top of page

Trúlofunarhringur Maria Callas

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Dec 15
  • 2 min read
er í raun lítið olíumálverk í svipaðri stærð og iPad sem sýnir nýfæddan Jesús sem liggur í jötunni, Maríu og Jósef og hirðingjana þrjá. Myndin er eftir Giambettino Cignaroli frá Verona.


ree

Á bakhlið verksins persónuleg tileinkun („til Ines með hjarta... Battista.. 30/09/1979“), sem stemmir ekki alveg við ártalið sem hann á að hafa gefið henni verkið í trúlofunargjöf en... Maria Callas giftist Giovanni Battista Meneghini þann 21. apríl 1949 í Verona á Ítalíu.

Meneghini var í raun ekki listunnandi sjálfur, heldur var hann meira áhugasamur um tengsl listar og menningar. Skömmu eftir að hann kynntist henni gaf henni þessa mynd. Hún debúteraði í Arenunni 2. ágúst 1947, í óperunni La Gioconda eftir Amilcare Ponchielli. Hljómsveitarstjóri var Tullio Serafin. Þessi gjöf virðist hafa verið hans leið til að tjá ást sína og virðingu fyrir hennar ótrúlega hæfileikum og hlutverki í tónlistarheiminum.


Ljóst er að málverkið var í húsi Callas í Sirmione og er líklega núna í einkaeigu í Sirmione.


En hver var þessi Cignaroli sem hafði svona sterka tengingu við tónlistina?


Giambettino Cignaroli (1706–1770) var einn af virtustu og áhrifamestu listamönnum 18. aldar á Ítalíu og starfaði aðallega í Verona, þar sem hann fæddist og lifði mest alla ævi sína. Cignaroli var þekktur fyrir að mála trúarleg og söguleg verk í rokókó- og síð-barokkstíl, og verk hans njóta mikillar virðingar í dag, sérstaklega í norðurhluta Ítalíu.


Via Roma 8, Verona, var heimili Giambettino Cignaroli.
Via Roma 8, Verona, var heimili Giambettino Cignaroli.

Textinn á marmaraskiltinu segir:

Giambettino Cignaroli, sem lifði frá 2. júlí 1706 til 1. desember 1770, bjó í þessu húsi (Via Roma 8) og var heimsóttur hér í júlí 1769 af keisaranum Jósef II, sem heilsaði honum sem „fremsta málara Ítalíu“.

Habsborgarakeisarinn var sagður hafa verið svo hrifinn af list Cignaroli að þegar hann heimsótti Verona, krafðist hann þess að heimsækja hann persónulega heima hjá sér – sem sýnir vel hversu mikils metinn Cignaroli var á þeim tíma.


Cignaroli hitti einnig Wolfgang Amadeus Mozart þegar hann kom kornungur í tónleikaferð til Verona, þannig að það var tenging milli Cignaroli og tónlistar. Til eru heimildir sem segja frá þessari ferð Mozart til Ítalíu með föður sínum árið 1770, þá var Mozart 13 ára. Gert var málverk af Mozart á meðan hann dvaldi þar og er það eignað Cignaroli.


Giambettino Cignaroli stofnaði einnig listasafn og akademíu í Verona (nú kölluð Accademia Cignaroli), sem hafði mikil áhrif á næstu kynslóðir listamanna.


Hvenær gifti Maria Callas sig?

Hér er myndin innan úr kirkjunni þar sem Maria Callas og Meneghini giftu sig 21. apríl 1949 í kirkjunni San Fermo minore ai Filippini. Athöfnin fór hins vegar ekki frma í kirkjunni sjálfri, heldur á bakskrifstofu prestsins. Ástæðan var að Maria var af grísku réttrúnaðarkirkjunni en hann kaþólskur og hvorugt þeirra vildi skipta um trú til að mega gifast í kirkju. Eini votturinn við brúðkaupið var presturinn sem gaf þau saman og mamma Meneghini.


Staðsetning: Via Filippini 16, 37121 Verona, Ítalía


ree


Hér geturðu bókað þig í ferðina. Núna eru helmingur herbergja seldur og því öruggara að bóka sig strax.





Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir og/eða Fiðrildaferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi  gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page