Hundadagakonungur í Pizzo?
- Ágústa Sigrún Ágústsdóttir

- Oct 9
- 5 min read
Updated: Oct 18
Gioacchino Murat (1767–1815) var franskur hershöfðingi og konungur Napólí á Napóleon-tímanum — ævintýraleg og dramatísk persóna í sögu Evrópu.
Kastali, kenndur við hann, stendur á fallegum stað í bænum Pizzo í Kalabríu og þar er fangaklefinn og aftökustaðurinn. Safnið sviðsetur fangaklefa Murat og þar er hægt að kynna sér söguna.
Saga Murat er bæði hluti af ítalskri og franskri sögu, þar sem Murat tengdi Napóleon, frönsku byltinguna, og baráttu Ítala fyrir sjálfstæði.

Giacchino var fæddur í Frakklandi árið 1767 og var af alþýðuættum en reis hratt upp metorðastigann í franska byltingarhernum.
Hann var einn af nánustu bandamönnum Napóleons Bonaparte og giftist Caroline Bonaparte, systur Napóleons og eignuðust þau fjögur börn.
Hann var þekktur sem hugrakkur riddaraforingi og var oft skipað í fremstu línu í orrustum. Hann tók þátt í fjölmörgum stórorrustum Napóleons, m.a. í Austurríki, Prússlandi og Rússlandi.
Árið 1808 gerði Napóleon hann að konungi Napólí (Suður-Ítalíu)
Hann var vel liðinn sem konungur og reyndi að nútímavæða ríkið, t.d. með laga- og dómskerfisumbótum, vegagerð, skólastofnunum og frjálslyndari stefnu í þágu bændalýðsins.
Hann ríkti til 1815...
...en þá ná Bourbonar yfirráðum. Bourbonar (eða Bourbon-ættin) voru (og eru enn) ein áhrifamesta og þekktasta konungsætt Evrópu. Þeir áttu uppruna sinn í Frakklandi og komust síðar til valda m.a. á Spáni og Napólí.
Murat, sem var tengdasonur Napóleons og konungur Napólí, óttaðist að tapa krúnunni þegar Napóleon fór að tapa stríðinu. Eftir ósigur Napóleons í orrustunni við Leipzig (október 1813) sá Murat að veldi Napóleons var að hrynja. Til að bjarga eigin veldi gerði hann samkomulag við Austurríki (janúar 1814) og lofaði að hjálpa þeim að berjast gegn Napóleoni. Í staðinn fengi hann að halda völdum í Napólí. Þetta var talið landráð af mörgum, þar á meðal Napóleon sjálfum, sem treysti honum áður sem nánum bandamanni og fjölskyldumeðlim.
Murat missti völdin eftir orrustuna við Tolentino (2.–3. maí 1815) og flúði. Eftir að hafa heyrt um ósigur Napóleons í orrustunni við Waterloo 18. júní 1815 flúði Murat til Korsíku. Þar reyndi hann að safna liði og náði að skrapa saman í litla herdeild (250 menn)
Murat til Pizzo þann 8. október 1825
Þann 8. október 1815 kom Joachim Murat, fyrrverandi konungur Napólí, til Pizzo í Kalabríu með lítinn hóp manna (29 manns) í þeirri von að endurheimta krúnuna í Napólí og Kalabríu úr höndum Bourbon-ættarinnar.
Murat hafði upphaflega ætlað að sigla til svæðis við Salerno til að hefja innrás í Napolí og það svæði með um 250 menn og nokkur skip. En vegna storma var flotinn hans hrakinn af leið og hans skip með 29 menn endaði á ströndinni við Pizzo. Þannig var Pizzo ekki endilega „upphaflegi“ valkosturinn, heldur kom til vegna aðstæðna. Heimildir benda til að Murat hafi talið að Kalabríumenn, sérstaklega fólkið í kringum Pizzo væri mótfallið stjórn Bourbon‑ættarinnar - hann hafi vonast eftir stuðning - jafnvel að þeir myndu rísa upp með honum - að þeir myndu fagna komu hans… en raunin varð önnur.
Handtakan
Murat var handtekinn af íbúum bæjarins, sem höfðu þá þegar snúist gegn Frökkum. Hann var færður í fangelsi í Castello Aragonese, kastalann í Pizzo – sem síðar var kallaður Castello Murat til minningar um hann.
Dagana eftir handtökuna var hann vistaður í kastalanum. Honum var borin síðasta kvöldmáltíðin – táknrænn og þögull boðskapur um það sem beið hans. Murat, sem hafði séð dauðann í margs konar myndum á vígvöllum Evrópu, sýndi ekki óttaviðbrögð. Hann vissi hvað var í vændum.
13. október 1815
Aftökusveitin var skipuð konunglegum hermönnum í þjónustu nýrra stjórnvalda, sem voru aftur komnir til valda eftir fall Napóleons. Þeir voru undir stjórn Bourbon-ættarinnar, sem hafði verið komið aftur til valda af **Bandamönnum eftir Napóleonstyrjaldirnar.
**Bandamenn í þessu samhengi eru ríkin sem börðust gegn Napóleon og studdu endurreisn gamla einveldisins – þar á meðal Bourbon-ættarinnar í Frakklandi og Napólí. Þeir réðu miklu um hvernig stjórnarfar var endurskipulagt í Evrópu eftir 1815 – m.a. á Vínarfundinum
Margir í sveitinni voru fyrrverandi hermenn Murats eða höfðu barist með honum í her Napóleons.
Sumir sögðu síðar að þeir hefðu virt hann mjög og átt erfitt með að skjóta hann. Já — það er talið að aftökusveitin hafi hikað... að mennirnir hafi verið mjög taugaóstyrkir og að enginn þeirra hafi viljað skjóta fyrstur.
Murat hélt ró sinni og varð að hvetja þá til að framkvæma aftökuna.
Hann á að hafa sagt: „Tirez au cœur, mais épargnez le visage.“ („Skjótið í hjartað, en hlífið andlitinu.“)
Murat var þekktur fyrir útlit sitt og glæsileika. Hann var ein helsta tískufyrirmynd hersins og dýrkaði glæsileg herklæði. Hann var stundum kallaður „fallegasti maður Evrópu í einkennisbúningi“.
Hann vildi halda andliti sínu sem næst heilu, jafnvel í dauðanum, sem síðustu minningu til eiginkonu sinnar Caroline og fyrir söguna.
Ástín í lífi Murat
Gioacchino Murat var ekki bara hershöfðingi og konungur, heldur bar hann með mikla ást til eiginkonu sinnar, Caroline Bonaparte, systur Napóleons. Samband þeirra var bæði pólitískt og persónulegt – en þegar hann vissi að engin von var eftir, skrifaði hann henni kveðjubréf að morgni aftökudagsins í klefa sínum í kastalanum í Pizzo. Það var ljúfsárt og átakanlegt,
í lauslegri þýðingu:
„Elsku Caroline, Aldrei hef ég hætt að elska þig. Aldrei hef ég hætt að vera þinn. Þú munt gráta yfir manni sem hefur elskað þig meira en lífið sjálft. Hugsaðu til mín með hjarta þínu, ekki með augum annarra.“
Bréfið er fullt af rómantískri örvæntingu, eftirsjá og áskorun til hennar að muna eftir hinum sanna Murat – ekki aðeins konunginum sem tapaði völdum, heldur manninum sem elskaði hana til síðasta andardráttar og hann vildi að börn þeirra myndu muna eftir honum með stolti.
og hér kemur Dumas til sögunnar...
Bréfið Murat til Caroline er enn varðveitt og hefur verið sýnt á sýningum í Frakklandi og Ítalíu – sem dýrmætan vitnisburð um ástina á bak við völdin. Það merkilega er að umrædd Carolina fékk aldrei bréfið í hendurnar. Samlandi Murat, Alexander Dumas, fann bréfið í einni af rannsóknarferðalögum sínum.
Alexander Dumas (1802–1870)
var franskur rithöfundur og höfundur margra sígildra skáldsagna, t.d.: Greifans af Monte Cristo,
Hann hafði mikinn áhuga á Napóleons-tímanum og skrapp í ítarlegar sagnfræðilegar rannsóknarferðir. Það er talið að Dumas hafi fundið eða fengið afrit af bréfinu í ferð sinni til Suður-Ítalíu, líklega þegar hann dvaldi í Pizzo. Þetta gerðist á 19. öld, löngu eftir dauða Murats (1815), þegar Dumas var að safna efni um Napóleons-öldina.
Dagskrá Murat hátíðarinnar 2025
Við fararstjórarnir í ferð Heimsferða til Kalabría vorum svo heppnar að vera staddar í Pizzo sama daginn og sviðsetningin á landgöngunni, handtökunni og aftökunni fór fram. Ekki skemmdi fyrir að við hittum "Murat-leikarann" sjálfan að öllu loknu og fengum að taka mynd af okkur með honum.
Föstudagur 10. október 2025
Kl. 19:00 – Kynning á sögulegri enduruppfærslu landgöngunnar, handtökunnar og aftökunnar á konunginum Gioacchino Murat. Palazzo della Cultura
Laugardagur 11. október 2025
Kl. 16:30 – Söguleg skrúðganga í anda Murats og herganga vopnaðra hópa í einkennisklæðnaði. Frá Contrada Mazzotta að Piazza della Repubblica
Kl. 18:00 – Fundur með yfirvöldum og þátttakendum. Viðurkenningar afhentar sögulegum hópum.
Kl. 18:30 – Tónleikar með hermúsík frá 19. öld, flutt af hópnum La Clique. Piazza della Repubblica.
Sunnudagur 12. október 2025
Kl. 09:00 – Markaður í anda 19. aldar. Piazza della Repubblica
Kl. 10:30 – Enduruppfærsla landgöngu konungs. Pizzo Marina
Kl. 12:00 – Enduruppfærsla handtöku, dóms og aftöku Gioacchino Murat. Piazza della Repubblica.
Mánudagur 13. október 2025
Kl. 18:00 – Messa og athöfn til minningar um dauða konungsins Gioacchino Murat.
Don Fortunato Figliano messar og tónlistarflutningur er í höndum Franco Arena og söngkonunni Rita Valenti. Dómkirkjan San Giorgio (Duomo di San Giorgio)
Haldið af félaginu Associazione Gioacchino Murat ETS í samstarfi við sveitarfélagið Pizzo
Forseti félagsins: Ruggero Antonio Ceravolo
**Bandamenn (á frönsku: les Alliés, á ensku: the Allies) voru meðal annars:
Bretland – undir forystu Wellington hertoga.
Prússland – undir forystu Gebhard von Blücher.
Rússland – undir stjórn Alexanders I keisara.
Austurríki – undir stjórn Metternich.
Svíþjóð, Holland, Spánn, og fleiri smærri ríki sem sameinuðust gegn Napóleon.
Bæjarfélagið í Pizzo minnist þessa atburðar með sögulegri minningahátíð annað hvert ár um þetta leiti.
.png)











Comments