Björn Ingi Knútsson sem á og rekur Vínskólann við vatnið hefur verið að setja fróðleiksmola á blað fyrir okkur sem ætlum í Bragðlaukaferðina til Marche í september.
Hann hefur verið vínáhugamaður í yfir 30 ár og hefur tekið margar alþjóðlegar víngráður þ.m.t. Italian Wine Scholar sem er próf í ítölskum vínfræðum og víngerð. Þá hefur Björn Ingi einstakt dálæti á vín og matpörun og þar er Ítalía í miklu uppáhaldi.
Það er ekki seinna vænna að byrja upphitun.
Hér er eru tveir nýlegir pistlar frá Birni
Hvítar þrúgur
Verdicchio er þekktasta hvíta þrúgan í Marche og er um 13% af heildar ræktun á þrúgum í Marche. Nafn þrúgunnar er tengt orðinu verde = grænn með skírskotun í græna litinn á þrúgunni sem einnig skilar sér oft sem fölur blær í víninu sjálfu. Verdicchio hefur aðlaðandi sítrónu og blómailm en er einnig með léttan keim af steinefnum og oft má finna ögn af hnetukeim í víninu. Verdicchio er hátt í sýru og hefur góðan "structure" og á það til að vera nokkuð hátt í áfengisprósentu. Verdicchio þroskast einkar vel og hefur góða aðlögunarhæfni við eik.
Aðal vínræktarsvæðið fyrir Verdicchio er Castelli di Jesi sem er miðsvæðis í Marche og nær upp í Appenínafjallgarðinn.
Við munum fjalla um það betur síðar, hvet ykkur til þess að kynna ykkur þessa þrúgu, það fást tegundir af Verdicchio í vínbúð allra landsmanna. 💛
Rauðar þrúgur
Það eru einkum tvær tegundir sem eru hvað útbreiddastar í Marche með samanlagt 40% af heildinni. Þetta eru Sangiovese og Montepulciano. Sangiovese er hvað þekktust í Toskana og Montepulciano er uppruninn í nágranna fylkinu Abruzzo. Þessum þrúgum er oft blandað saman í víngerðinni og svo líka sem stakar þrúgur.
Sangiovese er ræktuð meira í norðurhluta Marche en Montepulciano er sterkara í suðurhlutanum. Vín úr þessum þrúgum eru gjarnan höfug (full body) dökkrauður litur og há í áfengisprósentu og þroskað tannín, ávaxtarík og dökk kirsuber eru áberandi í prófílnum. Mörg af þekktustu vínum Marche eru framleidd úr þessum þrúgum.
Hér er nokkrir vín- og matarpistlar sem Ágústa Sigrún em er í forsvari fyrir Flandrr, hefur skrifað.
Комментарии