top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Skjaldbökudagar í Numana

Updated: Jul 23

Ég hafði ekki hugmynd um að það fyndust þrjár tegundir af sæskjaldbökum í Adríahafinu. Grein sem ég las vakti athygli mína þar sem var verið að bjóða fólki á fallega, afskekkta strönd í skjaldbökusleppingar.

Þessar þrjár skjaldbökutegundir heita: 1) Caretta caretta, sem á íslensku kallast klumbudraga. 2) Chelonia Mydas (græna skjaldbakan) og 3) Liuto skjaldbakan sem er stærst af þeim. Hún getur vegið 200-600 kg og skjaldlengdin getur orðið allt að 2,5 metrar. Liuto skjaldbakan áur ekki sín upprunalegu heimkynni í Adríahafinu en flækist þangð í leit að æti, því þær elska marglyttur.


Klumbudragan (Caretta, caretta) er af ætt sæskjaldbaka og er stærst þeirra, risasæskjaldbaka. Þær skiptast í sjö tegundir í fimm ættkvíslum og finnast í hitabeltissjó allt í kringum jörðina. Skjöldur stærstu dýranna getur mælst allt að 150 cm á lengd. Talið er að það séu um 75.000 þeirra í Adríahafinu af þeim 150.000 sem eiga heimkynni sín í höfum heimsins.


Svæðið sem um ræðir er bærinn Numana og strendurnar þar í kring sem eru innan náttúruverndarsvæði Conero höfðans í Marche héraði. Þarna eru einstaklega fallegar hvítar strendur og hafið er smaragðsgrænt. HÉR er pistill sem ég skrifaði nýlega um þetta svæðið.



Svæðið sem um ræðir er bærinn Numana og strendurnar þar í kring sem eru innan náttúruverndarsvæði Conero. Þetta er einstaklega fallegar hvítar strendur í Marche héraði á Ítalíu.


Það má því segja að fjöldi þeirra í Adríhafinu sé hlutfallslega mikill sem þýðir að þær verða oft fyrir skakkaföllum, festast í netum, slasast og drukna auðvitað.


Á hverju ári er um 70-100 skjaldbökum bjargað og starfrækt er hjálparmiðstöðin Fondazione Cetacea í strandbænum Riccione sem er nú kannski ekki endilega þekktur fyrir neyðaraðstoð við dýralíf. Þangað er farið með skjaldbökur, hákdarla og höfrunga þar sem þeim er hjúkrað til heilsu. Hægt er að ættleiða risa-sæskjöldböku ef maður hefur áhuga á.


Skjaldbökuflói og skjaldbökuströnd

Árið 20130 fengu skjaldbökurnar skírða strönd og vík eftir sér rétt fyrir utan bæinn Numana. Þetta er staður sem er vaktaður af sjálfboðaliðum sem sinna þjálfunarbúðunum. Mannfólki er velkomið að kíkja í heimsókn yfir daginn og sjá skjaldbökurnar í endurhæfingu áður en þeim er endanlega sleppt aftur út í hafíð.


Skjaldbökudagar í Numana

Samtök þeirra sem bjóða upp á skoðunarferðir og siglingar fyrir utan bæinn Numana fengu þá hugmynd að styðja við þetta framtak og skipuleggja í samstarfi við hjálparmiðstöðina svokallaða skaldbökudaga. Þar er almenning boðið upp á sigla með þeim á þessu undurfögru strönd sem heitir Strönd hinna tveggja systra (Spiaggia delle due Sorelle) þar sem athöfnin fer fram.





Skjaldbökudagarnir hafa margvíslegan tilgang

Í fyrsta lagi að koma „strönduðum" og hugsanlega slösuðum skjaldbökum af ströndinni þar sem mannfólkið kýs að flatmaga í sólinni. Skjaldbökurnar eiga það til að gleypa króka, lenda í skrúfum báta, þær geta ofkælst og flækst í netadræsum. Þegar af þeim er dregið leita þær upp á strendurnar. Í öðru lagi er þetta upplagt tækifæri til að kynnast dýrlífinu í sjónum og fræðast um hátterni skjaldbaka. Í þriðja lagi er fjáröflun hluti af viðburðunum, því helmingurinn af innkomunni fyrir siglingar með fólk á sleppingarstaðinn, rennur til styrktar hjálparmiðstöðinni í Riccione. Síðast en ekki síst er þetta bara góðverk, það minnsta sem við getum gert til að bæta fyrir það sem við eyðileggjum í náttúrunni.


Traghettatori del Conero, eiga því sannarlega heiður skilið fyrir framtakið. Það eru um 8 sleppingar yfir sumarið og alltaf jafn vinsælt að taka þátt í þessum viðburði. Næsta skjaldbökuslepping er 29. júlí og sú síðast þetta sumarið er 2. september, ef þú skyldir vera á staðnum.


Hér er myndband af því þegar sjómenn bregðast við óvæntum feng



Upplýsingar af netinu

Recent Posts

See All

Commentaires

Noté 0 étoile sur 5.
Pas encore de note

Ajouter une note
bottom of page