top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Framhaldssaga frá Suður-Afríku #4

Updated: Mar 31

Þá var komið að einu af tilhlökkunarefni ferðarnnar - að fara að skoða dýrin í Afríku, apana og fleira. Hér í Suður-Afríku er alltaf talað um að fara að skoða "the game" og að fara í Game Park. Var ekki alveg að tengja við þetta í fyrstu, en game í þessu tilfelli eru bara dýrin sjálf. Orðatiltækið kemur frá þeim tíma að dýrin voru elt og drepin í einskonar leikum, drápsleikum. Nú er það auðvitað stranglega bannað en nafnið hefur haldist. Við heima notum oftar að fara í safarí.

10.01.2024

Stefnan var tekin á Hluhluwe-Imfolosi þjóðgarðinn sem var um 4 tíma akstur og gestgjafar okkar höfðu bókað hús fyrir okkur ásamt vinahjónum inni í þjóðgarðinum þar sem við ætluðum að dvelja fjórar nætur.


Á leiðinni var ákveðið að fara í stutta göngu á svæði sem heitir Dlinza Forest Aerial Boardwalk og hægt er að ganga á göngubrúm inn í skóginum. Gaman að prófa það. Þar eru víst einna mesti tegundafjöldi af villtum orkídeum sem fyrirfinnst.


Á leiðinni þaðan lentum við í ævintýri. Á þessum vegi var búið að saga niður mörg tré sem lágu yfir veginn svo við komumst hvergi. Vorum að spá í að snúa við en ákváðum að doka við og sjá hvort drægi til tíðinda. Málið var að íbúar í nærliggjandi bær þar sem hafði verið vatnslaust í í tvær vikur, voru að minna á sig og höfðu sagað niður fullt af trjám. Strætisvagn hafði reynt að smeygja sér framhjá en sat fastur. Við ásamt fleirum vegfarendum reyndum að aka niðurfyrir út á engið sem þar var, en ekki vildi betur til en fólksbílarnir festu sig í drullu og við komumst ekki framhjá þeim. Við snerum bara við og biðum þar til ofvaxin ýta kom og ýtti drjádrumbunum af veginum. Þá gátum við haldið áfram ferðinni, en þurftum að fara varlega því það var búið að henda trjám og greinum á veginn hér og þar.



Dagarnir í þjóðgarðinum, renna svolítið saman, en maður minn, upplifunin var ótrúleg. Við sáum mikið af dýrum sem ég hafði aldrei séð áður og stundum svo nálægt að maður gat nánast snert þau. Ég reyndi að halda utanum hvaða dýr við sáum en því miður voru kettirnir ekki samvinnufúsir því sáum við ekki ljón, hlébarða eða blettatígur (cheetah). Það eru víst ekki tígrisdýr í þessum þjóðgarði sem er ástæðan fyrir því að við sáum þeu ekki ;-). Af þeim BIG 5 (nashyrningur, fíll, vísundur, ljón, hlébarði) sem allir reyna að eltast við, sáum við nashyrninga, fíla og vísunda (buffalo) og HELLING af þeim.


Ég er enn að fara í gegnum myndirnar sem við tókum en hér er rjóminn. Þetta birtist eins og glærukynning, þannig að þið flettið með örvatökkunum eða ýtið á myndina til að stækka hana.





Hér er upptalning á ensku á þeim dýrum sem búast má við að sjá í garðinum. Veit ekki hvort það eru til nöfn á íslensku yfir þau öll. Vitið þið um einhverja heimasíðu sem hægt er að fletta upp þessum nöfnum? Öll hjálp vel þegin!

African Wild Dog (villihundur), Cheetah (blettatígur), Hyena (hýena), Jackal (sjakali) Blue Wildebeest, Giraffe (gíraffi), Zebra (sebradýr), Nile Crocodile (Nílar-krókódíll), Hippopotamus (flóðhestur), Bushpig, Warthog (vörtusvín), Mongoose, Chacma Baboons, Vervet Monkeys, as well as various antelope species including Waterbuck, Kudu, Nyala, Impala, Reedbuck, Bushbuck, Duiker, Steenbok and Suni, and a variety of Tortoises, Terrapins, Snakes and Lizards


Annars fór vel um okkur í Masinda Lodge inni í þjóðgarðinum, þar sem við gistum. Rafmagnið var keyrt á dieselstöð og slökkt á því snemma á kvöldin. Við rifum okkur upp kl. 04:00 á nóttunni til að fara út að skoða dýrin, ná þeim í morgunteygjunum, áður en það yrði of heitt. Þannig að takturinn var: vakna, kaffi, snakk, út að leita að dýrum, heim í dögurð, hvíla sig, aftur af stað um kl. 17:00 að skoða dýrin og svo kvöldverður að hætti hússins. Við vorum með kokk sem eldaði það sem við höfðum keypt.


Hér er myndband sem ég gerði um staðinn, eftir fílaheimsókn eina nóttina, sem gleymist seint. Við Tóta voru að dreyma þá heimsókn margar nætur í kjölfarið. Næst þegar þið hittið Tótu, biðjið hana um að segja ykkur frá stefnumótinu.





Má til með að lauma með nokkrum myndum af leiðsögumanninum okkar sem fór með okkur í morgungöngu einn daginn og svo er Tóta hér að virða fyrir sér fílakúk. Þessi vel klæddi nashyrningur varð líka á vegi okkar. Hér er hægt að kynna sér starfið í þjóðgarðinum og bjóða sig fram í sjálfboðaliðastörf.




14.01.2024

Við héldum heim á leið til Durban þann 14. janúar þar sem stefnan var tekin heim á leið og afmæli hennar Tótu var fagnað um kvöldið sem jafnframt var síðasta kvöldið okkar í Durban. Daginn eftir vorum við á leiðinni í flug til Port Elizabeth þar sem við ætluðum að leigja bíl og keyra svokallaða Garden Route til Höfðaborgar. Meira síðar.





Hér er krækja á fyrsta, annan og þriðja pistilinn ef þú misstir af þeim.

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page