top of page

Greifinn af Cagliostro

Ég lenti fortíðarleiftri í dag, tveimur meira að segja.


Inni í skáp á ég Bók örlaganna sem var biblía okkar vinkvennanna í grunnskóla.


Þar fengum við svör við spurningum eins og:


  • Verð ég bráðlega ástfangin?

  • Held ég fríðleik mínum lengi?

  • Á ég meðbiðil?

  • Hve mörg börn eignast ég?


Alls geymir bókin 140 spurningar sem maður gat fengið svör við eftir kúnstarinnar reglum. Bókin var gefin út af 1952 hér á Íslandi og í formála segir:


Höfundur þessarar bókar var hinn heimsfrægi töframaður og vísindamaður Guiseppi [Giuseppe] Balsamo, sem heima átti á Sikley, en hann var þekktur við allar konunga- og keisarahirðir í Evrópu á átjandu öld undir nafninu greifinn af Cagliostro. Um líf hans og æfintýri hafa komið út margar bækur á ýmsum málum, og er þar sagt frá margvíslegum afrekum hans og skáldskap. Frægasta bókin um þennan merkilega mann er eftir sjálfan Dumas, einn merkasta höfund Frakka. Cagliostro var, án alls efa, óvenjulega fjölhæfur maður, og það viðurkenna allir, hvort sem þeir eru harðir eða mildir dómarar. Vísdómur hans og þekking á dulrænum hlutum tilverunnar er svo mikil, að þar hefur máske enginn maður, fyr eða síðar náð honum. - Þessi bók örlaganna er því af besztu ritdómurum dæmd þannig, að hún sé hin merkilegasta spádómabók, sem mannlegur heili hefur framleitt og þær nákvæmu úrlausnir sem hún gefur spyrjandanum, eru mjög undraverðar. Það þarf því enginn að óttast nein vonbrigði, þegar hann spyr þessa merkilega véfrétt til ráða. - Hún mun svara afdráttarlaust og á því máli, sem er ótvírætt og nákvæmt. Ef lesandinn hinsvegar er efasamur og úr hópi þeirra vantrúuðu, sem alltaf er að stækka, mun hann eigi að síður komast að raun um, við lestur þessarar bókar, að hún er þægileg og alleinkennleg aflestrar. - Til þess að skemmta mönnum í samkvæmum er hún tilvalin, og mun þar þykja bæði eftirtektarverð og skemmtileg, og því verður hún mjög vinsæl, þó að menn máske ekki vilja trúa því, sem óskeikulu, sem hún opinberar yður um framtíðina. - Hvernig, sem á þetta kann að verða litið, leyfi ég mér óhikað að mæla með þessu meistaralegu verki Cagliostro greifa, og legg hana í fullu trausti fyrir háttvirta lesendur.

Þýðandinn.


Það munar ekki um minna!

Þessi bók var reglulega dregin fram til að hanna framtíðina og frumeintakið sem Gulla átti, var orðið verulega snjáð.


25 árum síðar

Svo líða um 25 ár og þá fer ég að vinna sem fararstjóri á Rimini. Við fórum reglulega upp í kastalabæ sem heitir San Leo með farþega, þar sem sögur voru sagðar af Cagliostro nokkrum sem varpað var þar í dýflyssuna fyrir fjölmargar sakir. Ég tengdi þær sögur ekki við örlagabókina á þeim tíma.


Við fararstjórarnir sögðum frá þessum manni sem frægasta fanganum í kastalanum, manni sem var á undan sinni samtíð. Við sögðum hann hafa verið bráðgáfaðan ævintýramann, sem ferðaðist víða og stundaði lækningar og galdra víðsvegar í Evrópu. Hann átti að hafa verið eftirstóttur þar til hann var dæmdur fyrir galdra varpað í dýflussunni San Leo kastala. Fangaverðirnir voru logandi hræddir við hanna, óttuðust álög og galdra. Sagt var að hann hafi verið talsmaður frelsis einstaklingsins og því mikil íronía að hann hafi endað ævina í þessari dýflyssu, fjórum árum seinna eða árið 1795.


Ég eignaðist svo mitt eigið eintak af Bók örlaganna einhverntíman þegar ég leit inn á bókamarkað hér í borg. Stóðst ekki mátið.


Svo líða 20 ár í viðbót

og þá kippi ég bók örlaganna með mér upp í bústað til hafa gaman með vinkonum. Við lestur formálans verður skyndileg tenging í heilanum á mér. Umræddur Cagliostro var sum sé sami maðurinn sem hafði spunnið örlagavef okkar skólasystra í grunnskóla og sá sem fékk sögustund í ferðunum í San Leo kastalann.

En hver var þessi maður ef mann skyldi kalla?

Sagan hefur nú ekki farið mjúkum höndum um hann Alessandro af Cagliostro sem var upphaflega skírður Giuseppe og bara ættarnafnið Balsamo. Hann var fæddur í Palermo á Sikiley 2. júní 1743 og deyr í umræddu fangelsi í San Leo 26. ágúst 1795.


Hann var sonur fátækra foreldra og ólst upp sem götustrákur í Palermo. Hann flúði frá Sikiley eftir röð minniháttar glæpa og ferðaðist um Grikkland, Egyptaland, Persíu, Arabíu og Rhodos og lærði greinilega gullgerðarlist. Hann tók á endanum sér titilinn greifi og árið 1768 giftist hann rómverskri fegurðardís, Lorenza Feliciani, sem kölluð var Serafina. Cagliostro hélt áfram að ferðast til allra helstu borga Evrópu, seldi galdraseið til að öðlast æskufegurð, ástarduft og gaf sig út fyrir að vera gullgerðarmaður, spásagnamaður, miðill og kraftaverkalæknir. Sýningar hans voru mjög vinsælar í tískusamfélagi í París árið 1785.


Svikaferill Cagliostro kom honum að lokum í alvarleg vandræði og hann var bendlaður við hneykslismál sem kallast The Affair of the Diamond Necklace (1785–86) og eyddi níu mánuði í Bastillu fangelsinu. Hann var svo látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum en var samt sem áður gerður útlægur frá París. Árið 1789 var hann handtekinn í Róm eftir að eiginkona hans hafði klagað hann fyrir rannsóknarréttinum sem villutrúarmann, töframann, galdramann og frímúrara. Réttað var yfir honum og hann dæmdur til dauða, en dómi hans var síðar breytt í lífstíðarfangelsi og hann endaði líf sitt í áðurnefndu fangelsi í í San Leo eftir 4 ára vist í dýflyssunni.


Hann hefur þrátt fyrir það verið innblástur fyrir tvær kvikmyndir: Cagliostro (1929 film) og Cagliostro (1975 film).


Meira í um manninn
Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page