvað það var sem fékk Mariu Callas til að missa röddina.


BBC virðist framleiða myndina og leikstjórinn er Clare Beavan.


Hef mikinn áhuga á að sjá þessa mynd.













Gula pressan

Það eru margir sem hafa áhuga á að vita hvað kom upp á í sambandi Mariu og Onassis, sem giftist henni Jacky Kennedy. Hér getið þið séð nokkrar tilgátur um það.



Aðrir dunda sér við að taka saman heimildir um hennar líf og hér er ein slík samantekt.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page