top of page
  • Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum

Updated: Feb 5

Það er eftirvænting í loftinu. Kjötkveðjuhátíðin í Fenyjum hófst í gær 3. febrúar 2024 og stendur til 13. febrúar. Það hefur lengi verið draumur að vera stödd í Feneyjum á þessari hátíð. Með hverju árinu styttist í það.


Á þessum tíma lifna Feneyjar við. Þá klæðast heimamenn í sína hefðbundnu og sögulegu grímubúninga og farnar er skrúðgöngur á láði og legi. Markaðir, tónleikar, dansleikir, partý, skautasvell og allt það besta sem matur og vín hafa upp á að bjóða.


Á sama átt og Alþingi er elsta þing í heimi er kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum elsta kjötkveðjuhátð í heim. Reyndar fer það aðeins eftir því hvernig talið er og hvort hlé, boð og bönn setja strik í talninguna. En þetta eiga Alþingi og kjötkveðjuhátíðin í Feneyjum sameiginlegt.

Þegar Napoleon gerði innrás í Feneyjar árið 1797, bannaði hann hátíðina og meðan að austuríska heimsveldið var og hét sem og fasistar voru við völd á fjórða áratug síðustu aldar var 200 ára hlé á hátíðahöldum.


Í skjóli grímunnar í þá daga gátu ríkir og fátækir sleppt fram af sér beislinu og stundað "samskipti" sem annars hefðu ekki orðið. Hátíðin hafði orð á sér fyrir að vera sukksöm og ósiðprúð.


Hátíðin var endurvakin af heimamönnum árið 1979 og hefur gengið eins og klukka síðan þá með þessu skrýtna rafræna Covid-hléi.
Austur á bóginn, ótrúlegt ferðalag Marco Polo - 2024

Viðburðirnir fara fram hingað og þangað um Feneyjar þátttakendum að kostnaðarlausu en á suma viðburði er himinhár aðgangseyrir. Langbestar eru sýningar og skrúðgöngur á götum úti, með fólki í kostulegum búningum með byggingar sem skapa listrænan bakgrunn við sjónarspilið.

Heitið í ár: Austur á bóginn, ótrúlegt ferðalag Marco Polo.

Marco Polo (1254-1324)

Hátíðin í ár er tileinkuð Marco Polo sem var einmitt frá Feneyjum og á 700 ára dánarafmæli í ár. Þemað í ár er inntak ferðarinnar, uppgötvanir vegferðinnari og kynnin við heima sem á hans tíma voru bara til í ímyndunaraflinu. Þemað er svo heimært á okkur sjálf og við hvött til að líta inn á við, hvernig við uppgötum okkur sjálf og breytumst á okkar ferðalagi í gegnum lífið.


Marco Polo var sem sagt feneyskur kaupmaður en verið gæti að hann hafi verið fæddur á eyjunni Korcula sem nú tilheyrir Króatíu, en tilheyrði Feneyjalýðveldinu á þeim tíma.


Marco Polo snýr aftur í lónið sem söguhetjan í ár og Feneyjar heiðra þannig þennan hugrakka kaupmann og ferðalang. Hann ferðaðist til Kína þegar hann var 17 ára með föður sínum Niccolò og frænda Maffeo Polo. Þessi leiðangur tók 24 ár, bara ferðin til Kína tók þrjú og hálft ár. Marco var fljótur að tileinka sér siði og mál innfæddra og var hann tekinn í þjónustu keisarans. Þeir dvöldu í 16 ár við hirð Kúblai Khan sem var stórkan Mongólaheimsveldisins. Á hans vegum ferðaðist Marco til fjarlægra landa og fór um hina svokölluðu silkileið og slóðir sem Evrópumönnum voru enn ókunnar, m.a. til Norður- og Suður Kína, Mongolíu, Indlands, Tíbet, Búrma og Síberíu.


Ástæðan fyrir því að við vitum um þessi ferðalög Marco Polo er að hann skildi eftir sig ferðaendurminningar í bókinni Il Milione sem var millinafn þeirra feðga (Emilione). Stuttu eftir heimkomuna var hann fangelsaður í sjóorustu milli Feneyinga og Genúamanna sem deildu um yfirráð yfir Miðjarðarhafinu. Í fangelsinu kynntist hann manni að nafni Rustichello sem skráði niður frásagnir af ævintýraförinni til Austurlanda. Bókin kom út ári eftir handtökuna, stuttu eftir að hann var látinn laus.


Marco Polo var hvorki fyrsti né eini Evrópumaðurinn sem ferðaðist til Austurlanda en hann var sá fyrsti sem skyldi eftir sig nákvæmar ritaðar heimildir, þó svo að frásagnirnar hafi verið ýkjukenndar á köflum og ótrúlegar. Frumeintakið af bókinni hefur ekki varðveist en hún hefur verið þýdd á yfir 100 tungumál.


Síðustu kjötkveðjuhátirHeimildir víðsvegar af internetinu m.a. hérNokkrir FeneyjapistlarRecent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page