top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Litla-Tíbet í Marche

Updated: Apr 14

Hér virðist tíminn hafa staðið í stað!


Þorpið Elcito er staðsett í hlíðum fjallsins San Vicino í Sibellini fjallaþjóðgarðinum. Þorpið hefur fengið gælunafnið Litla-Tíbet vegna þess hversu hátt það stendur í landslaginu eða í 821 m.y.s. Þögnin er einkennismerki þorpsins og margir sem koma hingað eru einmitt að leita að henni. Þorpið hefur líka verið kallað þorp þagnarinnar.

Þorpið rekur tilvist sína til nærliggjandi klausturs, Santa Maria di Valfucina sem var af Benediktusarreglunni. Þó er staðfest að jafnvel fyrir stofnun þess klausturs hafi verið þar samfélag trúaðra á 8. - 9. öld.


Munkarnir reistu þorpið Elcito í raun til að verja klaustrið en einnig sem búsetuúrræði fyrir bændur sem tengdust klaustrinu og sáu því fyrir vistum og öðru margvíslegu. Kletturinn sem Elcito var byggt á verndaði klaustrið öðru megin frá en hinu megin var verndandi fjallshryggur.


Töluvert skjalsafn hefur varðveist, einskonar bókhald um framkvæmdir á svæðinu, reksturinn og starfsemi munkanna. Munkarnir virðast hafa verið með töluvert skrásetjarablæti því skjölin spanna fjórar aldir (1058-1484). Klaustrið fór með lögsögu yfir stórt og viðfeðmt svæði með kirkjum, kapellum, landareignum og húsum og náði allt út til Adríahafsins.


Á 15. öld hefst hnignunartímabil og munkarnir neyðast til að selja Elcito þorpið en þá bjó töluverður fjöldi fólks þar. Árið 1489 var klaustrið yfirgefið af munkunum og byggingarnar eyðilögðust af mestu í jarðskjálfta árið 1799. Það er lítið sem eftir stendur og klausturbyggingarnar eru ekki nógu stabílar til að hægt sé að skoða þær. Kirkjan San Rocco hefur þú verið gerð upp og ber vott um þetta kristna samfélag munkanna.

Litla þorpið, Elcito, er töfrandi staður, bæði á sumrin með mörgum vel merktum göngustígum og á veturna er þorpið eins og klippt út úr kaþólskri helgisögu.


Þorpsbúar eru fimm talsins og kettirnir langt um fleiri en um miðja síðustu öld bjuggu um 130 manns hér. Á sumrin koma margir til að dvelja í þorpinu og göngufólk á oft leið hér um. Það má því segja að þorpið sé í talverðri uppbyggingu, þó að eigendur húsanna búi ekki hér allt árið. Ungt par tók á leigu húsnæði fyrir veitingastaðinn Il Cantuccio, þann eina í þorpinu, og rekur hann með miklum sóma


Hér er myndband, reyndar á ítölsku, um þennan magíska stað, Elcito og nærliggjandi svæði.Í Göngu- og dekurferðinni til Marche á Ítalíu verjum við einum degi á þessu svæði, skoðum bæinn og göngum í fjallendinu í nágrenninu. Það verður einstakur dagur.


Hér er myndasería frá nokkrum ferðum mínum þangað og aðrar myndir sem ég hef fengið að láni af vefnum.
Ef þú hefur áhuga á að koma með mér í þessa nýju ferð sem ég hef sett saman þá er eru frekari upplýsingar hér fyrir neðan:
Recent Posts

See All

コメント

5つ星のうち0と評価されています。
まだ評価がありません

評価を追加
bottom of page