top of page

#5 Ferðaleiftur frá Suður-Afríku

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Jun 16
  • 4 min read

Updated: Jul 7

Þá slepptu gestgjafar okkar of okkur hendinni og við leigum okkur bíl.

15.01.2024

Við flugum frá Durban til Port Elizabeth sem heitir reyndar í dag Gqeberha en hefur gengið erfiðlega að festa það nafn við borgina. Flugið frá Durban var um 1 klst og 20 mín.


Við fórum beint í að sækja bílaleigubílinn sem við vorum búnar að panta þvðí stefnan var tekin á að að keyra Garden Route til Höfðaborgar á nokkrum dögum. Við höfðum því ekki tækifæri til að skoða borgina sem stendur við Algoa-flóa í Austur-Kap-héraði í Suður-Afríku. Hún er mikilvæg hafnarborg og einnig þekkt fyrir strendurnar. Donkin Heritage Trail er þekkt gönguleið í miðborg Gqeberha, sem tengir saman yfir 50 söguleg kennileiti í Old Hill hverfinu – elsta hluta borgarinnar.

Söguleg gönguleið sem dregur nafn sitt af Donkin-svæðinu, nefndu eftir Sir Rufane Donkin, sem gegndi embætti landstjóra í Höfðalandi snemma á 19. öld.


Við stöllur tókum hinsvegar stefnuna á næturstað og þurftum að kveikja á heilasellunum, því það er vinstri umferð í Suður-Afríku, ef þið skylduð ekki vera búin að átta ykkur á því.


Tóta sá um aksturinn, ekki af því að ég vildi það ekki, en heldur vegna þess að hún elskar að keyra :-)


Það leið ekki á löngun uns við vorum stoppaðar og beðnar um skilríki og allskyns pappíar. Ekki laust við að okkur brygði smá, en Tóta sjarmeraði auðvitað umferðarlögregluna upp úr skónum.


Við lentum í raun ekki í neinum vandræðum í ferðinni, en stundum gleymdist að við vorum á í vinstri-umferð, þá var nú gott að vera með „aðstoðarbílstjóra" við hliðina á sér.

Surf Shack
Surf Shack

Við komum svo í næturstað í bænum St. Francis sem við höfðum fundið á booking.com og vorum mjög ánægðar með litlu íbúðina sem við fengum sem var neðri hæðin á heimili fólks sem þar bjó sem þau kölluðu Surf Shack eða Sjóbrettaskúrinn.


Um kvöldið fórum við í bíltúr og skoðuðum Cape St. Francis höfðann þar sem var einskonar byrggjuhverfi og það af betri gerðinni.


Það var orðið nokkuð dimmt þannig að við náðum ekki mikið af góðum myndum en daginn eftir lituðumst við betur um á svæðinu og þá fundum hverfi sem greinilega voru fyrir þá sem áttu sæg af seðlum.


16.01.2024

Nú lá leiðin á næsta næturstað sem við vorum verulega spenntar fyrir, en við ætluðum að gista í lest sem hafði fengið nýtt hlutverk og var núna gistiheimili.


Það var virkilega gaman að upplifa vegakerfið en jafnvel enn skemmtilegra að sjá farartækin á vegunum og hvernig fólk kom sér á milli staða. Einnig vakti athygli okkar að margir fengu atvinnubótavinnu með því að veifa fánum á vegunum, þar sem framkvæmdir voru og til að vara fólk við. Þegar nóg er af vinnuafli má búa til alls konar störf sem við, norðar í álfunni, erum hætt að fylla með manneskju, heldur notum skilti og blikkljós. Þess ber að geta að þetta er ekki danski fáninn.



Á leiðinni í næturstað stoppuðum við óvænt þegar við sáum þjónustumiðstöð og sú leyndi heldur betur á sér. Þar var stórt mannvirki, brú sem kölluð var The Paul Sauer Bridge og var byggð yfir stórt gljúfur þar sem Storm's á rennur. Þetta rosa mannvirki var byggt á árinum 1954-1956. Hæð brúarinnar er 124 m og lengdin er 191 m. Það sem var auk þess áhugaaet var að þess var getið hvað bygging hennar hefði kostað, eða 200.000 rand, sem er gjaldmiðillinn í Suður-Afríku.


Þegar hún var byggð var hún mesta brúarframkvæmd í Suður-Afríku og sú fyrsta sinnar tegundar (bogabrú úr steypu) í landinu.


Önnur miður merkilega staðreynd er sú að verkefræðingurinn sem hannað brúnna var Riccardo Morandi sem einnig hannaði hina frægu (en síðar hrundna) Morandi-brú í Genóva á Ítalíu. Við vonum að það gangi betur með þessa.



Þegar við kíktum í búðina og svoleiðis fundum við mikinn fjársjóð, en það eru sólgleraugu sem eru sérstaklega hönnuð til að passa yfir önnur gleraugu. Þau heita Bourbon fitover. Við tryggðum okkur auðvitað eintak af þeim. Þarf eiginlega að eignast fleiri.


Við héldum áfram ferðinni því næst áttum við stefnumót við fíla.

Komum á Knysna Elephant Park og það var hverrar krónu virði. Við kynntumst fílahirði sem fannst það frábær hugmynd að við myndum bara ættleiða hann ef það hentaði ekki að giftast honum.



En stjörnur dagsins voru klárlega fílarnir því þetta eru heimkynni fíla sem hefur verið bjargað úr erfiðum aðstæðum, frá veiðiþjófum eða sem munaðarlausum fílsungum. Knysna fílagarðurinn er fyrsti garður Suður-Afríku sem gaf almenningi tækifæri til að ganga frjálst með fílum í öruggu, stýrðu umhverfi. Við fengum fötu fulla af grænmeti sem við máttum gefa fílunum og fengum sögu hvers og eins þeirra beint æð. Eins var gaman að sjá svartan svan í fyrsta sinn.



En þá var komið að næsta áfanga í áttina á næturstað í lestinni. Það hafði verið mælt með því við okkur að stoppa í Knysna og keyra þar að útsýnisstað. Við sáum svo sannarlega ekki eftir því og þræddum götur upp á höfðann og gengum svo útsýnishring. Það var þægilegt til þess að vita að veski sem gleymist upp á steini er á sínum stað hálftíma seinna ;-)




Við keyrðum svo inn í sumarhúsahverfi við sjóinn og fengum okkur vænan kvöldverð áður en við lögðum af stað síðasta spölinn sem var næturstaðurinn í lestinni, sem nærði fíflagenið í okkur báðum. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan var Knysna staður sem vel er hægt að mæla með að heimsækja. Svo þarf að æfa sig að bera það fram, en maður segi NÆSNA.



Hér er krækja á fyrsta, annan, þriðja og fjórða pistilinn ef þú misstir af þeim.


Skipulögð ferð til Suður-Afríku og Lesótó 3 - 18. febrúar 2026


Comentarios

Obtuvo 0 de 5 estrellas.
Aún no hay calificaciones

Agrega una calificación
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page