top of page

Kvenhetja frá Kirgistan

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Aug 28
  • 4 min read
Spjöld sögunnar hafa ekki að geyma margar konur. Spjaldskráin er oft tómleg, en Kurmanjan Datka Mamatbay Qızı er undantekning reglunnar. Hún varð þjóðhetja i Kirgistan og táknmynd kvenlegrar forystu í samfélagi sem var að mestu leyti karllægt.

Henni er lýst sem sterkri, klárri og réttsýnni konu, sem barðist fyrir velferð fólks síns og er oft kölluð „drottning fjallanna“. Kannski við myndum nefna hana fjallkonu. Minnisvarðar, bækur og jafnvel kvikmynd hafa verið gerðar um hana.


Kurmanjan var eiginlegt nafn hennar en Datka er titill sem hún hlaut frá Kokand-khaninum árið 1876, eins konar heiðurs- eða leiðtogatitill. Þann titil báru einstaklingar sem höfðu öðlast sérstakt hernaðarlegt, stjórnmálalegt eða samfélagslegt vald og sjaldgæft var að konur bæru þann titil. Mamatbay qizi er föðurnafnið hennar sem merkir „dóttir Mamatbay“ (qizi = „dóttir“ á kirgísku)


Kurmanjan er fædd og uppalin á fallegum stað í Kirgistan í þorpinu Orok nálægt borginni Osh í fjallahéraðinu Alai. Náttúran sjálf mótaði skapgerð þessarar einstöku konu. Hún var hugrökk og bjó yfir skörpum vitsmunum. Hún lifði hófsömu lífi, forgangsraðaði sveitasælu og fjöllum fram yfir hávaðasama borgarlífið. Hún dvaldi bæði vetur og sumar í yurt-tjöldum og ferðaðist eftir hlíðum Alai-fjallgarðsins


Leikkonan sem túlkar Datka í myndinni
Leikkonan sem túlkar Datka í myndinni

Jómfrúarferð til Kirgistan

Nýlega er lokið jómfrúarferðinni til Kirgistan með Flandrr ferðamiðstöð og Fiðrildaferðum.

Næsta ferð nú þegar komin á teikniborðið. Hún verður í lok maí 2026. HÉR er hægt að skrá sig á forgangslista en síðasta ferð seldist upp á skömmum tíma.


Aðdragandinn

Á 19. öld var Kirgistan undir áhrifum bæði frá Kokand-khan og Rússlandi. Rússneska heimsveldið stækkaði mikið inn í Mið-Asíu. Kokand-khan dæmið náði yfir stór landsvæði: hluta af Úsbekistan, Kirgistan, Tadsíkistan og Kasakstan. Kokand-khan dæmið var eitt af síðustu sjálfstæðu múslimsku ríkjunum í Mið-Asíu áður envar lagt niður árið 1876 eftir uppreisn og innlimun í Rússland. Í dag er Kokand í Úsbekistan.


Kurmanjan náði að sameina ættbálka Alai-héraðsins í suðurhluta Kirgistan því þetta brölt allt í kringum hafði áhrif á líf kirgiska hirðingja og þjóðflokka sem áttu heimkynni sín á þessum svæði.


Kurmanjan Datka og aðrir leiðtogar í Kirgistan urðu því að semja við nýja valdsherra. Hún var þekkt fyrir færni sína á því sviði. Hún forðaðist miklar blóðsúthellingar og varð mikill sáttasemjari og samningakona en líka góður stríðsmaður og bardagamaður þegar á þurfti að halda.


Lífshlaup - tímalína

  • 1811 – Fædd í þorpinu Orok, nálægt borginni Osh, Kirgistan. Kannski 22. maí 1811 en engin traust heimild er til fyrir fæðingardegi hennar. Það er yfirleitt aðeins gefið upp árið 1811.

  • 1829 (um það bil) – Gefin í hjónaband við Kulseyit þegar hún var 18 ára, en yfirgaf eiginmann sinn í andstöðu við hefðir og siði.

  • 1831 – Giftist Alymbek Datka (1799-1862). Þau eignuðust fimm syni og tvær dætur.

  • 1830–1840 – Á þessum árum eignast þau fimm syni og tvær dætur.

  • 1840 – Hún hóf þátttöku í stjórnmálum í Fergana dalnum

  • 1862 - Eiginmaður Datka var myrtur í pólitískri valdabaráttu.

  • 1863 – Fékk titilinn Datka frá Búkhara-emírnum Muzaffar og Khudoyar Khan.

  • 1876 – Formleg viðurkenning titilsins „Datka“ frá Kokand-khanadæminu við endurskipulagningu valds þegar Rússar tóku yfir svæðið.

  • 1895 – Yngsti sonur hennar, Kamchybek, dæmdur til dauða.

  • 1895 - Kurmanjan fékk gullmedalíu og ævilangan lífeyri fyrir þjónustu sína, 300 rúblur.

  • 1907, 1. febrúar – Lést 96 ára gömul í þorpinu Mady en er jörðuð i bænum Özgön í Kirgistan.


Lífi hennar gerð góð skil í mynd frá 2014 sem er að finna í fullri lengd á YouTube með enskum texta.


Kurmanjan Datka (á kirgísku: Курманжан Датка)


Arfleifð fjölskyldunnar

Synirnir (5)

  1. Abdukadir

  2. Murtaza

  3. Mamasaly

  4. Muhammed-Bek

  5. Kamchybek 


Dæturnar (2)

Nöfn þeirra eru ekki varðveitt í heimildum, en þær giftust inn í áhrifamiklar fjölskyldur og voru hluti af bandalögum sem styrktu stöðu Kurmanjan.


Yngsti sonur hennar, Kamchybek, var sakaður um að hafa tekið þátt í uppreisn og vopnaðri árás á rússneska embættismenn. Hann var handtekinn og dæmdur til dauða af rússneskum yfirvöldum. Sem móðir og þjóðarleiðtogi var hún í gríðarlega erfiðri stöðu. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að hún sætti sig við dóminn og að hún, sem Datka, sýndi þjóð sinni fordæmi með því að lúta nýju valdhöfunum. Hún varð að velja á milli þess að berjast fyrir réttlæti sonar síns (með líkum á blóðsúthellingum) eða að viðurkenna dóminn og viðhalda friði. Hún ákvað að virða dóminn sem sýndi bæði persónulegan styrk hennar og trú hennar á að hagsmunir þjóðarinnar væru mikilvægari en fjölskyldan.


Þrátt fyrir að missa eiginmann sinn og einn son með hörmulegum hætti hélt Kurmanjan áfram að leiða þjóð sína.


Áhrif á söguna


Atvikið styrkti ímynd hennar sem „Móður þjóðarinnar“. Í dag er litið á hana sem leiðtoga og „drottningu fjallanna“, táknmynd sjálfstæðisbaráttu kirgisa og fyrirmynd kvenleiðtoga í Mið-Asíu.

Kirgistan er eina landið í Mið-Asíu sem hefur haft kvenforseta, Hún braut blað í Mið-Asíu með því að láta af embætti þegar kjörtímabili hennar lauk án þess að reyna að búa til eftirmann eða halda áfram pólitísku hlutverki.


Roza Otunbaeva
Roza Otunbaeva

Fyrsta þjóðhátíðin eftir að sjálfstæði Kirgistan var lýst yfir árið 1991 var 180 ára afmælisári Kurmanjan Datka. að er áhugavert að minnast á að samkvæmt tilskipun sem Otunbaeva skrifaði undir 28. desember 2010 var árið 2011 lýst „Ári Kurmanjan Datka“ í Kirgistan til heiðurs 200 ára fæðingarafmælis hennar.


Kurmanjan Datka styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 1995.



Mynd af henni má sjá á framhlið 50 som seðilsins í Kirgistan
Mynd af henni má sjá á framhlið 50 som seðilsins í Kirgistan


Árið 1906 heimsótti baróninn Carl Gustaf Emil Mannerheim (til hægri) Kurmanjan Datka (í miðju). Hann var rússneskur liðsforingi sem ferðaðist sem þjóðfræðingur frá Rússlandi til Kína um Alai-fjöllin,
Árið 1906 heimsótti baróninn Carl Gustaf Emil Mannerheim (til hægri) Kurmanjan Datka (í miðju). Hann var rússneskur liðsforingi sem ferðaðist sem þjóðfræðingur frá Rússlandi til Kína um Alai-fjöllin,

Svona sér gervigreindin Kurmanjan Datka miðað við myndina af henni á 50 SOM peningaseðlinum
Svona sér gervigreindin Kurmanjan Datka miðað við myndina af henni á 50 SOM peningaseðlinum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page