top of page

Hæglætis matur

Writer's picture: Ágústa Sigrún ÁgústsdóttirÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Updated: Mar 3, 2024

Slow food

Hópur fólks, með Ítalann Carlo Petrini í broddi fylkingar, kom af stað grasrótarhreyfingu sem kallast Slow food. Samtökin voru stofnuð til höfuðs skyndibitamenningunni og til verndar staðbundnum mat og matreiðsluvenjum, bragðgæðum og þeim dýrum og plöntum sem liggja þessu til grundvallar og með áherslu á sjálfbærni.


Áherslan hefur einnig beinst að því að koma á samskiptum á milli allra sem vilja vinna að heilbrigðri matvælaframleiðslu og efla meðal annars tengsl neytenda á Vesturlöndum við smáframleiðendur í þriðja heiminum gegnum tengslanetið Terra Madre. Í samtökunum eru nú meira en 100.000 meðlimir í 132 löndum.


Megin markmið Slow Food er að auka meðvitund fólks um mikilvægi matarmenningar, þekkingar, hefðar og landfræðilegs uppruna matvæla. Einkunnarorð samtakanna eru: góður, hreinn og sanngjarn, og er þar átt við að maturinn eigi að bragðast vel, hann eigi að vera laus við aukaefni og sem náttúrulegastur, og sanngjarn á þann hátt að sá sem framleiðir matinn fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og afurðir.


Hæglætis-Ísland
Ísland á þrjár vottanir af 632 á heimsvísu, eða skyrið okkar, landnámshænuna og íslensku geitina.

Slow food í Garfagnana og Serchio dalnum í Norður-Toskana á Ítalíu

Svæðið á skráða þrjá Slow Food sérrétti af þeim 22 sem Toskana á en skráningarnar eru í heildina 356 á Ítalíu og 632 í heiminum öllum. Það eru 79 þjóðir sem eiga matvæli, dýraafurðir og ræktunaraðferðir með slow food skráningu.


Í Garfagnana og Serchio dalnum er það hins vegar þetta þrennt:
  1. Bazzone hráskinka; kryddskinka með keim af akornum, mosa og kastaníuhnetum, búin til úr svínakjöti þar sem dýrin eru alin í hálf-villtu umhverfi. Orðið bazzone er mállýska og þýðir í raun haka og upp í hugann koma svipmyndir af vel útistandandi og tignarlegum hökum á andliti fólks.

  2. Biroldo, sérstök blóðmör sem svipar mjög til þeirrar íslensku en gerð úr svínahausum sem soðnir eru í þrjá tíma. Bætt er við blóði og kryddað með villtri fennel, múskati, negul, kanil og stjörnuanís. Biroldo hefur brauðhleifslögun og er skorið í strimla innan við 15 daga frá framleiðslu og er þá gjarnan borið fram með kartöflubrauði.

  3. Kartöflubrauð, einnig þekkt sem "garfagnanino", er búið til úr úr hveiti og soðnum kartöflum og hentar einstaklega vel með umræddum kjötafurðum. Þessi brauðgerð er hluti af fornri hefð, sem kom til þegar bæta þurfti upp fyrir slæma árganga korns og lifði síðan af í gegnum aldirnar. Lyftingin í brauðinu er bæði súrdeig að viðbættu litlu magni af geri.





Á þessu svæði á speltmjölið sér sögu allt frá bronsöld og hefur PGI vottun Evrópusambandsins með landfræðilega tilvísun.



PGI: Protected Geographical Indication / IGP: Indicazione Geograpfica Protetta (ít.)









117 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários

Avaliado com 0 de 5 estrelas.
Ainda sem avaliações

Adicione uma avaliação
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page