top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Fiskisögur frá Gardavatni

Í upphafi 15. aldar, (1405 ) lögðu Feneyingar undir sig austurhlið Gardavatans og 20 árum síðar tilheyrði vesturströndin þeim líka. Einungis norðurhlutinn tilheyrði Visconti hertogaveldinu frá Milano. Með mikill þrautseigju og í tveimur tilraunum lögðu svo Feneyingar undir sig norðurhluta vatnsins. Lýsingarnar á því fyrirtæki, hverning þeir fluttu skipaflotann eftir ám og vötnum, upphýfingum og lækkunum til að koma 33 skipum niður á Gardavatnið eru lyginni líkastar. Árið 1440 var svo allt Gardavatn komið undir stjórn Feneyjalýðveldisins.


Feneyingar sameinuð austurströnd vatnsins í einskonár léns-bandalag sem kallaðist Gardesana dell'Acqua.  Bandalagið samanstóð af 10 sveitafélögum undir forsæti „skipstjóra vatnsins“. Svæðið naut ákveðins sjálfstæðis í fjármálum og hér blómstraði velmegandi staður. Feneyingar sáu um varnirnar en gáfu annars stjórnendum frekar lausan tauminn.


Kvótakerfið

Á þessu tímabili, árið 1452, urðu til samtökin „Corporazione degli Antichi Originari", sem batt enda á sögulega deilu. Fram að því áttu aðalsmenn fiskveiðiréttinn en þá bar til að sjómenn í bænum Garda, Torri og Sirmione, keyptu þennan einkarétt af aðlinum, sem þótti allsérstætt.


Vatninu var vandlega skipt upp samkvæmt þessu samkomulagi og á komst einskonar kvóta-kerfi. Lögin gilda enn þann dag í dag. Á hverju ári bjóða afkomendur og núverandi kvótaeigendur upp fiskveiðiréttinn á hinu ýmsu veiðisvæðum á vatninu en eigendurnir eru að mestu þeir sömu frá árinu 1452.


Fiskurinn í vatninu

Það eru yfir 20 fiskitegundir í vatninu. Ég hef verið að reyna að finna íslensk nöfn á þá en ekki gengið sérlega vel. Sumir eru kunnuglegir en aðrir framandi s.s. Tinca sem heitir Grunnungur á íslensku eftir því sem ég kemst næst.


20 fiskitegundir Gardavatns
Fiskitegundir í Gardavatni

Róðrakeppnir

Fiskveiðarnar og feneyska tímabilið er heiðrað með margvíslegum hætti við Gardavatn. Árlega fara fram róðrarkeppnir þar sem hinir ýmsu bæir við vatnið keppa á bátum með feneyska laginu. Bátarnir eru flatbytnur og fjórir ræðarar róa, standandi.


Hér er myndband frá bænum Gardone Riviera við Gardavatn sem sýnir stemminguna.er sérstök meistaradeild. Orðið „bisse" er mállýska og þýðir bátur með flötum botni, já, eiginlega bytna. Það lið sem vinnur flestar keppnirnar fæ svo titilinn meistari þess árs. Fyrirkomulagið er sem sagt stigakeppni, ekki ósvipað og í skíðaíþróttunum, þar sem liðin vinna sér inn stig miðað við árangur og tímatöku í hverri keppni í meistaradeildinni.


La Regata delle Bisse róðrarkepnnin er menningarleg hefð viðurkennd af UNESCO.


Palio delle Contrade í bænum Garda

Keppnirnar fara fara fram hér og þar við vatnið og í bænum Garda, fer t.d. fram undankeppni fyrir meistardeildina. Palio delle Contrade er róðrakeppnin þar sem lið úr bænum etja kappi saman. Það eru átta lið sem endurspegla ákveðin hverfi og ættboga í bænum, ekki ósvipað og palio hestareiðarnar í Siena.


Keppnin fer fram 15. ágúst á hverju ári sem er almennur frídagur á Ítalíu. Í aðdragandanum fer fram róðrakeppni barna og kvenna sem einhverra hluta vegna fær ekki eins mikla athygli og keppnin síðasta daginn, þar sem bara karlar taka þátt. Heilmiklum hátíðahöldum er slegið upp í bænum með skrúðgöngum, tónleikum og ýmsum uppákomum.

Strax í kjölfarið á þessari bæjarhátíð tekur við hin forna dýrlingahátið, Sagra di San Bernardo. Þá er slegið upp allskonar matarveislum til að fagna verndardýrlingi bæjarins.


 

Nú eru tvær sérferðir til Gardavatns á döfinni í ágúst þar sem dvalið verður að megninu til í bænum Garda við Gardavatn. Við erum einmitt í bænum Garda þar sem mikið eru um að vera á dvalartíma ferðanna.


Gersemar á göngu við Garda er 10 daga létt hreyfiferð 23. ágúst - 1. september. Dvalið verður á góðu hóteli og gert út þaðan í gönguferðir. Markhópurinn fyrir þessa ferð er fólk á besta aldri, sem vill létta hreyfingu og leyfa sér smá í fríinu. Upplagt fyrir þá sem hafa komið áður til Garda en vilja kynna sér efri byggðir og minna heimsótt svæði við vatnið. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir verður fararstjóri í ferðinni f.h. Heimsferða.


Hin ferðin heitir Garda, Verona og Feneyjar - saga og ævintýri og er 10 daga ferð frá 16. -25. ágúst

Farið verður í skoðunarferðir og siglt vítt og breitt um vatnið en einnig er möguleiki að slaka á í bland við skipulagðar ferðir. Farið verður í dagsferð til Feneyja og dvalið síðustu tvær næturnar í Verona. Una Sigurðardóttir verður fararstjóri í ferðinni f.h. Heimsferða.

Það eru tvö herbergi laus í hvora ferð.

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page