top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Hvítt og rautt í Marche

Björn Ingi Knútsson sem á og rekur Vínskólann við vatnið hefur verið að setja fróðleiksmola á blað fyrir okkur sem ætlum í Bragðlaukaferðina til Marche í september.


Hann hefur verið vínáhugamaður í yfir 30 ár og hefur tekið margar alþjóðlegar víngráður þ.m.t. Italian Wine Scholar sem er próf í ítölskum vínfræðum og víngerð. Þá hefur Björn Ingi einstakt dálæti á vín og matpörun og þar er Ítalía í miklu uppáhaldi.

 

Það er ekki seinna vænna að byrja upphitun.Hér er eru tveir nýlegir pistlar frá Birni


Hvítar þrúgur

Verdicchio er þekktasta hvíta þrúgan í Marche og er um 13% af heildar ræktun á þrúgum í Marche. Nafn þrúgunnar er tengt orðinu verde = grænn með skírskotun í græna litinn á þrúgunni sem einnig skilar sér oft sem fölur blær í víninu sjálfu. Verdicchio hefur aðlaðandi sítrónu og blómailm en er einnig með léttan keim af steinefnum og oft má finna ögn af hnetukeim í víninu. Verdicchio er hátt í sýru og hefur góðan "structure" og á það til að vera nokkuð hátt í áfengisprósentu. Verdicchio þroskast einkar vel og hefur góða aðlögunarhæfni við eik.


Aðal vínræktarsvæðið fyrir Verdicchio er Castelli di Jesi sem er miðsvæðis í Marche og nær upp í Appenínafjallgarðinn.Við munum fjalla um það betur síðar, hvet ykkur til þess að kynna ykkur þessa þrúgu, það fást tegundir af Verdicchio í vínbúð allra landsmanna. 💛Rauðar þrúgur

Það eru einkum tvær tegundir sem eru hvað útbreiddastar í Marche með samanlagt 40% af heildinni. Þetta eru Sangiovese og Montepulciano. Sangiovese er hvað þekktust í Toskana og Montepulciano er uppruninn í nágranna fylkinu Abruzzo. Þessum þrúgum er oft blandað saman í víngerðinni og svo líka sem stakar þrúgur.


Sangiovese er ræktuð meira í norðurhluta Marche en Montepulciano er sterkara í suðurhlutanum. Vín úr þessum þrúgum eru gjarnan höfug (full body) dökkrauður litur og há í áfengisprósentu og þroskað tannín, ávaxtarík og dökk kirsuber eru áberandi í prófílnum. Mörg af þekktustu vínum Marche eru framleidd úr þessum þrúgum.


Bragðlaukaferð

Þann 17. september er svo ætlunin að fylgja á eftir þessum fróðleiksmölum með Bragðlaukaferð til Marche héraðs á Ítalíu. Flogið verður til Bologna og keyrt niður eftir til Numana þar sem við dveljum í eina dásamlega viku. Hótelið heitir Hotel Murè Numana og er nýlegt 4ra stjörnu hótel sem opnaði sumarið 2022. Mikið lagt upp ár góðu andrúmslofti og tengingu við sjóinn og sæfarendur sem og stemminguna í bænum. Nafnið á hótelinu, Murè, þýðir eiginlega léttadrengur á sjó. Drengir sem hafa marga fjöruna sopið.


Það er kominn góður skriður á bókanir í ferðina og einungis eitt EINBÝLI eftir sem hægt er að bóka.Við erum með Facebook hóp þar sem upphitun fer fram. Verið velkomin þangað inn.

Hér dagskrá ferðarinnar á prentanlegu formi
_Bragðlaukaferð til Marche - flogið með PLAY til Bologna - 17-24. september 2024_6.4.2024
Download • 190KBHér er smá sýnishorn af því svæði þar sem við dveljum og stemming fyrir ferðina sem framundan er.
Ágústa Sigrún er í forsvari fyrir Flandrr sem varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti hennar. Hún er menntaður leiðsögumaður og hefur alla þessa öld fengist við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu. Marche hérað er henni einstaklega kært þangað sem hún fór til að ítölsku seint á síðustu öld, eignaðist þar vini og hefur heimsótt Marche nær árlega síðan þá. Hún hefur fengist við pistlaskrif um áhugamálin sín síðan í kófinu og eitt af þeim er einmitt vínframleiðsla


Hér er nokkrir vín- og matarpistlar sem hún hefur skrifað.


Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page